Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 16
160
HEÍMILISBLAÐIÐ
um fjörutíu eldgígum, sem eru á botni smá-
vatna í nánd við borgina; vatnið í laugun-
um er 60—80 gr. heitt. Fyr á tímum urðu
menn að ferðast til Ítalíu til þess að njóta
þessara baða. En nú er leðjan þurkuð og
send um allan heim.
Á meðal 350 manns, sem lagði af stað frá
New-Ýork í byrjun ágústmánaðar 1914, í
fnrðalag umhverfis jörðina, voru 33 ekkjur.
Eldhúsráð.
Fars úr soðnu kjöti.
500 gr. soðið kjöt, er skorið smátt eða
sett ásamt 4 matskeiðum af hveiti og 3 eggj-
um i gegnum söxunarvél. Því næst skal
hræra deigið vel með 1 pela af mjólk og
krydda það með salti, sykri og pipar. Blikk-
hringur, til þess ætlaður, er smurður og
stráð í hann mulduin tvíbökum og deiginu
svo drepið í hringinn. Því næsLer hringur-
inn látinn í ofninn og farsið bakað við góð-
un hita. Farsinu er nú hvolft á fat og kar-
töflur í jafningi látnar í miðjuna og brún,
vanaleg steikarsósa borin með, sem búa má
til úr góðu kjötsoði.
Skrítlur.
H a n n: Þegar eg gifli mig þér, hélt eg að
þú værir hreinasti engill.
Hún: Já, þú hefir víst haldið að eg þyrfti
ekki að klæðast.
H ú n : Næsta vor höldum við silfurbrúð-
kaup okkar.
H a n n : Við skulum fresta þvi um fimm
ár og höldum þá minningardag þrjátíuára-
stríðsins.
Náungi einn kemur inn í kökubúð og
pantar lagköku og fær hana. Hugsar sig lítið
eitt um og sendir hana svo fram aftur og
fær aðra kökutegund í staðinn. — þegar
hann hefir etið kökuna, ætlar hann að fara,
en kökusalinn kallar á eftir honum og spjrr
hvort hann ætli ekki að borga kökuna. Hinn
kveðst hafa skift á henni og lagkökunni. Þá
biður kökusalinn hann að borga lagkökuna,
en hinn kvaðst elcki borga hana, því hann
hefði ekki etið hana, og með það skildu þeir.
Kennarinn (við inntökupróf): Hvað
heitir þú drengur minn?
— Pétur.
— Hvað er faðir þinn?
— Hann er dáinn.
— Hvað var hann áður en hann dó?
— Lifandi.
Lísa: Eg skal segja þér mannna, hvað
stelpan hún María, dóttir bakarans, sagði við
mig í gær; hún kallaði hann pabba minn
bókaorm, af því að hann les svo mikið.
M ó ð i r i n : Hvað sagðir þú þá við hana ?
L í s a : Eg sagði, að verri væri hann pabbi
hennar, því hann væri kornmaðkur.
Bariiabókin „Fanney“
fæst lijá öllum bóksölum viðsvegar um land
alt. í henni er fjöldi af ágætum sögum,
kvæðum, myndum og skrítlum. Fimm heíti
á 50 au. hvert. —
Bezti skemtilestur fyrir unglinga í vetur.
Dýraverndarinn kernur út annanhvern mán-
uð; verð árgangsins er kr. 0,50. Afgreiðslu-
maður er Jóh. ugm. Oddsson, kaupm. á
Laugavegi 63. Styðjið málstað munaðarleys-
ingjanna ! Kaupið málgagn þeirra!
Húnvetningar eru beðnir, eins og að und-
anförnu, að greiða andvirði blaðsins til herra
Krislófers Kristóferssonar á Blönduósi.
Útgefandi: Jón Helgason, prentari.
Preatsmiðjan Gutenberg.