Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 5 plönguhringurinn. (Eftir Th. Grisinger). (Framh.) Jakob Arlington stóð sem þrumu lostinn við þessa móttöku, og óafvitandi leituðu augu hans að hendi hennar. Það var lítill hringur, sem hann leitaði að, hringur móður hans heit- innar; en leit hans var árangurslaus; hann sá ekki hringinn á hendi stúlkunnar. Óþægileg þögn varð, er lil allrar hamingju var rofin við að hr. Leigh kom inn, og er hann hafði heilsað þeim alúðlega, byrjaði hann að ræða, eða réttara sagt, spyrja hinn fyrrverandi fósturson sinn margra spurninga, er hann þó svaraði mjög stuttlega. „Jæja, svo þú hefir þá haft ofan af fyrir þér í New-Jork?“ sagði hann loksins, fyllilega sannfærður um, að Jakob hefði liðið illa, þar eð hann svaraði svo stuttlega. „Hvers vegna hefur þú ekki komið þér fyrir uppí sveitinni? Þú hafðir gott vit á sveitabúskap“. „Já, jeg kaus nú heldur New-Jork“, svar- aði Jakob, og ofurlítið bros lék um varir hans. Skömmu siðar kom ungur maður, sem öll fjölskyldan fagnaði hjartanlega; var Jakob sagt, að hann héti Carl Broad, en þar eð aðkomu- maður fór þegar að tala við Elísu, notaði frú Leigh tækifærið til að hvísla að Jakob hver þessi maður væri. „Hann er einkasonur mjög velmegandi foreldra“, sagði hún, „og sjálfur hefir hann ekki dregið sér svo lítið saman; jafn áreiðanlegur ungur maður er ekki til“. „Óg ungfrú Elísu“, greip Jakob fram í, „virð- ist geðjasí vel að honum“. „Hann er ágætt mannsefni“, hélt frú Leigh áfram brosandi, „og þegar hann hefir fengið stöðu þá, sem hann nú sækir um, þá . . . .“ „Þá hafið þér ekki neitt á móti því að fá hann fyrir tengdason“, hélt Jakob áfram, „leyf- ist mér að óska til hamingju?“ Með þessum orðum stóð Jakob upp, tók hatt sinn og bjóst til ferðar þótt mjög væri á- liðið dags. Hr. Leigh vildi ekki að Jakob færi, en kvað hann yrði að vera um nóttin á gamla heimilinu sinu, og varð svo að vera. Morgunin eftir fór Jakob snemma á fætur og gekk niður í garðinn, en þegar hann heygði inn í trjágöng nokkur, þar sem hann oft hafði eytt mörgum ánægjustundum hjá Elísu, kom hún á móti honum. „Jeg hef beðið yðar hér“, mælti hún, „af því að jeg bjóst við, að þér mynduð koma hing- að, og af þvi að jeg vildi gjarnan tala nokkur orð við yður“. „Talið, Elísa, eg hlusta,“ svaraði Jakob alvarlega. „Mér virtist í gær,“ hélt hún áfram feimn- islaust, „eins og þér hefðuð enn ekki gleymt æskudraumunum, sem okkur dreymdi saman fyrrum, og þó var sá draumur einungis harna- brek. Eg hefi að minsta kosti ekki álitið hann annað eða meira. Og eg vona að þér verði5 svo skynamsmur, að álíta á sama veg og eg. Framh. leonardo da ÍinGi. Leonardo da Vinci var fæddur 1452 í sveita- þorpinu Vinci í Arno-dalnum, skamt frá Flor- ens. Hann var launsonur Piero da Vinci, stjórn- arritara í Florens, er hann átti við bóndadólt- ur einni, Katarine að nafni; en hann ólst upp á heimili föður síns. Hann naut kenslu í öll- um aðalfræðigreinum þess tíma, og tók brátfc miklum framförum. List-hæfileikar hans komu brátt í Ijós, og var honurn því komið til náms, er hann var 14 ára að aldri, hjá hinum fræga málara og myndhöggvara Andrea del Verrocchin í Florens. Leonardo var mjög marghæfur. Auk hinn- ar sterku tilhneigingar hans til hinna skapandi lista, málaralistar og höggmyndasmíði, var liann injög vel að sér í skáldskap, söng og hljóðfæra- slætti, stærðfræði, eðlisfræði o. fl. Hann var maður mjög athugull, og lagði mikla stund á að kynna sér útlit manna og líkamsbyggingu, enda taldi hann það nauðsynlegt öllum málur- um og myndhöggvurum. Sjálfur teiknaði hann 1494 a. m. k. 235 líkamsfræðimyndir. IJann gaf út handa lærisveinum sinum hið fræga rit

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.