Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Síða 14
158 HEIMILISBLAÐIÐ sem til að gera öðrum fátæktina léttbærari. Það var því eina gleðin, sem þessi dýra gjöf unnustans vakti hjá henni, að sú kæmi ef til vill tiðin, að hún gæti fengið leyfi til að selja gimsteinana og verja svo andvirð- inu handa »fátæklingunum sínum«. Henni var nú sagt, að gimsteinarnir væru tuttugu til þrjátíu þúsund punda virði í ensku gulli, varð hún þá enn fastráðnari i að selja nokkuð af þeim að minsta kosti. Hún lét það þó eftir, að það mál lægi um sinn í láginni; hún var líka önnum kafin við að heimsækja vini sína í þorpinu og kveðja þá, því að hún hafði tekið svo lif- andi þátt í öllu, sem laut að velliðan þeirra. Payne var alveg steinhissa á þeim vin- sældum, sem unnusta hans átti að fagna hjá þorpsbúum; og hafði hann orð á því við hana einu sinni, er hann fylgdi henni til gamallar konu, sem var sérstök vinkona hennar. Úrsúla hafði lágt að honum um það, að hún mætti segja »ömmu Baird«, hver hann væri, og Payne var svo elsku- legur og Ijúfur við gömlu konuna, að end- irin varð sá, að hún varð nærfelt jafnhrifin af honum og unnustu hans. Og þegar þau gengu heim aftur á herra- setrið, þá sagði Úrsala Payne frá hve öllum hefði litist vel á hann og ljómaði öll af fögnuði út af því. Payne var ávalt viðkvæmur og ástúðleg- ur í sér; hann virtist verða óvanalega hrærður af því að heyra það. »Þú þarft ekki að óttast, að eg verði keppinautur þinn um það«, mælti hann. »Gömlu konunni lízt á mig, af þvi hún þekkir mig ekki, heldur elskar hún þig af því, að hún þekkir þig«. Úrsúla brosti þá með því bjarta gleði- brosi, sem þessi nýja hamingja hennar hafði veitt henni. »Eg hygg«, mælti hún, »að amma« gamla hafi þvi meiri mætur á þér, sem hún þekkir þig betur, eins og eg«. Hann ypti öxlum. »Þú ert nú ef til vill sannmálli um það, en þú veizt sjálf af«, svaraði hann í þeim róm, sem hún átti bágt með að átta sig á, »þú hefir ef til meiri mætur á mér nú en þú hefir síðar, þegar þú kynnist mér betur. Eg er í raun og veru slæmur maður«. Hún hristi höfuðið. »Vertu nú ekki að þessari vitleysu« mælti hún, það get eg ekki liðið«. ^Það er engin vitleysa, það er satt«, sagði hann skýrt og skorinort. Hún leit á hann rólegu og hreinskilnis- legu augunum sínum. »Ef að þú værir í raunogveru það, sem þú segir, þá hefði herra Fitch ekki tekið þig i samfélag við fólk konu sinnar og dáðst svo mjög að þér, eins og hann gerir«, mælti hún blátt áfram. Það leit út eins og hann ætlaði eitt- hvað að segja, en hugsaði sig svo auð- sjáanlega um, og varð svo aftur sá hinn sami i framgöngu, sem hann hafði verið, riddaralegur, ástúðlegur, kurteis og stima- mjúkur, það var honum máske litilsháttar óeiginlegt; en á hitt mintust þau ekki framar. Og vakti þetta nokkurn grun hjá Úrsúlu, þessari gagnráðvöndu hefðarmey ? Það var ekki liklegt. Frh. A1 vara. Þakkaðu Guði á hverjum morgni fyrir það, að þú hefir að einhverju ákveðnu verki að ganga, jafnvel, þó þér falli það ekki vel. Einmitt það, að vera knúinn á- fram til að vinna, og til að leysa vinnuna eins vel af hendi og unt er, lærum vér hlýðni, sjálfsafneitun og iðni; viljaþrekið eykst og vér verðum ánægðir. Þessum dygðum og mörgum öðrum kynnist sá aldrei, er ekkert starf hefir með höndum. Charles Kingsley.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.