Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Blaðsíða 14
12 HEIMILISBLAÐIÐ díns rná ekki móka, enda hefi ég meðtekið svar yðar". „Vissulega er hér rúm“, svaraði Sir Andrew. „Wulf, fylgdu honum til sængur, og áður en hann leggur á stað á morgun verð ég að tala við hann. Vertu sæll á meðan heilagi Nikulás11. Pilagrimurinn litaðis einu sinni en um, hneigði sig og fór. Þegar búið var að loka dyrunum, benti Sir Andrew Godvin að koma til sín og hvíslaði: „Þú verður á morgun að taka nokkra menn með þér, Godvin, og fylgja þessum Nikulás eftir til þess að vita, hvert hann fer eða hvað hann aðhefst, því ég treysti honum ekki, — nei, þvert á móti óttast ég bann mikið. Að vera boðberi þessa manns er einkennilegl starf fyrir kristinn mann. Og þó hann segi að líf sitt sé i veði, held ég satt að segja, að hann mundi stansa hér í Englandi, úr því hann er komin hingað heilu og höldnu, þar sem liver prestur getur leyst hann frá þeim eiði sem haun hefir verið neyddur til af vantrúuðum, et ekki lægi aunað bak við“. „Mundi hann ekki liafa stolið þessum dýr- gripum, væri hann óheiðarlegur maður. Þeir eru þó nokkurrar áhættu verðir. Eða hvað heldur þú Rósamunda ?“ „Jeg?“ Svaraði hún. „Jeg held, að það liggi meira bakvið alt þetta en nokkurt okkar dreymir um. Jeg held“, bælti hún við i ör- væntingarróm, „að heimili okkar verði fyrir heimsókn dauðans, og að hinn hvasseygði píla- grímur verði verkfæri hans. Hversu óskiljan- leg eru ekki þau forlög sem sveipa alt um- hverfis oss. Og sjá, nú kemur sverð Saladíns til þess að sundra þeim, og hönd hans til þess að draga mig burt frá minui friðsömu stöðu, til þeirrar tignar sem ég óska ekki eftir. Draum- ur Saladíns mun blandast saman við líf mitt, og arfur minn verður hin blóðuga stjórnarfars- styrjöld Sýrlands, og hin óendanlega barátta milli krossins og hálfmánans“. Hún snéri sér snögglega við og yfirgaf þá. Faðir hennar lét hana fara. „Hún hefir rétt að mæla“, sagði hann. „Það eru miklir viðburðir í aðsigi, og við munum öll taka þátt í þeim. Saladín soldán fer ekki af stað til einskis, er hann býr sig í hið mikla strið, er gera mun út um yfirráð Krists eða Múhameds. Rósamunda hefir rétt að mæla, hálfmánamerkið blikar á enni hennar, og við brjóst hennar hangir hið svarta krossmark, en umhverfis hana berjast trú og vantrú. Gott. Þó að ég lifi það ekki, munu þeir hlutir koma frain sem á- kveðnir eru, og þú Godvin og Wulf bróðir þinn verðið að vefa þræði ykkar i lífsvefinn, ásamt konu þeirri er þið báðir elskið, á saina hátt og ég og dóttir Ayoubs höfum gert. En, Wulf, er maðurinn þegar sofnaður?" Frh. Reglusémin færir oss þægindi á maigan hátt. I 1. lagi sparar hún tima. Maður, sem stendur fyrir verzlunarfélagi hefir ætíð bækur sinar i eins góðri röð og reglu og mögulegt er. Við það sparar hann sér tíma síðar. Án reglu væri alt hans starf einskisvirði. I 2. lagi spar- ar reglusemin erfiði og umstang. I 3. lagi hefir reglusemiri heillarík áhrif, því sá sem elskar hana er vel liðinn af öllum. Og i 4. lagi eykur hún velliðan þess, sem iðkar hana. Smátt og smátt aukast munir hans, ekkert geng- ur til spillis, alt er notað og hagnýtt, og hver sparaður eyrir leiðir annan af sér. Sá sem uppelur börn sín í regluseini, eftirlætur þeim góðan arf. ipakmæli i ljóðum. ,„Oft er æði í annríki.“ Oft eru kvæði gleðjandi. Oft er ræði í útveri. Oft er mæði þreytandi. „Lillu má með Ijúfum skifta,“ lítið gleður fátækann; þeir, sem honum hærra lyfta, heiðra með því skaparann. Gruðm.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.