Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 8
6 HEIMILISBLAÐIÐ sitt um málaralist „Trattato della pittura“; þar ieggur hann mikla áherzlu á, hve nauSsynlegt -sé að nema af náttúrurmi sjálfri. Hinn nákvæmi fínleiki í list hans, og vald hans yfir hinum mest samsettu hreyfingum, kem- ur strags í Ijós á íyrstu mynd hans, mynd af krjúpandi engli, er hann málaði vinstra megin á mynd kennara síns, Verocchinos, af skírn Krists, og framleiðir hann þar fyrst og notar •myndbfæ þann, er kallaður hefur verið Clairobs- curet (hið gagnsæa hálfrökkur), sem mjög var notaður eftir hann næstu 800 árin, og að -nokkru þann dag í dag. Það veitir myndum hans þá blíðu og yndisleik, sem einkennir svo margar myndir hans. Á næsta málverki hans, „Tilbeiðsla kon- unganna", er höfuðmyndin, María með barnið, gerð mjög hrífandi, sömuleiðis sýnir það glögt, hve hinir fullorðnu — konungarnir og fylgdar- lið þeirra, sem standa fullir lotningar skamt frá — eru hrifnir, er þeir sjá barnið nýfædda. Svipbrygði og hreyfingar eru á því, sem öðrum listaverkum hans, svo eðlilegir, að undrun sæt- ir, samanborið við aðra listamenn samtíðar- innar. Eftir áskorun frá Lorenzo af Medici fór Leonardo til Milano um 1482, að sögn með- fram til þess að færa hertoganum, Ludvico Sforza (sem kallaður var il Morv), dýrmætan luth*, sem líkindi er til að verið hafi eftir Leo- nardo sjálfan. Við hirð hertogans dvaldi hann þar til Sforza var handtekinn af Frökkum árið 1499. Aðalverk hans sem málara frá þeim tíma, -er „stofnun kvöldmáltíðarinnar", á gafli borð- -salsins í klaustrinu Santa María della Grazia. Þvi miður er þessi heimsfræga mynd, sem er nær 9 metra löng og 4^2 metri á hæð, mjög tnikið skemd af vætu, vanhirðu og „endurbót- um“(!) síðari tíma**, svo hún gefur tiltölulega litla hugmynd um hvað hún var í upphafi. Af grúa eftirgerðra mynda, sem enga hugmynd gefa um upprunalegt gildi hennar; er hún þekt víðs- vegar um allan heim. * Hljóðlæri, sem mikið var notað á miðöldunum. ** Það lá nærri, að hún væri eyðilögð 50 árum eftir að hún var máluð. Slíkar kvöldmáltíðarmyndir voru oft mál- aðar í borðsölum klaustranna, og var á þeim mörgum svikarinn Iátinn sitja einn við aðra hlið borðsins, til þess að greina hann sem bezt frá hinum. Þessa venju brýtur Leonardo sem svo margar aðrar; hann Iætur Júdas sitja meðal hinna postulanna — til hægri handar Kristi; með því varð niðurröðunin eðlilegri. Vér sjáum á myndinni, hvernig orð Krists: „Einn yðar mun svíkja mig“, vekur ókyrð og forvitni hjá lærisveinunum. Til þess að láta persón- urnar samsvara rúminu, hefir hann gert þær stærri en þær eru í raun og veru, svo þeir virðist varla hafa allir rúm við borðið, ef þeir settust niður. Meðan Leonardo dvaldi í Milanó, málaði hann altaristötlu með mynd af Maríu mey með hinn litla Jóhannes, og engil með smábarnið Jesú, við læk einn. Mynd þessi er nefnd María meðal klettanna“ (La Vierge aux rochers). Á þessari mynd Leonardos er baksýnið, eins og á mörgum öðrum myndum hans, hrikalegt kletta- landslag, er sést undir boga á klettabrú, af nátt- úrunni gerðri. Með litbrigðunum, hinum hálf- gagnsæu skuggum undir klettum og birtunni yfir landslaginu bak við brúna, eykst og þó skírist fjarlægðin, en með svörtu klettunum sem grunni veitir hann mannamyndunum þann kraft og skírleik, að slíks eru varla dæmi hjá öðrum. A þessu tímabili gerði Leonardo frummynd að risavaxinni riddara-standmynd af hertogan- um Fransesco Sforza, sem þvi miður eyðilagð- ist í ófriði við Frakka. Jafnframt starfaði hann sem húsameistari við byggingu dómkirkjunnar j Mílano, og sem mannvirkjafræðingur við skipa- skurði o. H. Eftir fall Sforza dvelar hann stuttan tíma í Venedig, en um 1502—’3 er Iiann í þjónustu Cesare Borgia, sem hervirkja-fræð- ingur, enda mun hann hafa verið fenginn til þess að athuga ýms varnar-virki á Italíu. Cesare Borgia felur þannig á hendur „vorum heittelsk- aða hirð-byggingarmeista og yfir-mannvirkjatræð- ingi Leonardo da Vinci, að athuga varnarvirki borga og kastala ríkisins“. Leonardo er aftur í Florens 1503—’6 og keppir þar við Michael-Angelo með málverk til ráðhússins. Myndum beggja er mjög hrósað,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.