Heimilisblaðið - 01.11.1918, Blaðsíða 12
170
HEIMILISBLAÐIÐ
sem væri eins og hver annar algengur fjár-
glæframaður! Eastling lávarði var heldur
heitt í skapi og fanst ekki vera um annað
að ræða en að slíta sem Jljólast öllu sam-
bandi systur sinnar við manninn, og svo,
að sem minst hneyksli hlytist af.
Alt til þeasa hafði hann eins og' gengið i
svefni; en nú vaknaði hann af þessum kyn-
lega draumt alt í einu og leit upp og lit-
aðist um i manngrúanum, ef vera kynni að
haun kæmi auga á þau systur sína og
manninn hennar.
En þau voru algerlega horfm sjónum
hans; hann Ieitaði um hríð, en fann ekki
og réð svo af að ganga aftur niður á stöð-
ina; en þá var Redding þar kominn aftur.
Redding heilsaði lávarðinum með góðlát-
legu brosi.
»Ej» er hræddur um, að eg komi helzt
til skyndilega með þessa vísbendingu, lá-
varður«, mælti hann vingjarnlega, »þér
urðuð víst alveg utan við yður af því«.
Þessi orð voru töluð svo blátt áfram, að
Eastling fanst þau vera kröftugasta stað-
festingin á ótta þeim, sem honum bjó í
brjósti. Hann leit framan í Redding, skarp-
leitan, móej'gðan, rólegan og allan sól-
brendan og mælt hásum rómi:
»Það er ekki salt — það getur ekki verið
satl!«
Redding breytti ekki svip hið minsta.
»Gott og vel, lávarður, svo segjum við að
það sé ekki satt! Það er ekkert ilt í því!
En hvernig sem þessu öllu víkur við, þá
farið að ráðum minum og sjáið um, að hin
unga aðalsfrú fari ekki af landi burt með
þessum manni«.
Eastling lávarður gekk fáein spor fram á
brautarpallinn, en sneri svo aftur. Vand-
kvæði þau, sem honum bárust nú að hönd-
um, ætluðu hann alveg um koll að keyra.
»En hvað i ósköpunum á eg að segja
við hann ? Hvað á eg að fá mér lil ástæðu
fyrir því?« mælti Eastling örvinglaður.
Honum hraus hugur við þessu öllu, hann
hrökk saman at tilhugsuninni um það, hve
óttalega þetta yrði kveljandi fyrir hann
sjálfan og þá líka fyrir systur hans.
Lögreglumaðurinn kinkaði kolli og varð
hugsi, því að þessum spurningum var eng-
inn hægðarleikur að svara.
»Ef eg gengi nú hérna fram á brautar-
pallinn með yður, herra lávarður«, mælti
hann í hálfum hljóðum »og stæði spöl-
korn fyrir aftan yður, svo að hann
gæti séð mig, þá held eg að ekki verði svo
erfitt að fá hann til að láta hið sanna
uppi«.
Nýjum felmtri sló þá á lávarðinn unga,
hann sneri sér að lögregluþjóninum og dró
hann lítið eitt lil hliðar, út úr mannþvög-
unni, því að þar var fult af dráttarfólki,
járnbrautarmönnum og farþegum á harða-
hlaupum.
»Segið þér mér« mælti hann augistar-
lullur, »hafið þér fengið skipun um að
taka hann fastan?«
»Nei, því miður ekki, lávarður, eg vildi
óska, að eg hefði hana með höndum«.
svaraði þjónninn, eiulæglega hryggur — sú
hrygð var jafnskýr og hrygð veiðimannsins,
þegar hann sér refinn heilan á hófi læðast
fram hjá.
»En þér hafið þá sannanir, sem geta felt
hann ?«.
Redding hristi höfuðið. »Nei, lávarður —
hann er alt of slunginn til þess«.
»Vitið þér þá alveg víst, að hann sé fals-
ari ?«
»Já, það veit eg. Hann er falsari, þjófur
og fjárglæframaður — sú glæfraleið er ekki
til, sem hann hafi eigi kannað. Þegar hann
er búinn að reyna eina, þá reynir hann
óðara aðra til. Þessvegna er einmitt svo
erfltt að hafa hendur í hári hans, hann er
aldrei tíl langframa við sömu fjölina feldur.
Elestir glæpamenn gefa sig við einhverjum
sérstökum glæp. En hann hefir þá alla i
takinu og er jafnfær að hverju sem hann
snýr sér«.
Það mátti finna á þessum orðum lög"
reglumannsins, að hann dáðist að