Heimilisblaðið - 01.05.1920, Qupperneq 8
72
HEIMILISBLAÐIÐ
»Pabbi, ert það þú?« var aflur sagt með
veika málróminum.
Faðir hans laut þá niður að rúminu.
»Já, eg —«
»Þú — þú ert kominn hingað!«
Baxter þagði auguablik, en síðan sagði
hann:
»Já, já, eg er kominn hingað!«
Hann varð þá alt i einu yfirkominn af
geðshræringu. ísinn bráðnaði af hjarfa hans.
»Fyrirgelðu mér, Frank, drengurinn minn,
fyrirgefðu mér!«
»Elsku pabbi«, svaraði hann i lágum
og veikum rómi, »talaðu við hana«. —
Baxter gerði sem hann beiddi og sneri
sér að konu sonar sins. Hann leit undan,
hann blygðaðist sín fyrir þeirri konu. sem
hann hafði sýnt svo megna rangsleitni.
»Fyrirgefið mér, Elsie«.
Nú varð hljótt um stund; þá rétti konan
honum hönd sína.
Baxter greip nú handlegginn á bókaran-
um sínum og leiddi hann út úr herberg-
inu. Síðan námu þeir staðar við stigann.
»Eg held, að eg skilji nú alt saman«,
mælti Baxter hljóðlega.
»Það var enginn stuldur«. Bókarinn
gamli kastaði hnakka og mælli: »Þér gerð-
uð son yðar lieimilisrækan hugsunarlaust,
af þvi einu, að hann feldi ástarhug til
stúlku, sem til allrar óhamingju var dóltir
manns, sem hafði gert yður mein fyrir
mörgum, mörgum árum. Þér eruð auðugur
að fé — hann var sjúkur og fátækur. Eg
tók af nægtum yðar, sem hann hefði átt
að eiga ráð á, til að bjarga lífi hans. Það
var ekki stuldur«.
»Nei«, sagði Baxter, »það var ekki
stuldur«.
»Pegar eg gerðist svo djarfur að tala við
yður um það mikla ranglæti, sem þér
sýnduð syni yðar, þá hótuðuð þér því, að
þér skylduð óðara reka mig úr þjónustu
yðar, ef eg mintist framar á það mál við yð-
ur. Mér — mér þótti svo undur vænt um
Frank; hann var alt af svo góður mér. Eg
útvegaði honum stöðu og þau hjónin bjuggu
hjá mér og borguðu mér það, sem þau
gátu. En svo lagðist sjúkdómurinn að; ud
er hann búinn að vara heilt missiri, áður
en læknarnir komust að þeirri niðurstöðu,
að holskurður væri óhjákvæmilegur. Á þess-
um mánuðum þurfti á peningum að halda-
Eg gal ómögulega látið það af hendi rakna.
Og eg vissi, að ekki hefði verið lil neins
að snúa sér til yðar aftur. Þess vegna túk
eg til minna ráða, og eg sagði við sjálfan
mig: Það er enginn stuldur, þó að eg taki
af nægtum föðursins til að bjarga lifi son-
arins, er hann gerði heimilisrækan að or-
sakalausu. Uppskurðurinn 'kostaði 500 kr.
og hann var gerður fyrir þremur dögunn
Nú er Frank á batavegi. — Og nú —
að þér viljið kveðja lögrégluna til fylgis vio
yður og láta hana taka mig fastan eins og
þjóf, þá er eg viðbúinn«.
»Nei, nei, eg er í takmarkalausri þakk-
lætisskuld við þjófinn — þakklætisskuld,
sem eg get aldrei greitt«, sagði Baxter með
tárin i augunum.
umaró^k
Varpar sól burtu vetrarþunga
og vekur öllu nýjan þrótt.
Brosir senn við oss blómið unga
og björt og fögur sumarnólt.
Dillar í lofti daga alla
sitt »dýrðin-dýrðin« lóan smá,
og um oss glæstir geislar falla
og gleðin skín á hverri brá.
Því hugann það í sólskrúð setur
og sorta burtu flæmir ský.
Verði þar aldrei aftur vetur,
en öll vor hugsun góð og hlý.
1920. Benedikt Gubriel Benedikisson.