Heimilisblaðið - 01.01.1916, Page 8
6
HEIMILISBL AÐIÐ
Töframaður með uppréttan, stirðnaðan hand-
legg, langar og bognar neglur, sumar gengn-
ar gegnum lófann.
það eru alþektar iðkanir töframannanna. Slíkt
hið sama, að ganga með glóandi kolamola í
rnunni, og drgast áfram með fimmhundruð punda
þunga, bundinn við skrokk eða fætur. Og all-
torveld æfing hlýtur það að vera, að ganga með
krefta hnefa, unz hendin er orðin vansköpuð og
neglurnar vaxnar gegnum lófann og út um
handarbakið.
Sjálf-valin, algerð þögn er uppáhalds mein-
læting þessara sjálfsníðinga. Og þess eru dæmi
að töframaður, sem annars var vel máli farinn,
gekk svo árum skifti, án þess að mæla orð af
munni. En það eru líka til kátlegar sögur um
slíka „málleysingja“, sem skyndilega hafa þurft
að taka til málfæranna. Til dæmis er svo mælt
um einn, er komst í stælu við konu sína út af
fimm smákökum, sem hún hafði búið þeim til.
Þau gátu ekki orðið ásátt um það, hvernig þau
eettu að skifta í milli sín kökunum. Og loks
kom þeim saman um að ganga undir þagnar-
okið. Það sem fyr yrði til að rjúfa þögnina,
skyldi fá tvær kökur, en hitt þrjár. Þegar liðnir
voru nokkrir dagar og nágrannarnir höfðu ekk-
ert heyrt né séð til munksins né konu hans,
fóru þeir heim til þeirra til að vita hverju það
sætti. Þau lágu hæði í rúminu og virtust vera
dauð. Þau voru tekin og flutt á kostnað ríkis-
ins til líkbrenslustöðvarinnar, lögð þar á sinn
viðarköstinn hvort — og kveikt í. En þegar
logana fór að leggja um fætur munksins, þótti
honum nóg um og ráðlegast að gefast upp. Og
líkmennirnir urðu meira en litið óttaslegnir, er
þeir heyrðu hann alt í einu hrópa: „Jæja, ég
læt mér nægja tvær kökur!“ Og strax heyrð-
ist rödd konunnar frá hinum kestinum: „Eg hefi
þá unnið; fáið mér hinar þrjár!“
Það eru æfagamlar brellur lndversku mein-
lætamannanna, að láta kviksetja sig. Sögð
eru dæmi þess, að töframaður hafi raknað við
aftur eftir að hafa legið sex vikur í gröfinni.
Læknar neita því ekki, að menn geti lifað f
svo langvinnum dvala. En engin vísindaleg ráðn-
ing er enn fengin á þessu einkennilega dauða-
dái Indversku töframannanna.
Og yfirleitt hafa vísindin lítið fengist við
háttu og athafnir þessara dulrænu manna. En
það er í rauninni illa farið, því að það væri
afar-fróðlegt að fá ábyggiiegar úrlausnir á þeim
mörgu gátum, sem óneitanlega hjúpa líf þeirra.
Eftir þvi sem tímar líða, verða töframenn-
irnir æ færri og sjaldgæfari. Og ef til vill er
þess ekki Iangt að bíða, að þeir hverfi alveg úr
sögunni. Heimsmenningin hefir engaástæðu tit
syrgja þá. En ferðamennirnir munu injög:
sakna þeirra.
£. ál.
„jgjehr gieht!“
(Siðustu orð Goetlies).
I undirvitund álls sem til
er oy sálu geymir,
þar leikur eitthvert undraspil,
— þar eðli lifsins dreymir.
Og þó i sóldýrð sindri rós,
þá samt það hvislar: „Meira Iji5s/“'
það sjálfu sér ei gleymirl