Heimilisblaðið - 01.07.1914, Síða 10
56
HEIMILISBLAÐIÐ
Undan orustunni við Isthib, urðu Serbar
þess varir, að fjandmenn þeirra notuðu einkenni-
lega aðferð við njósnir sínar.
Kúasmali var með fimm kýr á beit á hœð
nokkurri, miðsvegar milli herbúðanua.
Margoít um daginn rak hann kýrnar niður
hæðina, ýmist eina eða tvær, og stundum íleiri.
A þann hátt gaf hann Búlgurum stöðugt merki
um afstöðu fjandmannanna.
Igngið.
Þessi fallega þjóðsaga er til um lyngið:
Þegar Guð hafði lokið sköpun skóganna,
plantnanna, jurtanna og blómanna, bauð hann
þeim að taka sér stöðu þar, sem þau kysu helzt
að eiga sér ból, og þau tóku sér öll bólfestu.
Pálminn lagði leið sina suður í lönd, í sólina
og veðurblíðuna. Furan þrammáði upp á hálsa
og hæðir og greri þar há og tiguleg. Birkið
skreið fram á bakkana og brekkurnar og önnur
lauftré á eftir. í stuttu máli: hver tegund sett-
ist þar að, sem henni þótti hagfeldast. En gras-
ið og blómin þöktu jörðina hvarvetna.
Að lokum var lyngið eitt eftir. Það stóð
og var hugsi. „Nú, nú, hvers vegna fer þú
ekki líka?“ ávarpaði Guð lyngið.
„Ó, herra, reiðstu mér ekki“, mælti lyng-
ið, „eg ætlaði aðeins að biða og sjá, hvort eng-
in staður yrði eftir, þar sem ekkert hinna vildi
festa sér ból, og nú sé eg langt, langt norður
frá nakta kletta og gróðurlausar heiðar. Má
eg fara þangað? Mig fýsir að fara þangað
og vera þar, og búa til jarðveg þar, ef ske
kynni, að seinna meir vildi koma þangað blóm
og jurtir og gróa þar“. Og Guði þótti þetta
fögur hugsun, og félst á hana. Og hann laut
niður að lynginu, kysti það og mælti: „Gakk
leið þína og njóttu blessunar!“
Og jafn snemma og Guð kysti lyngið, uxu
angandi, fögru, rauðu smáblómin á kvistum
þess og kræklum. Og lyngið hélt leiðar sinn-
ar, glatt og fagnandi, til þess að klæða nakta
kletta og gróðurlausar heiðar, og búa jarðveg-
inn undir komu blómanna og jurtanna.
ikritlur.
Bankagjaldkeri einn í Ameríku heimsótti eitt
sinn nafnkunnan málafærslumann og tjáði hon-
um, að i skúffu bankans vantaði 50,000 dali,
sem hann yrði að standa skil á, en fénu væri
hann búinn að eyða. Enn vissi þó bankastjórn-
in ekkert um þetta. Spurði hann málafærslu-
manninn ráða.
„Farið og stelið 50,000 dölum úr skúffunni
í viðbót“, mælti málafærslumaðurinn.
Gjaldkeranum þótti þetta kynlegt ráð, en
lfiýddi þó, fór og stal 50,000 dölum i viðbót.
Þá skrifaði málafærslumaðurinn bankastjórn-
inni og tjáði henni, að einn starfsmaður bank-
ans hefði stolið 100,000 dölum úr skúffu bank-
ans, eu nú vildu venslamenn hans leggja fram
helming fjárins gegn því að málið væri látið
falla niður. Bankastjórnin tók þessu boði frem-
ur en að fara að leggja út í málaflækjur og fá
kanske aldrei neitt.
A. : - Getið þér ekki gefið mér örugt ráð gegn
mýbiti ?
B. : Jú, dveljið þá bara aldrei á þeim stöð-
um, þar sem mý er.
Þernan: Karl! sækið þér fljótt vatn, frú-
in .hefir fallið í yfirlið.
. Karl: Æ, hvert á það að vera þvottavatn
drykkjarvatn, munnvatn, augnavatn, sódavatn
eða — — —.
Barnablaðið „Æskan“ kemur út i Reykja-
vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess
sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20.
Útg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson.
SKINFAXI, 16 siður á mánuði. Flytur
myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvis-
um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eft-
ir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Jón Helganon prentari
Félagsprentamiðjan.