Heimilisblaðið - 01.10.1918, Síða 10
154
HEIMILISBLAÐIÐ
þennan vin sinn með sér til Oare-búgarðs-
ins. —
Ursúla hafði hinn mesta hug á sjúkra-
hjúkrun; henni brá því fljótlega er hún sá
útlitið á Payne. Hann leit út fyrir að vera
rúmlega þritugur og varla mundi hann
hafa sýnst svo gamall, ef hann hefði ekki
verið svona náfölur í andliti og hæruskot-
inn. Af viðtali við hann fékk hún að vita,
að hann væri nýstaðinn upp úr taugaveiki,
sem hefði lagst þungt á hann; varð henni
þvi en tíðara um hann en áður og svo
jók það ekki lítið á athygli hennar á lion-
um, að liann virtist vera eini maðurinn í
hópnum, er væri af sama stéttarbergi brot-
inn og hún. Hún varð steinhissa, er hann
sagði henni, að hann væri Ameríkumaður.
»Eg hélt ábyggilega, að þér væruð Eng-
lendingur«, mælti hún,
»Eg vildi gjarna vita, hvort þér væruð
að slá mér gullhamra með því«, og horfði
í augu henni.
En Úrsúla brosti ekki einu sinni. Hún
tók spurningunni i fullri alvöru.
wÞað getur gjarnan verið, að mér sé dá-
lítið hætt við hleypidómum«, mælti Úrsúla
blátt áfram, »en mér finst nú alt af
landar mínir vera beztu menn í heimi«.
Þetta sagði hún svo blátt áfram og sak-
leysislega, að Payne gleymdi alveg að tala
i þeim samkvæmistóni, sem hann var van-
ur að tala. Honum varð nú smám saman
ljóst, að þessi fríða og rólega hefðarstúlka,
likust Mariu mey, var öll önnur en konur
þær, sem hann hafði ótt að venjast. Við
þær var hann vanur að beita hálfgildings
ertni eða fagurgala. Úrsúlu svaraði hann
hreinskilnislega og var alveg hissa á því,
hvað þessi hefðarmey gat dregið huga hans
að sér; honum hafði þó fyrst fundist hún
vera alt of alvörugefin og siðlót til þess.
Seinna um daginn kom Henry Fitch vinur
hans að máli við hann.
»Það var svo að sjá sem þú hefðir yndi
af að tala við þessa reigingslegu drós af
háaðlk, mælti hann.
»Já, eg hafði verulega skemtun af þvi«,
svaraði Payne kæruleysislega, hún er alls
eigi svo reigingsleg og þú heldur. Hún er
miklu hreinskilnari og meíra blátt áfram
í viðtali en flestar aðrar ungar stúlkur, sem
eg hefi hitt fyrir«.
Ungar stúlkur! Mér gæti nú aldrei kom-
ið til hugar að kalla þessa aðalsdrós yngis-
stúlku; hún er líkari einhverri miðalda-
drotningunni«, sagði Fitch. Og var svo að
sjá, sem Payne hefði gaman af þessu til-
svari vinar sins.
»Drotning frá miðöldunum ! Það var ekki
svo vitlaust að hitta á það. Á vorum dög-
um er það beinlinis orðin tízka, jafnvel
þótt aðalsmannadætur eigi í hlut, að þær gæta
eigi tignar sinnar, svo það er sannnefnd
andleg hressing, ef maður hittir konu, sem
gætir sóma sins; þá finst manni þegar, að
maður sé beinlínis kominn 1 betri félags-
skap«.
Fitch virti nú vin sinn fyrir sér í gegn-
um reykinn úr vindlinum, svo tók hann
alt í einu vindilinn úr munni sér og lagði
munninn að eyranu á Payne. Það var nú
alveg óþörf forsjálni, því að allir hinir. sem
við borðið sátu, voru í háværri kappræðu
um hesta, sem æítu að taka þátt i veðreið-
inni daginn eftir«.
»Heyrðu«, sagði Fitch, »hvi viltu ekki
reyna að ná í hana?«
Payne leit upp forviða, en Fitch varð
þvi ákafari og mælli:
»Þú flakkar eirðarlaust fram og aftur og
ert orðinn leiður á lifinu; nú er timi til
kominn fyrir þig að njóta næðis. Hún á
alt, sem þú getur óskað þér. Hún er af góð-
um ættum, er fríð sýnum og á tiu þúsundir
punda. Farðu nú undir eins, gamli vinur,
og talaðu við hana. Þið bæði væruð fríð
hjón!«
Þetta sagði Fitch með allmiklum áhuga.
Payne lét þetta auðsjáanlega vel i eyrum,
en jafnl'ramt virtist hann vera í bobba.
Eftir litla þögn svaraði hann
»Enskur jarl gefur ekki dóttur sina for-
takslaust þeim, sem fyrst kemur, eða eitt-
hvað út í bláinn«.