Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 3 þjóðarinnar allrar. — Og flestir hafa kosið Krist fyrir aðalgrundvöll þessa félagsskapar. Það má lika reiða sig á, að enginn annar grundvöllur dugir til lengdar. — En ]>að má lika reiða sig á, að ekki stendur á sama, hvern- ig eða úr hverju bygt er ofan á þennan grund- völl. Það verður að vera samboðið þeim og sama eðlis og hann, ef það á að standa og duga sem hgnn sjálfur. Alt, sem við hann er kent og á honum skal byggja til frambúðar og varanlegrar, verulegrar blessunar, verður því að vera í samræmi við þá trú og von, og þann kærleika til guðs og manna, sem hann sjálfur lifði í og dó. Með öðrum: Það eitt og alt verður að gerast, sem ætla má, að sjálfur Krist- ur hefði viljað gera og gera láta, og einnig fara svo að bverju einu, að hugsa megi og segja: „Svona mundi hann hafa farið að“. — Þetta kann ykkur að þykja nokkuð strembið og niðurdragandi. En meining mín er ekki svo strembin eða einstrengingsleg sem sýnast kann. Því með þessu vil eg fæst útiloka af því, sem Ungmennafélögin hafa lagt fyrir sig. Eg er viss um, að Kristur, grundvöllur fé- lagsskapar ykkar, hefði vel getað, og getur enn með velþóknun horft á flesta þá Ieiki, íþróttir og listir, sem þið viljið æfa o. s. frv. En ekki hefði hann lagt aðaláherzluna á tamning og í- þrótt líkamans, heldur sálarinnar og andans og breytninnár til náungans til orða og athafna. F'yrst af öllu hefði hann snúið sjer að hugar- farinu og hjartalaginu, og heimtað glímulist og fimleik, stæling og þol gegn hinu misjafna í fari manns og kapp og þrautseygju í hinu góða. Og hann hefði svo bent á daglega lífið, bæði heima og heiman, sem ríkulegt viðfangsefni til andlegra æfinga, jafnhliða hinum líkamlegu. Og næst sjálfum manni hefði hann eflaust bent Ungmennafélögunum á heimili hans, á föður og móður, systur og bróður, og samþjóna og sagt: „Hér er aðalæfingasvið þitt til andlegrar og b'kamlegrar hreysti og atgerfi, og til líkamlegr- ar og andlegrar velferðar. Hér átt þú að vera fjós og ilur og líf og gera heimili þitt að björt- um sólskynsbletti og friðsælum griðastað fyrir t'S °g þína. Þar hefur þú nóg viðfangsefni til dygða æfinga í sambandi þínu við nágranna þína, og yfir höfuð í samlífi og viðskiftum þín- um við náungann nær og fjær. — Fyrst af öllu áttu að glíma við sjálfan þig, við illar eða óhollar hvatir þínar, það er erfiðasta og vanda- mesta glíman. Og síðan við hin önnur við- fangsefni lifsins, sem verða viðráðanlegri, ef maður lærir fyrst að glima við og sigra sjálf- an sig, annars ræður þú varla við neitt, og af- rekar lítið eðá ekkert til viðreisnar landi og lýð, jafnvel þó þetta sé hjartans ósk þín. En sjálfs glímuna muntu vinna, og þá lika flest- ar aðrar lifsins glímur, og hljóta sigurskjöld því aðeins, að þú hafir trú og von og elsku, sem mark sé að, til guðs þíns og þíns eigin góða málefnis — á hinni fögru hugsjón félagsskapar þíns — annars ekki“. — Eitthvað á þessa Ieið mundi nú Kristur tala við svona tækifæri, og enda með því að segja: „Fylgið mér — trúið, vonið og elskið eins og eg“. Auðvitað á þetta við alla án undantekningar, en sérlega þó við félög og félaga, sem kenna sig við jafn háar og fagrar hugsjónir og jafn góðan og göf- ugan tilgang, eins og Ungmennafélögin gera, og tjá sig lifa og starfa á grundvellinum Jesú Kristi. Og þó einkannlegast af þeirri ástæðu, að þessi félög eru stofnuð og skipuð af unglingum og æskumönnum. — Ungdómslífinu er oft Iíkt við árdag og vor. — I ungdómslífinu á að fel- ast visir og neisti til sumars og sólar í lífi Iýðs og lands. Þetta eiga allir unglingar að vera og gera, og þá ekki sízt Ungmennafélags-ung- menni. Þér eigið hver einn að vera eins og einn geisii frá þessari sól hins andlega nýárs, sem vér allir þráum og væntum. Og til sam- ans eigið þér, eins og náttúrusólin, að gera dag- ana bjartari og lengri og skapa andlegt vor og sumar í lífi þess félags alls, sem þjer lifið í, fyrst í heimilislífinu, þar næst í nágrenni og heimasveit, og siðan viðar og víðar út, eftirþví, sem góðu áhrifin ykkar geta náð til. Eg kem núna frá því raunaverki, að jarða efniiegt, elskulegt smábarn. Sorg og söknuður foreldranna var eðlilega sár og mikill. — Aumingja foreldrarnir áttu ógn- arlega bágt að sjá af þessu heittelskaða barni á þennan hátt. En þetta minnir okkur öll á, að við erum líka öll elskuð börn lífs eða lið-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.