Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 10
8 HEIMILISBLAÐIÐ neglurnar vel og svo oft sem hægt er (einna bezt að nota grænsápu), bera síðau á ]rær „glyserín-spíritus“ eftirhvern þvott, bera á hend- urnar votar, strjúka þær vel og þerra þær síð- an, gæta þess, aö hreinsa hendurnar sérlega vel á kviildin, bera vel á þær, og sofa með þunna baðmullarvetlinga. ikuggsjá. Homöópata-spítali mikill er nýlega. reistur í Kanpmannahöfn, er það stór og vegleg bygg- ing og heitir „Skandinaviens homöopatiske Hos- pital “. Til þessa tíma hafa loftförin haft rúm fyr- ir 2—3 farþega. Nú er myndað loftskipa- félag á Ungverjalandi, sem ætlar að reyna að nota loftskip til manntlutninga. Sveif eitt slíkt reynsluskip þess féiags í loft upp í vetur, og hepnaðist ferðin vel. Það tókst 600 fet í loít upp á hálftíma og hafði 4 menn innanborðs auk stýrimanns. Tnn í miðju Frakklandi, í fagurri og frjó- samri sveit, hata nokkrir menn safnast saman og reist bygð sína. Er það mark þeirra, að sníða lifnaðarháttu sína sem mest eftir háttum Förn-Grikkja. Þeir dvelja lengst úti í hinu heil- næma loftslagi, sniða klæði og skófatnaö sinn sjálfir, yrkja jarðirnar og æfa íþróttir, svo sem gerðu hinir fornu Grikkir. Fyrst gerði almenn- ingur gys að þeim fyrir þessa „sérvizku“, en nú sendir sama fólkið syni sína og dætur í skóla til þeirra. Læknasamkunda, sem haldin var nýlega í Parísarhorg, komst að þeirri gleðilegu niður- urstöðu, að brjósttæring væri í rénun í Evrópu. Þetta er auðvitað mest að þakka heilsu- hælunum. Þau hafa, auk þess að taka að sér sjúklinga, útbreitt þekkingu á berklaveikinni, og vakið fólk til meiri árvekni. Þegar menn hafa lært að fara varlega með hráka sína og hafa heilnæmt loft i húsum sínum, þá vinna menn í samræmi við heilsuhælin. Þegar allir takast í hendur um að notfæra sér reglur heilsuhæl- anna, þá smárírnar berklaveikin, unz hún hverfur. Vilja ekki allir taka þátt í þessari viðleitni'? SjSa III ars, | Keykjavlk 1 janúar 1 1914. Heimilisblaðið stækkar í broti um þessi ára- mót. Ein ástæðan til þessa er sú, að nýi haus- inn, sém blaðið gefur nú lesendum sínum að líta, og einn vina minna skeinkti blaðinu, var of stór fyrir hið fvrra brot blaðsins, en enginn tími til að senda hann utan aftur til leiðrétting- ar, og mun eg láta blaðið birtast í þessari stærð framvegis. En þar eð eg auk stækkunarinnar mun vanda allan ytri frágang þess, meir en hingað til, verð eg að hækka verð þess upp í I. króilll fyrir alla skilvísa kaupendur. Er blaðið eftir sem áður lcmg-ndýrasta blaðið á landinu. Og eg er þess fullviss, að vinum blaðsins mis- líkar ekki þessi breyting, og vona, að það njóti framvegis sömu vinsælda sem bingað til. Reglan er svo þessi: Borga blaðið við móttöku 1. tölublaðs þess. Að endingu óska jeg svo öllum lesendum Heimilisblaðsins árs og friðar i Drottins nafni. IJtgefandinn., Tvær prentvillur hafa slæðst inn í kvæðið „Móð- irin úti við_ sæinn“ eftir Jón slcáid Runólfsson í síð- astu tbl. I 2 1. 1. v stendur „við bnrminn sé hlýtt" les: við barm rninn sé hlýtt, og í 3. 12. v.: „rít'st við blidliríðarmátt11 les : rífst, við blindhríðaraxátt. Gleymst hefur nð leiði'étta prentviltu í kvæðinu „Eftirtektarvcrð lifsskoðun" í júliblaðinu í sumar, bls. 49, 3. v, 7. 1. a. n.: „Sjálfsumhyggjan eftir orku“ les: Sjálfsumbyggjan ef/ir orku. SKINFAXI, 16 síður á mánuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði", eftir ir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri. Jónan Jónasson frá Hriflu. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Jón HeUjason prentari. Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.