Heimilisblaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
69
gjöf og það álílur Meistari minn mig vera.
Guð gaf honum mig i bænheyrslu skyni.
Þannig varð Leví af Matteusi. Tollheimtu-
öiaðurinn varð Guðs gjöf. Enginn var sá, er
hlýddi á orð Meistarans með meiri athygli
en hann. Mörgum árum siðar, þegar þau
heyrðust eigi lengur, orðin Meistarans, hér á
jörðu, skráði uppgjafa-tollheimtumaðurinn
Þau. Hann var sá, er bezt mundi þau. Hann,
Sem áður fyr hafði haft þann starfa á hendi
að rita tollskýrslur og reikninga, hann skráði
nú ræður Meistarans og þær eru enn geymdar
okkur i »Matteusar guðspjallinu«.
Tlieodór Árnason.
frímur llhomsen.
Kveðiö á 100 ára afmæli hans, 15. maí 1920.
Brim i römmu rími
rumdi hátt og glumdi;
hló hin glæsta gígja
geiglaus tónum flej'gum.
Endast mærar myndir
móti Skuldar spjótum.
Skáldið eldist aldrei,
orð þess geymir Norðri.
Jón Magnússon.
ijjpókaiHrm gamli.
»Eg get ekki skilið i þvil«
Jósef Baxter hallaði sér aftur á bak í
skrifstofustólnum sinum og sýndist varla
vita silt rýúkandi ráð. »Eg segi það satt,
eg skil það ekki. Barclay hefir verið hjá
okkur — hve lengi — í 25 ár?«
»Tuttugu og sex ár i næsta mánuði«.
»Og þér sáuð hann taka peningana, þér
ei’uð hárviss um það, Grundall? Það er
ulveg óskiljanlegt?«
»Já, en það er að minsta kosti staðreynt,
að svo hefir verið. Það kom eins flatt upp
á mig eins og yður; en eg verð að trúa
mínum eigin augum, Barcley tók pening-
ana«.
»En hversvegna — hversvegna þyrfti
hann að gera það? Hann hefir nægilegt
kaup. Hann sóar ekki peningum sínum,
né sökkur sér í skuldir, ekki svo maður
viti. Hvernig skyldi annars standa á þess-
um sífelda þjófnaði af ásettu ráði?«
»Eg skil það ekki, seinast hefði eg búist
við slíku af Barcley«, mælti Grundall og
röddin titraði af geðshræringu. Hann var
verzlunarfulltrúi Baxters. Hann hafði meslu
mætur á gamla bókaranum; hann hafði
aldrei efast hið minsta um ráðvendni hans.
Hvernig gat staðið á þessu?
Baxter leit upp og mátti sjá á svip hans,
að hann var staðráðinn í einhverju.
»Grundall, áður en við fcrum nokkuð að
rekast í þessu, þá verðum við fyrst að
grafa upp oi’sökina til þess. Það hlýtur að
vera meira en minna, sem geti komið þeim
manni til að stela peningum frá húsbónda
sinum, sem búinn er að þjóna honum af
trú og dygð í nærfelt 26 ár. Mér — mér
hefir altaf þótt mjög vænt um Barcley«.
»Mér líka. En eg hélt, að þér hefðuð lit-
ið öðrum augum á hann eftir það er hann
hafði talað við hr. Franlc. — Já, fyrirgefið
að eg vík að þvi«.
Þá varð húsbóndinn hörkulegur á svip-
inn.
»Já, hann gerði það að vísu, því neita egeigi,
en eg fyrirgaf honum það, sakir þess að hann
hafði verið svo lengi i þjónustu minni, og
siðan hefir hann aldrei minst á það einu
orði. Farðu varlega, Grundall, og láttu ekki
á þvi bera, að við vitum neitt. Eg verð fyrst
að komast að þvi, hvað hafi komið honum
til að stela«.
Ung kona sat við opinn glugga í litlu
herbergi. Hún var föl og þreytuleg og út
úr svip hennar mátti lesa áhyggjur miklar.
Niðri á götunni var hlátur mikill og ógang-