Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 4
2 HEIMILISBLAÐIÐ lengra, hœrra, hærra — meS forsjá þó, hægS og réttu lagi, — alt auðvitað frá minu sjónar- miði. Eg segi ekki, þori ekki að segja, að mitt sjónarmið sé hið eina rétta í þessu efni eða öðru, en eg fullyrði, að eg segi eins og mér fyrir mitt leyti finst bezt og sýnist réttast. — Og þessa vil eg fá að njóta á þann hátt, að orð mín eða tilraun verði tekin til greina eins og hægt er, og samrýmast má beztu til- finningu og sönnustu vitund þeirra, sem heyra. Við erum nýbúnir að halda „heilög jól“, og vonandi hafa þau verið flestum gleðileg, helzt hverjum einum, heima hjá sjer og sínum. — En nú er líka skammdegi, já, hæsta skamm- degi vetrar, og flest fegurð jarðar liggur nú fölnuð og dáin fyrir myrkri og kulda vetrarins, á gömlu ári, sem komið er að kvöldi, — En bráðlega væntum við nýs árs með hækkandi sól og birtandi og hlýnandi dögum, þar tíl vet- urinn endar með vori og sumri, og alt hið fölnaða og dána í náttúrunni blómgast og lifn- ar aftur, og „hin bleilia jörð sig býr í skrúð.“ Margur mun nú líta svo á, að ástandið, eink- um andlega ástandið hjá þjóðinni okkar, hafi verið, og sé enn, að mörgu leyli svipað skamm- deginu, sem nú stendur yfir. — Og þetta vetr- árskammdegis ásigkomulag nær yfir og inn í líklega hverja sýslu og sveit, og inn í instu fylgsni alt of margra manns sálna nær og fjær og gerir mannlífið að niörgu leyti svo ömur- lega vetrarlegt, svo dauðans kalt og skuggalegt, og þar er svo ógnarmargt blómið, feyki-mörg fegurðin og farsældin fölnuð, dáin og horfin. Það vantar trú, fasta, sterka og lifandi trú og traust, og það vantar verulega von, þol- góða, þrautseiga og stöðuga von til alfullkom- ins guðs. — Þess vegna er svo skelfing dymt og dauflegt yfir sálar- og líkamslífi svo margra, og svo margt lendir í blindandi og blekkjandi fálmi. — Og það vantar kœrleika, einlægan, hugheilan, hjartgróinn og starfandi kærleika til hins algóða og meðsystkinanna, kærleika, sem einhverju vill fórna, eitthvað á sig leggja fyrir málefni guðs og manna, og þessvegna er svo dauðans kalt, litlaust og líflaust, ylmlaust og gagnslaust, ánægjulaust og gleðisnautt svo margt og mikið í sálar- og líkamslífi svo margra — það hefur lengstum, líklega altaf, og er ennþá andlegt vetrarskammdegi með myrkri magnlausr- ar trúar og kulda kærleiksleysis í og yfir lífi þessarar þjóðar, og fáar hefur hún átt trúar- og kærleikshetjurnar, er svo eiga skilið að nefn- ast, enda þótt nóg, já, meira en nóg hafi hér altaf verið af trúarstagli og kærleikshjali í munni manna. Og enn erekkiliðiðhjágamlaárlítilmensk- unnaroghins an'dlega óárans hér á landi — sem altaf hefir verið mikið af hér frá upphafi. En Vbnandi er þó nú farið að líða drjúgum á þetta gamla óár, og bráðum von á betra ný- ári í þjóðlífi voru með hækkandi sól, og birt- andi og hlýnandi dögum, alt til blessunarríks sumars. — Ög þessa nýársvon niegum við byggja á því, að aldrei hefur þörfin á betri dögum verið ljósari, og þráin eftir and- legu Ijósi og andlegum hita verið heitari, en nú í hugum og hjörtum almennings. Því að það sýnir öll saga, að þegar þörf þjóðanna er orð- in þeim skýr og glögg, og þráin sár og heit, og eftirvænting hjálparinnar sterk og almenn, þá hefur hjálpin oftast verið nærri. — Auð- vitað eru sumir svo þreyttir og þjakaðir af hinu andlega vetrarskammdegi hér á landi, að þeir sjá engan enda myrkursins og kuldans, nema þá helzt útidauða þessarar þjóðar, enda þótt þeir sjái þörfina og þrái hjálp- ina. — Þeir eru orðnir svartsýnir og stirðn- aðir upp af myrkri og kulda skammdegisins. Og þetta eru oft beztu og viðkvæmustu menn- irnir. Vonbrigðin hafa farið svona með þá. — En hinir eru þó margfalt fleiri, og þeim fer fjölgandi, sem vona og vona að umbóta- þörfin og frelsunarþráin verði uppfylt vonum bráðar. Og flestum hefur þá orðið fyrir, að tengja þessa von við Krist; og það munu líka allir gera að lokum, þegar alt annað er reynt til ónýtis — vegið og ljettvægt fundið. Og út af þeirri almennu þörf og þrá, og í þessari endurreisnar- og endurlausnarvon, er nú meðal annars Ungmennafélagsskapurinn stofnaður hér á landi sem annarsstaðar, til þess að gera enda á gamla ári hverskonar vesaldóms og óheilla, en innleiða nýár hverskyns framfara og heilla — nýár andlegs ljóss og hlýju, til nýs og far- sælla sálar- og líkamslífs einstaklinganna og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.