Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 8
134 HEIMILISBLAÐIÐ manninn verða eftir hérna. Hérna er hon- um borgið — en komi hann til Englands, á hann það á hættu á hverjum degi, að rekast á þá, sém þekkja hann. Hann get- ur ómögulega alt af verið í felum.« »Hr. Belmont verður okkur samferða heim,: það er aftalað mál, fyrir fult og alt,« sag'ði Elsa. »Hann fer héðan undir nafni því sem þú hefir sjáfur stungið upp á, —- Smith.« »Hvers vegna ertu svona áköf um, að hann fari með okkur? Maður skyldi nærri því ætla, að þú gætir ekki án hans verið!« »Þegar ég kveð hr. Belmont, verður það fullnaðarkveðja,« svaraði hún. »Við sjá- umst þá aldrei framar,.« »Ég skal a. m. k. sjá um það, þegar þú ert orðin konan mín„« sagði Giles harð- neskjulega. — Sólin var nú komin lágt í vestrinu, og nú var skipið orðið annað og meira en reykjarrákin ein á bláu hafinu. Skips- skrokkurinn sjálfur hafði nú sést alllengi, og nú sáust greinilega ýmsir hlutii' og út- búnaðar þess. Það stefndi beint til eyjar- innar — sjón, sem hefði átt að gleðja hjörtu skipbrotsmannanna þriggja en samt voru tvö af þremur, sem horfðu á skipið með einkennilega samsettum til- finningum. Þau voru hvorki glöð né þakk- lát fyrir þessa sjón, er færði þeim boð ut- an úr heiminum. »Við skuluni kynda bál,« sagði Giles við Belmont, sem var kominn aftur. »Það er alveg eins gott að tryggja sér, að skipið beygi ekki af á síðustu stundu. Þegar þeir sjá merkið, verða þeir hvort sem er að koma.« Belmont kinkaði kolli. Hann hélt svo brenniglerinu yfir ofurlítilli hrúgu af þurru laufi, sem Giles hafði sópað sam- an í mesta flýti. Hann var nefnilega orð- inn ótrúlega duglegur núna, þegar útlit var á, að útlegð hans væri senn á enda. Það leið stundarkorn, áður en kviknaði í laufhrúgunni, en svo steig blár reykjar- strókurinn upp í loftið og dreifðist með blænum. Reykurinn magnaðist. Giles bætti laufi og kvistum á eldinn, og innan skamms var það orðið all myndarlegt bál. Það leið heldur ekki á löngu, áður en þau urðu þess vís, að skipverjar höfðu orðið reyksins varir og skildu, að þetta var merki. Hvellur kvað við að utan það var fallbyssa skipsins, sem hleypt var af í kveðjuskyni. Að lítilli stundu liðinni varpaði skip1, akkerum, og nú lá það og vaggaðist a lognskærum öldunum skammt utan V1 brimgarðinn. Skipbrotsmennirnir þrír vorn staðnir upp og höfðu gengið niður a ströndina. ,, Það er vafasamt hvort þeir senda ba í land í kvöld,« sagði Belmont. »Nema Þf’ að þeir séu hér kunnugir og viti hvernjS stýra á, til þess að komast hjá rifinu. Hn það er ekki sennilegt að svo sé.« Hann skygði hönd vfir auga og starði á sólai; lagið. Það var eins og sólin dýfði eldron sinni ofan i bráðið gull. Giles var allur í því, að virða fyrir sei skipið. Hann þreyttist aldrei á því. 8 brjóta heilann um ímyndanir sírtar og v°n' ir, hvert skipið myndi fara, hvernig lar' rými og þægindi myndu vera í skipinU; »Að hugsa sér,« sagði hann, »að maðu1 fær ef til vill í. kvöld eða á morgun, a. bragða vindil! — Það er nú annars ekk' útlit á, að það verði í kvöld,« bætti hanU við. »Ég get ekki séð, að þeir hafist néj , aö í þá átt að setja út bát. Jæja, Pa verðurn við að hýrast hér enn eina h° . Guði sé lof - - síðustu nóttina á þessai1 bölvuðu eyju!« »Blessaðri evjunni!« hvíslaði Elsa, s)° lágt, að aðeins Belmont heyrði það._Hun sneri andlitinu að honum. Sólark inn ljómaði á andliti hans og hans. Hún brosti til hans og skildi bros hennar. Það var bi-os, er hann seint mundi gleyma bros, er bar í sCl alia sál hennar. »Smith!« Giles sagði nafnið í hörðun1 skipunarróm. Hann var blátt áfram fal" inn að beita myndugleika gegn honunn »Það lítur ekki út fyrir, að vér komums út í skipið í kvöld. Það er bezt, að Þ61 sjáið um, að við fáum sæmileg leguruu1 í nótt. Það fór svo bölvanlega um nug' 1 fyrrinótt.« Belmont brosti. Effington lávarður val sjálfum sér líkur fram á síðustu stundu- Hann var ekki að hugsa um Elsu, hej( ' ur um sjálfan sig — hvernig farið heto um hann sjálfan. — * , »Gjarna það,« sagði hann rólega, >>e þér viljið hjálpa til.« Giles heyrði að V1SU’ hverju Belmont bætti við, en hann le) í aðra átt með hefðarmannssvip. Belmont tók nú að búa um Elsu. En Elsa gat ekki sofið. Skipbrotsnien11' gylti hár ' Belmont

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.