Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 20
104 b HEIMILISBLAÐIÐ »Ég óska ekki eftir að tala við yður, ekki eitt orð; sleppið mér undir eins,« sagði Giles og blótaði. »Þorpari og þrælmenni!« bætti hann við. »Ef það er skip á leiðinni, en ekki eintóm lýgi úr yður, þá munuð þér innan skams verða kominn þangað, sem þér eigið heima, kunningi góður. Það er víst kominn tími til fyrir yður, að breyta dálítið um róm. Þann dag sem við losn- um héðan, og það getur vel orðið á morg- un, þá verðið þér »tugthúslimur« á ný.« »Ég hefi sjálfur hugsað út í það,« mælti Belmont rólega. »En það var ekki það, sem við áttum að tala um núna. Það var alt annað mál. Þegar ég var að koma áð- an, sá ég að þér voruð harla nærgöng- ull við ungfrú Ventor.« »Hvern djöfulinn kemur yður það við? Ungfrú Ventor er væntanleg eiginkona mín. Nærgöngull — ha!« »Þó að ungfrú Ventor hafi orðið sú skissi á, að trúlofast yður, hafið þér samt engan rétt til að vera nærgöngull við hana. Því verðið þér að hætta, annars skal ég sjá til, að þér verðið að gera það.« Giles glápti framan í hann og var ilsku- legur á svipinn. »Þegar skipið er komið —« hóf hann máls á ný. »Já, þegar skipið er komið, þá eru einnig aðrir, sem getað verndað ungfrú Ventor«, mælti Belmont. »En þangað til er hún und- ir minni vernd, skiljið þér það — undir minni vernd«. Giles rak upp kuldahlátur. Meðvitund- in um, að skip væri á leiðinni, hleypti í hann hugrekki, sem hann til þessa hafði skort svo tilfinnanlega. Hann krepti hnef- ann og steytti hann framan í Belmont. »Þér — glæpamaður — þér morðingja- þrælmenni!« hvæsti hann. »Eg veit svo sem, hvað þér hugsið. Þér vitið hvað bíð- ur yðar, þegar bátur kemur í land. Og þér megið ekki halda, að þér sleppið. Eg skal segja þeim, hver þér eruð, og hvaða veiði þeir hafa gert. Eg skal skýra þeim frá, að þér séuð Ralph Belmont —eftir- lýstur morðingk. Belmont kinkaði kolli. »Ekki efast eg um það«, mælti hann. »Mér er fyllilega ljóst, hvers eg hefi að vænta af öðr.um eins manni og' yður. Það gerir heldur ekkert til. Eg ætla mér held- ur ekki að fara í felur á neinn hátt. Fyr eða síða verð eg að fara heim og taka því, sem að höndum ber«, sagði hann lágt eins og við sjálfan sig. Eg verð að taka afleiðingunum af því, sem eg . .. .« hann þagnaði allt í einu. »Afleiðingunum af því, sem þér hafið framið«, greip Giles fram í sigri hrósandn »Og þér vitið eflaust, hvers konar afleið- ingar það verða«. »Bg veit það.« Elsa hafði nú klifrað eins hátt og hún gat upp í klettana. Það var hart aðgöngu fyrir fætur hennar að stíga á hrufóttar og hvassar klettasnasirnar; en hún gaf ÞV1 engan gaum. Hún gleymdi sársaukanum fyrir ákafa sínum og eftirvæntingu. Þad var skip á leiðinni. Segl blikuðu á hafinu. Loksins — loksins! Hve mikilvægt vai’ þetta ekki fyrir hana! Skipið, það var frels- ið sjálft eftir þessa löngu útlegð. Skipið mundi flytja hana inn í heiminn á ný, heim til ættingja og vina er nú syrgðu hana og töldu hana dauða, — flytja hana heim aftur til lífsins, þess lífs, er hún unni og hafði lært að njóta til skemtana, gleði og’ ánægju og alls þess, er heimurinn gat boð- ið henni. Einveran og útlegðin var á enda- Hún var frjáls! Hún hnipraði sig saman á klettasnos einni í brennandi sólskininu. Hún skyggði hönd fyrir augu og starði með þrá og eft- irvæntingu eftir frelsinu, sem var á leið- inni yfir hið víðáttumikla haf. Nú sá hún það — hún sá segl, hvítt eins og máfsvæng. Það blikaði í sólskin- inu. Það var enginn vafi á, að þetta var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.