Heimilisblaðið - 01.04.1917, Síða 4
38
HEIMILISBLÁÐIÐ
efnahrun, hafa orðið oss aS brauði og auði,
stundlegri velgengni og uppbyggingu. Og þá
komumst vér heldur varla hjá því, ef vér. ann-
ars erum menn, sem finna og kunna að meta,
hvað að þeim snýr, að hugleiða, finna til og
bera saman, hv.ersu óumræðilega mikið betra
vér höfum átt og eigum enn, heldur en flestar
aðrar þjóðir i heiminum nú, einkum þó styrj*
aldarlandaþjóðirnar mörgu.
En hvernig verður þetta borið saman ? Mun-
urinn er svo ósegjanlega margur og rnikill Vér
skulum hugsa oss, að vér hefðum verið miklu
nær styrjöldinni, og helst lent i henni sjálfri.
Þá væri nú smáborgirnar vorar bókstaflega
hrundar og löndin vor auð, niðurtroðin og sund-
urtætt, ef vér hefðum reynt að verja oss nokkuð
eða hindra óvinina, þá væri líka mörg bænda-
býlin vor þekku brotin, bræld og brend, konur
og meyjar svívirtar, og fjöldinn allur á vergangi
við vonarvöl, þeirra sem stórbændur og stór-
eignamenn kallast meðal vor. Þá væru fénaðar-
hjarðir vorar hernumdar, brytjaðar niður og
uppetnar af hungruðum óvinum, og einnig flest
önnur matvæli vor, fatnaður, og eigulegir mun-
ir í fórum vorum, væru frá oss tekin, og flestu
væri þá ruplað og rænt eftir því, sem þörf eða
girnd óvinaliðsins krefðist; og margur væri þá
meðal vor myrtur og lemstraður. Svo skyldum
vér hafa liaft herskyldu. Þá .væru synir vorir
frumvaxta ýmist fallnir, örkumlaðir eða her-
teknir; þá væri víðast önnur hvor, og sumstað.
ar hver einastu kona ekkja, og annaðhvort eða
hvert einasta barn föðurlaust, unnustur unnust-
um sviftar, vinur vini, og langflestir væru þó
munaðarlausir og ósjálfbjarga, húsviltir, naktir,
kaidir, hungraðir, horaðir, sóttnæmir og ólíf-
vænir, og yrðu þá annaðhvort að deyja í ýtrustu
eymd og volæði, eða þá lifa sultarlifi á neyð-
arbrauði óvinanáðar, ellegar á aðsendri björg
af skornum skamti frá fjarlægum, erlendum vin-
um og velgerðamönnum. Og ofan á þetta alt
og innan um það mundi bætast sifeldur dauð-
ans ótti og kviði um nýjar og nýjar skelfingar
og hræðilegar tiltektir frá óvinahendi. Og svo
allur söknuður og harmur allra eftir alla ást-
vinina mistu, heiftar- og hefndarhyggjan brenn-
andi, og þó vanmáttur og ráðaleysi til alls, nenia
beygja sig undir okið, eða láta annaðhvort taka
af sér lífið, eða lúta valdi og vilja hins sterk-
ara.
Einmitt svona er nú ástatt svo víða; og
jatnvel sumstaðar fyrir utan ófriðarlöndin sjálf,
lifir fjöldi fólks við mestu þrengingar útafþessu
stríði, og víðast hvar er nú næsta erfitt vegna
skorts á mörgu og dýrtíðar beint af striðsins
völdum.
Það er löngum tiltekið öreigalífið í stórborg-
um heimsins, og réttilega til þess vitnað og á
það bent sem vott og sönnun þess, hve menn-
irnir og mannfélagsfyrirkomulagið sé skamt á
veg komið, ranglætisfult, kærleikslaust, óguðlegt,
ókristilegt, að láta slíkt eymda- og óbótalíf eiga
sér stað. En nú hafa valdhafar og stjórnendur
þessa heims sökt mörgum og heilum og fjöl*
mennum þjóðum niður í samskonar eða jafn-
vel enn meira eymdalíf með þessari styrjöld. —
Ög því sárara og óbærilegra hlýtur þetta lif að
vera þessum þjóðum, sem þær flestar eru bet-
ur mentaðar, og frá barndómi vanar betra lífi,
heldur en öreigalýðurinn i stórborgunum. —
Hvergi og aldrei fremur og betur en hér og nú
hefir það því sést og sannast, hve óskaplega
menn og mannfélög eru enn langt frá hugsjón
sinni og ákvörðun, sem þó er nú viðast hvar
viðurkend, alténd annað veifið og í orði kveðnu.
En þetta er útúrdúr, og skal þagna um það.
En svona er nú ástandið í hernaðarlöndun-
um öllurn, og rammílt og bágt og bölvað miklu
víðar, beint vegna hernaðarins. Og hugsum oss
nú að svona eða svipað væri ástatt hjá oss. —
Ó, hversu bágt ættum vér þá — engin orð fá
því lýst. En nú er enn ekki um neitt slíkt að
ræða hjá oss, heldur alt þvert á móti, eins og
áður er sagt. Vér höfum verið og erum enn
fyrir utan öll þessi ókjör, og næstum ósnortnir
af íllum afleiðingum þeirra. Og þegar vér nú
eða endrarnær erum að kvíða og kvarta yfir
eða útaf hinu og ööru, t. d. nú útaf vetrarharð-
indunum þó nægileg séu hey, eða sykurdýrleik
og sætindaskorti i vændum, eða vöntun eins
og annars smávegis, sem væri ýmist sælgæti
eða gaman að hafa, hafandi þó enn nóg að
borða, drekka og klæðast í, og 'yfir höfuð nægt-
ir allra sannfa lífsnauðsynja, hvilikt óumræðilegt