Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Qupperneq 6
60 HEIMILISBL AÐIÐ an. Hún þekti Kristínu nú svo vol, að hún vissi að betri konu mundi vart vera að finna; hún taldi hana vel þess verða að verða kona einkasonar sins, og til þess þarf þó töluvert. Hún bjóst við á hverjum degi að frétta trúlof- un þeirra, enda hefði engan undrað það, sem veitt hafði því eftirtekt, hvað Níels fylgdi Krist- inu með augunum hvert sem hún fór. Þannig var það ekki með Kristínu, en gamla frúin hélt það væri bara af feimni, því hverjum gat annað en litist vel á Niels. En dagarnir liðu án þess að hún gæti upp- götvað nokkuð slíkt, og burtfarartími Nielsar var kominn. „Þú ert svo fölur, drengur minn“, sagði gamla frúin, „það er líka leiðinlegt að missa þig, en þú kemur nú heim þegar þú getur. — Það er hræðilegt að sjá hvernig þú lítur út, leiðist þér svona i raun og veru að verða að fara frá görnlu rnömmu?" „Æ, það er ekki neitt?“ svaraði Níels, „en nú má eg ekki biða lengur, nú verð eg að fara af stað.“ „Já, tíminn Iíður . . . en hvar er Kristín ?“ Það er undarlegt að hún skuli ekki vera hérna til þess að kveðja þig. Hvar skyldi hún vera?“ „Jeg veit það ekki, . . . eg talaði við hana áðan,“ svaraði Níels hálf órólegur, „en þú verð- ur að bera henni kveðju mina. Eg má ekki bíða lengur. “ Gamla frúin horfði undrandi á hann. „Já“, svaraði hún dræmt, „það verður svo að vera, en hún sá vel að eitthvað gekk að Níels. „Það hefir eitthvað komið fyrir hann“, sagði hún við sjálfa sig, „annars mundi hann aldrei hafa farið án þess að kveðja Kristínu.“ Hún lét þó ekki á neinu bera, og fylgdi honum út að vagninum eins og hún var vön að gera, þegar hann fór burtu, en hið góða skap hans vantaði, í þess stað sá hún hann leggja af stað með társtokkin augu. Hún stóð og horfði á eftir honum meðan sást til vagns- ins. Svo andvarpaði hún mæðilega og sagði: Nú verð eg að finna Kristinu.“ Hún gekk í gegnum húsið án þess að finna hana; siðan gekk hún út í garðinn, að bekk, sem Kristín var oft vön að sitja á. Þar sat hún líka og grúfði andlitið í höndum sér. „Kristín!“ mælti gamla frúin. Kristín hrökk við, hún hafði auðsjáanlega ekki orðið vör komu heniiar. „Níels bað mig að bera þér kveðju sína, áður en hann fór.“ „Er hann farinn?“ Kristín leit upp, og þegar hún leit framan í gömlu frúna, fór hún að gráta ákaft, eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Gamla frúin settist við hlið hennar, og strauk hár hennar blíðlega. „Svona nú, telpan mín, segðu mér nú hvað amar að þér?“ „Ó, eg er svo hrygg,“ stundi Kristin upp með ekka. „Það er svo sárt að hryggja aðra, einkum þann, sem manni þykir vænt um, eins og mér um Níels. — En eg get þó ekki að því gert“. „Þú hefir þá neitað honum?“ Þess vegna var hann svo sorghitinn, vesliugs drengurinn minn! Og eg sem hélt að þér þætti svo vænt um hann.“ „Það þykir mér líka — aðeins á annan hátt.“ „Þér væri óhætt að treysta því, að Niels mundi bera þig á höndum sér, og með timan- um mundir þú vissulega elska hann.“ „Giftist eg Níels, drægi eg á tálar hæði hann og mig sjálfa. Hann er of góður til að eignast þá konu, sem ekki gæti endurgoldið ást hans, og það mundi eg aldrei geta“. „Hvers vegna ekki? Þú ert þó ekki bund- in neinum, og hefir því frjálsar hendur. Athug- aðu hvað vel þér mundi líða, og hve glaður sonur minn yrði. „Eg er bundin — eða réttara sagt tel mig bundna manni, sem mín vegna tókst ferð á hendur til þess að reyna að afla sér fjár, svo við gætum gift okkur. Eg býst að vísu ekki við að hann korni aftur. En þér skiljið vist vel, að eg get ekki giftst Níels, þegar hugur minn fylgir vini mínum hvar sem hann fer.“ „Já, Kristín litla, þá er öðru máli að gegna. En sorglegt er það. Sjálfa mig hugsa eg ekki svo mikið um, þótt eg væri farinn að gleðjast með sjálfri mér yfir því að sjá ykkur tvö

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.