Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1918, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1918, Blaðsíða 8
166 HEIMILISBLAÐIÐ hann hvarf mér. ELn í sama bili kom dreng- ur inn í stofuna og útbýlti nokkrum prent- uðum miðum meðal geslanna. »Hvað á þetla að þýða?« spurði veitingamaðurinn birstur. »Það á að vera bindindisútbreiðslufundur í kvöld«, svaraði drengurinn og skotraði augunum til veitingamannsins, »Viljið þér ekki koma þangað? Vilhjálmur dómari ætlar að tala«. Eg kom tímanlega um kvöldið á fundar- staðinn. Salurinn var því nær fnllskipaður er eg kom, þó hepnaðist mér að ná í sæti skamt l'rá ræðustólnmn. »Vilhjálmur dómari á að lala«, heyrði eg menn vera að hvísla i sætunum í kring urn mig og leit út fyrir að það hefði sérstakt aðdrátlarafl að fundinum. En hver Vilhjálmur dómari eiginlega var hafði eg ekki enn fengið að vita. Fundurinn var setlur á venjulegan hátt, en gamli maðurinn, sem álti að flylja fyrirlcslur, var enn ekki kominn í ræðustólinn. Eg skimaði um salinn, en gat ekki komið auga á hann og það leit út fyrir að aðrir biðu með eins mikilli eftirvæntingu og eg. Pað komst einhver lireyfing á fram við dyrnar. Allir lilu við og nú sá eg gamla manninn með föla og magra, greindarlega andlitið, sem vakti eftirlekl mína við litla liúsið. »í’arna er Vilhjálmur dómari«, heyrði eg hvíslað ltringum mig. Hann gekk ofurhægt inn með öðrum hliðarveggnum inn á ræðu- pallinn og tók sér sæti á slól víð hliðina á formanni bindindisfélagsins. Það varð kyrð í salnum og eflir litla slund stóð liann upp. ^Augun hans lýstu upp andlitið, er hann rendi þeim yfir mannfjöldann nokkur augnablik áður eu bann byrjaði ræðu sína. Alt var svo kyrt og hljótt eins og enginn maður væri í salnum. »Vinir mínir«, mælti liann með lágri, titr- audi rödd. »Eg mæti liér hjá yður í kvöld á opinberri samkomu í fyrsta sinni eftir marga mánuði. Og vera má, að eg mæli hér aldrei hjá yður oftar. Eg er einmana gamall maður, sem hefi rnist alla von um þelta líf, og hér mun eg nú að eins skamma slund dvelja. Bráðum munuð þér, sern sjáið mig nú, ekki sjá mig framar. Eg mun bváðum ferðast yfir þaulandamæri, sem enginn ferðamaður kemst yfir um aftur — og eg finn að sú stund nálgast. Eg hefi dvalið meðal yðar i mörg ár og í öllu mínu opinbera lífi hefi eg reynt að dæma rélt á milli meðbræðra miuna. Allir misslíga sig eitthvað á langri leið, og það hefi eg ekki heldur verið laus við, en að eg liafi haft góðan vilja, held eg að eg geti sagt með sanni. ...»Vinir mínir! lítið á mig eins og eg slend frammi fyrir yður í kvöld«, og hann gekk feli lengra fram á pallinn; þella liöfuð er bvítara en það var fyrlr einu ári — þessi liönd riðar meira — þessi vesalings likami er veikari og óstyrkari. Eg er skipsflak — eða síðasla skipið af fögrum ílota, sem fórst í iilviðrinu mikla. Samþegnar mínir!« — liann varð fyrir- mannlegri, röddin dýpri og ákveðnari — »Rennið huga yðar lultugu ár aftur í tímann, þér sem munið svo langt á eg við. Sagði eg ykkur ekki þá, að hin lögleyfðu vinveitinga- hús mundu leiða bölvun yfir bæ vorn? Var- aði eg yður ekki við þeim? Og sárbændi eg yður ekki, ineð allri þcirri mælsku, er eg álti, að styðja hið góða málefni ? Tjáði eg yður ekki vissu inína fyrir því, að það væri skylda vor sem samþegna, að tryggja vora sameigin- legu hamingju, að vernda liina veiku og ungu frá töframælti áfengisins, og að banna alla sölu á áfengum drykkjum í bæ vorurn ? Vér liöfðum eins mikinn rétt til* að banna það eins og sölu á eitri. Það var sjálfsvarn- arregla eins rétlhá og hver önnur. Og hverj- um ætii að hefði verið gert órélt með því? Ekki einusinni þeim rnanni, sem, lil þess að þurfa ekki að vinna, reyndi að afla sér lífs- uppeldis með því að sá fræi að löstum og glæpum og eilífum dauða. Honum hefði ver- ið betra þólt hann hefði verið kúgaður til að vinna sér brauð á heiðarlegan hált, og verða þannig inannfélaginu lieldur til gagns en tjóns. CJndir öllum kringumstæðum var rétt að selja þær slcorður fyrir vínveitingum, sem eg vildi fá yður til að samþykkja. En þér, samþegnar mínir, sögðuð kröfur mínar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.