Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Blaðsíða 3
VI. árg. Reykjavík i apríl 1917. 4. tbl. Bskuóður. Vertu blessuð bernska mín, sem býr mér unaðsstundir. Sumarheita sólin þín seint mun ganga undír. Minning þín er mœt og góð, mér hún svalar lengi, brosir hún þar sem barn eg stóð og bœrði hötpustrengi. Þegar mér er létt í lund og lífið kalt að finna, þá er kcert að flýja á fund fyrstu drauma þinna. Þó að alt mér þyki svart og þrótt mig vanti að stríða, sýnirðu enn hvar brosir bjart bernskulandið fríða. Mikið hefi eg þakka þér, þú liefir fram mig borið, og þar sem gangan erfið er, enn þú léttir sporið\ ÞRÖSTUB. Hngleiðingar og tiilögur til örygðar útaf heimsstríðinu. Fyrirlestur fluttur 4. jan. 1917 af séra ÓFEIGI VIGFÚSSYNI. Alstaðar um allan þenna heim fyllir nú heimsstríðið flestra manna hugi margvíslegum hugleiöingum og flestra hjörtu óumræðilegum tilfinningum, og vitaskuld, þó helst þeirra mörgu þjóða og ótal manna, sem hafa sætt og búa nú undir sárustu og þyngstu álögum og afleiðing- um þessarar ódæma styrjaldar. Og til vor ber- ast margar fregnir um ýmsar ráðagerðir og ráðstafanir flestra þjóða til að bjarga sór sem bezt, bæði nú, mitt í hörmungum og nauðum stríðsins. og því næst, þegar því lýkur, sem flestir nú eru farnir nijög að biðja og vona að verða megi bráðum. Þetta sýnir manndóm, ráðdeild og fyrirhyggju þessara þjóða, og að þær hafa þó enn þrótt og þrek og líka rétt og möguleika til að lifa og rétta við aftur. Það mun líka verða talið eðlilegt, mann- dómslegt og lífvænlegt, að einnig vér hér hugs- um eitthvað og finnum til, ráðgerum og reyn- um eitthvað að framkvæma, til varúðar og varnar oss, með^n þessi ósköp standa. og til viðhalds oss og viðréttingar, þegar þeim linnir, og allur heimurinn verður eftir sig, á erfitt uppdráttar og hlýtur að verða nokkuð lengi að ná sér, Það fyrsta, sem vér, í sambandi við þenna ófrið, munum hugsa og finna til, eða ættum að hugsa og finna til, er það, að hingað til höfum vér verið í ró og næði, óáreittir og óttalausir, fyrir utan þenna heljar hildarleik, og mikið fremur yfirleitt grætt efnalega á honum en tap- að; að þúsundanna dauði og nauðir, harmar og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.