Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 4
68
HEIMILISBLAÐÍÐ
Kennimennirnir, sem fyrir utan stóöu, teygðu
fram höfuðin og lögðu við hlustirnar; læri-
sveinarnir störðu allir á hann og tollheimtu-
mennirnir og hinir aðrir gestir hættu öllu
iali og settu frá sér bikarana.
Leví nötraði af ótta. Nú lætur hann til
skarar skríða, hugsaði hann. Nú ætlar hann
að ávíta mig í allra áheyrn.
— Segið mér: hver lætur vitja læknis?
Hvort heldur sá, sem heill er heilsu, eða
hinn, sem sjúkur er?
— Sá, sem sjúkur er, svöruðu þeir, sem
úti stóðu.
Menn voru vanir því í þá daga, þegar
vandamál voru rædd, að bera fram auðskild-
ar líkingar og gátur, og láta andstæðingana
ráða þær.
— Auðvitað sá, sem sjúkur er, endurtóku
veizlugestirnir einum rómi.
— Já, það er mín skoðun lika. Þeir, sem
heilir eru heilsu, þurfa ekki læknis við, held-
ur hinir, sem sjúkir^eru. Og eg erekki held-
ur kominn til þess að kalla réttláta til aftur-
hvarfs, heldur syndara.
Þetta skildu þeir allir. Orðin voru svo
blátt áfram, — þau voru hvorttveggja í senn,
barnsleg og myndugleg, svo einföld, en þó
um leið spekingsleg.
Já, auðvitað. Réttlátir þörfnuðust ekki leið-
beininga spámannsins. En um okkur synd-
arana liirðir enginn, — sízt kennimennirnir
okkar.
Það var sem um salinn færi hressandi
vorblær, er fylti hugi og hjörtu gestanna
fögnuði og feginleik. Samræðurnar hófust
aftur eftir hina þvingandi þögn. En nú beind-
ust þær að öðru nýju og þýðingarmeira en
áður. Þeiin var það öllum Ijóst, að þótt þeir
sætu þarna við borð Levís, þá væru þeir þó
þessa stund gestir Jesú frá Nazaret, vinar
syndaranna. Margir voru þarna, sem aldrei
höfðu fyrri um það hugsað, hvernig þeir
hefðu varið lífi sinu, og hétu því að verja
því betur eftirleiðis en hingað til.
Þeim varð litið út á götuna, þar sem
kennimennirnir höfðu staðið, — en þeir voru
horfnir.
Og einn þeirra var þó sérstaklega glaður,
en það var Leví. Hamingja og undrun fylt*
hjarta hans. Hann var eins og maður, sem
átt hefir von á dauðadómi sínum, en er al-
sýknaður.
Ó, Guð minn góður! Eg hefi þá ekki gert
neitt rangt, Eg hefi breytt eins og vera bar.
Hann vill einmitt vera hjá mér og mínuni
líkum. Hann ávítar mig ekki né rekur
mig frá sér. Hann varði mig og er kyrr
hjá mér. Hann er ekki kominn til að kalla
réttláta til afturhvarfs, heldur syndarana. Við
erum lýðurinn hans. Ó, Guði sé lof! Nú er
eg glaðari en nokkru sinni áður á æfinni!
Hann fékk matarlystina aftur og tók að
ræða hispurslaust við gestina. Og Meistarinn
sagði margt fleira gott við þá og þeir hlýddu
á hann með undrun og athygli.
En við Leví sagði hann: Pú skalt heita
Matteus, það þýðir: Guðs gjöf.
Hugsun hans hefir eflaust verið þessi: Guð
hefir gefið mér þig, og sem slíka Guðs gjöf
skoða eg þig. Þú skalt ekki þurfa að hugsa:
»Hann hefði sjálfsagt helzt viljað losna við
mig, því að eg er þeim félögum til vanvirðu,
en hann gerir það aðeins af vægð og misk-
unnsemi að lofa mér að vera með þeim&. —
En eg gleðst yfir því að eiga þig, því að eg
hefi beðið föður minn um þig, og það vil
eg að þú vitir. Þú ert mér góð Guðs gjöf-
Og þegar einhver hittir þig og spyr: »Hvað
heitir þú«, þá skaltu ekki þurfa að svara: »E8
heiti Leví«. Því að þá mun sá, er spyr, fara
að hugsa sig um og segja: »Leví? Leví!
Já, Leví. Varst þú ekki — — já, mér finst
eg kannast við nafnið — — og mér finst
líka eins og eg kannist við andlitið ? —
varst þú ekki í tollbúðiuni í Kapernaum ?(<
Og þá roðnar þú og þér verður orð-
fall. Og þú svarar hálf-stamandi: Jú, Þa®
var eg, — — en nú er eg annar maður en
eg var í þá daga. Þú skalt að eins segja -
»Eg heiti Matteus«. Sá sem spyr þig, 1111111
ekki frekar hugsa urn það nafn, né heldur
spyrja þig um fortíð þína, en þú skalt þ
sjálfur jafnan liugsa með þér: Eg heiti Guðs