Heimilisblaðið - 01.09.1932, Side 12
138
HEIMILISBL AÐIÐ
köld alvara mín, hr. skipstjóri. Þér þurfið
ekki annað en að senda tvo, þrjá menn
þangað, til þess, að staðfesta frásögn mína.
Ég’ ímynda mér að vísu, að krabbarnir
hafi þegar verið þar að verki, og það ræki-
lega, en beina'grind.urnar hljóta þó að vera
þar, og fötin og vopnin, og það sem þeir
annars höfðu með sér. Það var, svei mér,
hörð hríð og heit, það verð ég að segja.
Eg kæri mig ekki um að gorta, en á hinn
bóginn — verkin sýna merkin, og stað-
reyndunum verður nú ekki auðveldlega
neitað.«
Giles sagði nú alla söguna um sjóræn-
ingjana, að júnkan hefði komið þangað
með hertekið skip, og svo um flótta þeirra
skipbrotsmannanna, upp í klettabyrgið,
eltingaleikinn og úrslita-orustuna. En það
var alveg furðulegt, hvernig sagan skifti
svip og litum í meðferð Giles. Alt af var
það hann sjálfur, Giles, sem verið hafði
foringinn og aðalmaðurinn, sá, sem lagði
á i-áðin og krafðist fakmarkalausrar
hlýðni. Það var Giles, sem tók stjórnina
og stjórnaði öllu.
»En Smith hjálpaði mér drengilega —•
það verður hann að eiga, hann var dug-
legur, og hann var alls ekki huglaus. Hann
barðist eins og dálítil hetja, j)að er svo
sem ekkert leyndarmál. Auðvitað voru skil-
yrðin okkar megin fremur tæp. Mér datt
ekki í hug1, að við kæmumst frá því með
lífi. En ég verð að segja, að það gekk bet-
ur, en ég hafði hugsað mér. Sem betur
fer, kann ég að halda á rifli, og Smith
er heldur ekki alveg ókunnugur skotvopn-
um og ræningjarnir urðu að sækja á svo
að seg'ja einn og einn í einu. Og jafnóðum
og þeir nálguð.ust, tíndum við þá út, hvern
á fætur öðrum — Smith og ég. Ég fyrir-
lít að hæla sjálfum mér — það er ekki
mitt eðli —■« Giles brosti lítillátlega, »en
Smith er csköp fámæltui' náungi, alveg
sérstaklega ómannblendinn. Og ungfrú
Ventor — já, þér getið víst ímyndað yður,
hvernig ung eftirlætisdrós muni hafa hag-
að sér undir slíkum kringumstæðum. Hún
var nærri því orðin meðvitundarlaus af
(itta og skelfingu — og hún veit því víst
tæplega, hvað fram hefir farið. Jæja, um
það er annars svo sem ekkert að segja.
Maður veit svo sem, liver mynklu verða
örlög ungrar og fríðrar stúlku, sem félli
í hendur þvílíkum þorpurum. Það er ann-
að en skemtilegt að hugsa til. Við hinir
gátum svo sem heldur ekki búist v!^
mjúkum tökum, sérstaklega eftir að V1U
höfðum veitt svo harðsnúið og dæmalaust
viðnám. Við börðumst við þá 'daga og n8et'
ur. Smith fékk kúlu í annan handlegg'
inn, en nú er hann orðinn góður aftui'-
Eg var farinn að halda, að það væri alveS’
úti með hann, og mér þótti það sárt, þvl
hann var svo skollans duglegur náungn
Jæja, annað og meira er svo víst ekki um
þetta að segja. Sendið nokkra menn þai'n:l
upp eftir, skipstjóri, ég vil blátt áfram
biðja yður þess, þá munuð þér fá staó;
festingu á hverju einasta orði, sem ég' ínl
hefi sagt yður. Þér munuði finna um tutt-
ugu og fjóra þorpara, bæði svarta og gu'a
á víxl. Þeir, sem eftir lifðu, lögðu á flótta,
eins og barðir hundar, en forlögin krsektu
í þá klónni á síðustu stun!du. Alt lent'
í handaskolum á skútunni hjá þeim, Þej~'
ar þeir ætluðu að sigia út úr brimgai'ð-
inum, skútan sökk og hákarlarnir fengu
sér ókeypis miðdagsverð!« w .
»Lávarður góður,« mælti skipstjoi-1
fremur hátíðlega. »Þér eruð sannarleg
hetja! Ég segi það blátt áfram — Þer
eruð hetjah
Giles hló.
»0, sei-sei-, n’ei — við skulum ekki vel’a
of stórorðir,« mælti Giles. »Hvað er Þetta
svo sem annað, skipstjóri góður, en
maður gerir það, sem maður verður a<)
gera — eða hvað? Kring’umstæðurnai'
myndast á vissan hátt, jæja, og svo verð-
ur rnaður líka að taka þeim á vissan hátt-
Það er blátt áfram sjálfsbjargarhvötin,
sem hér kemur fram. Við börðumst fyrl1.
lífinu, ég og Smith. Ég g-et sem sagt ekkj
nógsamlega hælt honum, eins og hann a
skilið. Ég’ óska þess ekki, að mér sé tal-
inn allur heiðurinn af I>essu. Smith barð;
ist líka eins og hraustmenni, }>egar að ÞV1
kom, en auðvitað — það er ekki bolmagn'
ið eitt saman, sem alt veltur á í svona
kringumstæðum. Auðvitað verður maður
að berjast með hnúum og- hnefum, en
heilinn verður líka að starfa!«
»Já, einmitt!« sagði skipstjóri með sann-
færingarkrafti. »Eins og ég sagði áðan,
lávarðor. Þér eruð hetjan, og ég er hreyk'
inn af því, að það átti fyrir mér að liggja’
að geta lagt yður lið. Seinna í dag, skaj
ég senda nokkra menn upp eftir.« bsetti
hann við, og sagði svo brosandi: »Það er
ekki af þvi, að ég efist um orð yðar, lg'