Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 104 c Sefi'l- Öðruhvoru hvarf það, en kom þeg- ar » ljós á ný. Skyldi það nú fjarlægast á ný og hyerfa, skyldi það nú fara fram hjá langt Ur>dan landi — án þess að sjómennirnir hefðu hugmynd um, hvað þeir myndu hafa fundið .1 þessari afskekktu ey? Hve lengi ^un lá þarna hafði hún enga hugmynd Urn. Hún tók ekkert eftir því, að sólin skein miskunnarlaust í bert höfuðið á ^enni. Augu hennar logsviðu, en þrá henn- ar var enn þá sárari, eftirvænting, óviss- an og kvíðinn, sem gagntók huga hennar. ®n seglið smá stækkaði og varð greini- ^egra. Skipið nálgaðist, á því var enginn vafi. Giles klifraði upp á klettana til henn- ar °g staðnæmdist við hliðina á henni og skygndi hönd yfir augu. >:>Geturðu séo það — sérðu seglið?« hvísl- aði hún, eins og hún væri hrædd um, að £>að myndi hverfa, ef hún talaði hærra. ^Það hefir stækkað, meðan ég sat hérna. færist nær. Sérðu það ekki, Giles?« »Jú, ég sé það greinilega,« sagði hann. ^Það færist nær og nær — ég er sann- feerður um að það nálgast.« >:>Heldurðu, að það verði komið fyrir ^yrkrið? Mér finst það fara svo hægt, Sv° voðalega hægt,« mælti hún. >;,Já, það hlýtur það að gera. Ekki trúi eg Öðru,« svaraði hann. »Það er enginn 'afi á, að þeir stefna hingað til eyjarinn- ar> hvað ættu þeir annars að vera að gera a Þessum slóðum? Þetta er seinasti dag- Ur'inn okkar hér á eynni, Elsa. Þetta er seinasti dagurinn okkar — Guði sé lof! Vö fi'etum kveikt bál eða dregið upp eitt- hvað hvítt, svo að þeir sjái það. Hvern skollann er Belmont að hugsa, að hann skuli ekki þegar vera búinn að þessuk >:>Giles,« sagði Elsa og leit framan í hann. ^Giles, — það er dálítið, sem ég hefi ver- >ð að hugsa um —«. >:>Nú, hvað er það?« »Ég hefi verið að hugsa um — um licmn, Giles.« »Um hann?« Effington lávarður glápti á hana. »Um þann Ix>rpara, þann glæpa- þrjót. Hvað á það að þýða, að þú ert að hugsa um hann? Við hvað áttu, eiginlega?« »Ég hefi verið að hugsa um, að sama skipið, sem færir okkur frelsi, það færir honum, ef til vill dauðann — eða það sem er enn verra. Hugsaðu þér, hvað þetta skip er fyrir hann!« »Já, það er óneitanlega nokkuð á ann- veg fyrir honum en okkur,« mælti hann. »Okkur færir skipið frelsi, honum það gagnstæða — honum skepnunni þeirri arna, morðingja-þorparanum!« »Er það ekki hræðilegt að hugsa til þess, Giles,« bætti hún við dálítið hikandi. Og það fór hrollur um hana. »Giles, mér finnst það voðaleg tilhugsun, alveg óbærileg.« »Já; fyrir hann.« »Giles —- gætum við ekki — ég á við, gætum við ekki — þú og ég — gleymt því að .....« Hún leit allt í einu framan í hann, »gætum við ekki gleymt ....« »Gleymt hverju?« spurði hann. »Ég skil ekki, við hvað þú átt!«. »Gætum við ekki gleymt, hvað hann heit- ir — hvað hann eiginlega er?« Hún lyfti hendinni og snerti handlegginn á Giles. »Hann hefir þó ekki gert okkur neitt illt, það verðum við að játa hreinskilnislega, og þótt það hafi verið voðalegt að hafa hann hérna, hefir hann þó ekki gert neitt á okkar hluta. Eiginlega kemur okkur for- tíð hans ekkert við. Og við þurfum ekki að krefja hann reikningsskila fyrir það, sem hann hefir gert. Hann hefir á viss- an hátt hjálpað okkur af fremsta megni. Hann hefir gert okkur dvölina hérna bæri- legri, heldur en hún hefði orðið ella. Það hefir hann þó gert, Giles!«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.