Heimilisblaðið - 01.04.1917, Side 6
40
HEIMILISBI.AÐIf)
breyta nokkru, til öryggis og varnar lífi voru
og góöri líðan, hvað sem uppá kann að koma?
Já, vér getum og eigum að hugsa og gera
eins og flestar aðrar þjóðir gera nú, flestar að
vísu nauðugar, þær, sem styrjaldarneyðin sjálf
liggur á, en sumar líka viljugar af forsjá og
fyrirhyggju.
En hvað er þá það? Það er það, að taka
upp einfatdara og kostnaðarminna líf en áð-
ur, spara eða synja sér sjálfkrafa um margt,
sem án má vera, og jafnframt hagnýta sér á
sem drýgstan, ódýrastan og hollastan hátt
það, sem ekki má án vera.
En hvað gætum vér þá gert; eða munum
vér geta gert nokkuð svipað?
Daglegan mat og drykk og klæðnað verð-
um vér þó allir að hafa, svo að oss líði vel;
og margir mu ekki hafa meira af þessum
nauðsynjum en svo, að síst mega þær minni
vera,
Reyndar segja nú margir læknar, að fjöldi
fóiks missi heilsu og deyi fyrir sitt endadægur
af óhófi í mat og drykk og skaðræðisfullum
tískuklæðnaði — náttúrlega á góðu dögunum
helst. En yfirleitt held eg, að erfiðisfólk megi
ekki minni eða lakari mat og föt hafa en það
alment hefir hér. „Enginn fer það svangur —
og fullir kunna flest ráð“, segja góð og gömul
máltæki. Enginn má né á að erfiða svangur,
ef annað er möguiegt, enda verður þá líka lak-
ar og minna unnið; en hæfilega saddur maður
getur unnið vel og mikið, og á að gera það;
og honum verður líka síst orku og ráðafátt.
Og líkt er að segja um klæðnaðinn. Enginn
getur verið né má vera án hlýrra og góðra
klæða úti í vetrarkuldanum okkar og ekki heid-
ur sitja inni í húskuldanum.
Eg er því viss um, að ekkert af þessu má
Vera öllu minna né lakara en það er, fyrir ali-
an aimenning vor á meðai. Það skyldi þó helst
vera, að ýmislegt mætti betur hagnýta eða með-
höndla og undirbúa til neyslu og nota. En
það er annað, sem missast má, eða að m. k.
mikið minka: Margt eða flest glingur og prjál,
og mörg eða flest munaðarvara, sem samtals
kostar offjár, og eyðir langsamlega um of eig-
um manna frá því, sem nauðsynlegt er og nyt-
samiegt, og það víða svo, að fyrir þ&ð vantar
bœdi föt og fóður, og þar með dnœqju og
góða líðan. Hér á meðal tel eg alt tóbak —
um áfengi ætli ekki að vera að tala — og nú
viidi eg, að eg hefði þrek og þol til að fleygja
frá mér þessum dýra óþarfa (tóbakinu), sem
étur mat bæði frá mér og mínum. Því næst
mætti kannske nefna kaffið, sem minka mætti
að miklum mun, að m. k. þar sem nokkur
mjólk er til, súkkulaði sjálfsagt og alt þetta dót,
sem einu nafni heitir hinu ljóta og leiðiniega
nafni: „Bakkelse11 á „móðms“-máli nú. — Og
svo mest eða alt sætindasullið, sem hérmeð
fyigir; en þar í er auðvitað sykurinn. Margir
telja reyndar, að sykur sé holi og nauðsynleg
vara, einkum fyrir börn, og með kaffi, seni sé
ómissanlegt mjólkurieysingjum, og getur það
vel verið nokkuð satt. En þó svo sé, þá er
það samt víst, að mikið má minka sykurát. —
Og ekki hugsa eg, að fornmenn hér hafi alist
upp við sykur og sætindi, og sagðir eru þeir
þó verið hafa hraustir á likama og sál. Annars
munu menn hafa nægileg sykurefni í nanðsynja-
vörunni: matnum. Öll þessi munaðarefni eru
þvi engin fo'/snauðsyn og geta tæpast verið holl,
þótt gómsæt séu; og hverl með öðru kosta þau
stórfé í vanai. árferði, auk heldur þá nú, er þau
eru uppsett miklu meir en nokkuð annað, og
sum jafnvel að þrotum komin alstaðar. —
Náttúrl. eru þessi efni misjafnt keypt og brúk-
uð, en allir eyða miklu; og margar og miklar
bráðar nauðsynjar mætti kaupa alstaðar, og
viða vœrí minni skortur fœðis og klceða, ef
verði þessarar sæt- og sælgætisvöru væri að
mestu eða öllu varið til nauðsynjaöflunar eða
tryggingar, Þegar um þetta er hugsað, nú, eins
og tímar, horfur og líknr líta út núna, þá verð-
ur, finst mér, varla annað lagl til, og varla á
annað fallist, af skynsömu og sanngjörnu fólki,
velviljuðu sjálfu sér og öðrum, en að alt eða
flest þetta ónauðsynlega, sem vel má oftast og
víðast án vera, sé sem mest takmarkað, mink-
að eða afnumið, og verði þess varið til þess,
að standast betur núverandi og komandi dýr-
tíð, og svo geta staðið í skilum við alla, með
góðri afkomu og góðri.og heilsusamlegri líðan.
En þetta getur als ekki tekist, nema meb almennu