Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 2

Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 2
H ÉÍMILISBLAÐIÖ 66 Þá var það eitt sinn, að þeir áttu leið frara bjá tollbúðinni. Og þar inni sat hinn athug- uli áheyrandi, lútandi yfir skjöl og skræður og reikninga. Honum varð snögglega litið upp, — hann fölnaði og honum varð sýni- lega mikið um það, að sjá augnatillit Meist- arans hvila á sér. Rétt einstaka sinnum, — já, örsjaldan kem- ur það fyrir hér i lífinu, að óskir vorar og draumar rætist bókstaflega. Og nú hafði hann setið á þessum sama stað dag eftir dag og hugsað sér þenna atburð upp aftur og aftur. Að hugsa sér, ef Meistarinn skyldi nú eiga leið þarna fram hjá einhverntíma, — en auð- vitað mundi sá draumur aldrei rætast, — en setjum nú svo samt, að hann bæri þarna að og kæmi auga á mig, — en það mætti vera einstök hending, — og að hann segði þá við mig: »Levi, fylg þú mér«, eins og hann hafði ávarpað ýmsa aðra. En auðvitað kæmi aldrei til þess, því að hann veit óefað af hvaða sauðahúsi og hver eg er. En að hugsa sér það nú samt, að hann segði þetta. Þá skyldi eg umsvifalaust standa upp og fylgjahonum, það sem eftir væri æfi minnar. En hlutskifti mitt verður auðvitað alt annað og eg fæ að sitja hér kyrr. Og þó er alt undirbúið, svo að eg get skilið við störf min hér fyrirvara- laust á hverri stundu sem er. Það hefir ver- ið einskonar dægrastytting fyrir mig eða Ieik- ur. Eg hefi alt i röð og reglu og er búinn að kynna starfsbræðrum minum öll leyndar- mál sem að starfinu lúta, útistandandi reikn- inga, skýrslur og fylgiskjöl. — alt, að undan- skildu insta leyndarmáli hjarta míns, — að því mundu þeir auðvitað skopast. Enda var það slík fjarstæða. —-------- Og svo rætist þessi draumur alveg óvænt! Nákvæmlega eins og hann hafði búið sér hann til. Var það ekki dásamlegl! Það kem- ur fyrir einstöku sinnum, að æfintýrin verða að raunveruleik — aðeins einstöku sinnum. — Fylg þú mér, mælti Meistarinn. Hann sagði ekkert annað, — aðeins þessi þrjú orð, sem skilja hefði mátt sem skipun> en voru gleðiboðskapur. Að minsta kosti skyldi Levi tollheimtU' maður þau þannig. Því að hann stóð upp tafarlaust og fylgdi kallinu, eins og han» hefði einmitt verið að biða þessarar stundar og þessara orða. Hér var ekkert, sem þurfi1 að yfirvega. Ríki tollheimtumaðurinn í Kapernaum var orðinn að fylgdarsveini spámannsins fátæka- Nokkrum dögum síðar efndi Leví til veizlu mikillar. Og með sanni má segja að all-ein' kennileg væri sú veizla, þegar þess var g®11, hverjir voru gestirnir, sem boðnir voru. Fyrstan skal þá telja spámanninn frá Naza- ret og fylgdarlið hans, — enda var veizlan haldin þeim til heiðurs. En auk þeirra hafö* Leví boðið fjölda gamalla kunningja sinna og starfsbræðra, og annara bæjarmanna, sem ekki höfðu þózt upp úr því vaxnir, að halda vinfengi við tollheimtumanninn. Og ef safi skal segja, þá mun það hafa verið nær eins- dæmi, að sjá jafn fjölmennan skríl-söfnuð saman kominn á einum stað. Það var ekkert tignarstarf í þá daga, heimta toll og skatta. Tollheimtumennirnir voru í rauninni álitnir einskonar þjóðniðing' ar, sem gengju á mála hjá erlendum kúgur' um, til þess að féfletta samlanda sína. Þel1 voru illræmdir fyrir það, að auðga sjálfa sig með óheiðarlegum hætti, og þeim var eig1 skipað skör hærra en vændiskonum, er á P var minst. Margir þeirra voru forfallnir fýsna' þrælar og grunaðir uin ýmsa græsku. ^g þótt þeir hefðu ef til vill upphafiega veri heiðvirðir menn, drógust þeir brátt niður 1 sorpið, vegna umgengninnar við starfsbræ urna, og sakir almenningsálitsins. Svona voru nú veizlugestirnir. Annars 'ar ekkert að matnum eða veitingunum að finna« né heldur hjartalagi þess, er veitti. Ekkert'al til sparað að gera veizluna sem veglegasla’ og andlitið á Levi var eitt ánægjubros ýir tilhugsuninni um það, að geta boðið hinurn nýja Meistara sínum að vera gestur viö bd hans, að geta heiðrað hann og um leið kom

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.