Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1915, Page 3

Heimilisblaðið - 01.08.1915, Page 3
Reykjavík i ágúst 1915. 8. tbl. íslands=fdni. Eftir GUÐM. GUÐMUNDSSON. jjgœtfumenn. (Kaflar úr fyrirlestii eftir Þorst. Þórurinsson). Jslands-fáni! — Heill á himinboga! Heilagt táknið þjóðar-andans loga, ■sigurför um fold og tjósa voga frjálsrar þjóðar yfir svíf þú hátt! Hend oss, send oss styrk til Ijóssins starfa, styð oss, greið oss leið i röðul-átt! ■Ger oss stóra, stolta, hugumdjarfa, stœl þú viljans himinborinn mátt! Islands-fáni! — Fáni hárra vona, frœgðar-boði vorra dœtra’ og sona, — Islands sveinn og mey og karl og kona kœrleik við þig sverja landi’ og þjóð. Hrengskap, hreinleik hugans mjöll þín glœðir, hjartans elsku röðul-bálsins glóð, tjallablámans fegurð andann gœðir friði, gleði, mjúk sem vorsins tjóð. Jslands-fáni! Far um höfin eldi, fagur-viti góðs að morgrá' og kveldi! Tákn í framtið vertu’ um íslands veldi voldugt, sigur-glœst á efsta hún! ~~ Forna trygð með frœndum Norðurlanda festi' í blíðu’ og stríðu krossins rún! Gncef þú meðan stuðla-björgin standa stór og frjáls við heiða morgun-brún! [Niðurl ] Eg er samt sem áður alveg viss um það, að allur þorri unglinga hefir einlæga og sterka löngun til þess að verða nýtir og dugandi menn. Sú þrá er víst flestum meðfædd. Og það vant- ar ekki vit og gáfur, til að fullnægja þeirri þrá. Islendingar eru gáfumenn, yfirleitt. En eg held að það vanti mjög alment góða greind og fcstu í lundina. Námfýsi okkar hefir lengi verið við- brugðið, og fer hún ekki minkandi, og er það gleðilegur vottur um fullkomnunarþrá mannsins og löngun til að þekkja umheiminn, og það sem í honum er. En skyldi það ekki vera of- algengt, meðal okkar yngri manna, að við vilj- um fræðast og vita meira en við vitum, án þess að hafa gert okkur grein fyrir því, til hvers við ætlum að nota þann þekkingarauka og lær- dóm, som við t. d. sækjum til skólanna. Það eru alt of mörg dæmi þess, að ungir efnismenn hafa farið eitthvað til náms, og það- an horfið alveg frá heimilunum; orðið reikulir í ráði og óþreyjufullir og gengið svona í hönd ógæfunnar. Fyrir þetta hafa svo skólarnir feng- ið þann mikla óþokka hjá mörgum, sem kunn- ugt er, en er þó alveg ranglátt. Skólarnir eiga þar sjaldnast einir sök, heldur þeir er þannig hefir farið fyrir. Það er líka ótölulegur fjöldi ungra manna, sem glatað hafa framtíðarheill sinni og gæfu án þessa. Við þekkjum sjálf mörg dæmi þess, að menn hafa yfirgefið heimili sín hér í sveitunum til þess eins að breyta til, hafa viljað afla sér fjár i öðrum atvinnuvegum, helzt þá við sjóinn; unnið sér gnægð fjár á sumrin, annaðhvort í kaupavinnu í sveit, vegavinnu eða þá sjómensku;

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.