Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1932, Page 24

Heimilisblaðið - 01.09.1932, Page 24
150 HEIMILISBLAÐIÐ Lofgerð skaparans Eftir rússneska skdldid Derzhavin. Ó, þú eilífi Gnö, aliétaðar dýrðm þín Ijómar. Alt af hinn sami þú ert, enginn. er Guð, nema þú. Almáttka vera, sem öllulm ert verunum meiri. Hver fœr þitt ransakað ráð, rakið þín alvizku spor? Þú, sem ert búandi’ i öllu, sem andar og lifir, haldandi heiminum við, helgandi, faðmandi alt. Vísindamennirnir madt geta úthafsins dýpi, telja þeir sólgeisla sœg, sandkorna telja þeir mergð. En Guð, fyrir þer enginn þungi er til eða mœling. Hver fœr þitt ransakað ráð, rakið J/m alvizku spor? Mannlegri skynsemi ofvax-ið er þau að rekja, fxi að þú látir þitt ijós lýsa’ hermi myrkrunum í. Hugsun manns, þó hún sé hvöss, svo hátt eigi megnar að svífa, flugsins missir hún fyr, fellur í éilífðardjúp. Þú bjóst til af engti % öndverðu himin og jörðu, eilífðar faðtir og alls, alls s&m er tilvera nefnt. Þú skipulags höfundur, Ijóssins.og fegurðar faðir, þú sagðir: »Verði!« og það varð, verk þitt af dýrð þinni skín. Þú varst og þú ert og Jnt verður hinn dýrðlegi, mikli lifgjafi, líknsami Guð, lífinu heldur þú við. Atviddar ómcelisgeim umvefja stjórntaumar Jnnir, heiminum heldur þú við, heiminum gefur þú líf. Skapari, þú hefir tengt saman upphaf og endir; hógiega blandar þú hel, herra, við blómstrandi líf. Líkt og J)á eldgneist.ar hrökkva frá brenngnda báli, svo hafa sólirnar fceðst, svo fæddust heimar af þér. Líkt og þá sólgeislar brotna í blikancla hjarm, leiftrar þér, herra, til lofs Ijóshceða skínandi dýrð. Miljónir kyndla, sem höndin þín tendraði, herra, iðblátt um upphimins djúp óþreyttir renna sitt skeið. Þú fyllir þá krafti, þitt erindi reka þeir allir, Ijóma J)eir lífsfjöri af, líf býr og sæla í þeim. Hvað get ég kallað þá kristál-skínandi elda? Ljósvakans blikancli log, Ijómandi gull-strauma safn, sólir og skinandi sólkerfi ásthýrum geislum; samt þó að skíni þeir skært, skuggi þeir erui hjá þér,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.