Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1920, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1920, Síða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 75 konunnar i mola; en hún gafst samt ekki aíveg upp, þangað til hún heyrði það nú öieð sínum eigin eyrum, hvað læknirinn sagði við Maren Gadegaard. Einusinni var hún að hugsa um að ráða dóttur sinni til að verða trúuð — Guð öiinn góður! Þegar um jafnmikið væri að tefla! En það strandaði altaf á því, að hún vissi ekki, hvernig Karen ætti að verða trúuð. Og það fann hún, að það væri óhyggi- iegt af sér, að ráða dóttur sinni til þess, fyrst hún gat ekki sagt henni, hvernig hún ®etti að íara að því. En hún vissi það ekki °g það var ekki samboðið göfgi prestkon- Unnar að fara rakleitt til Katrínar vefara °g spyrja hana til vegar i þvi efni. En eins og áður var sagt, þá var henni það hugnun, að Lára var þó ekki trúuð heldur. Lára fór talsvert að heiman og hitti fólk °g þá gat hún naumast komist hjá því að heyra allar sögurnar, sem gengu um þær öiæðgur manna milli; henni þótti það hálft i hvoru gaman, því að þá skildi hún svo öiiklu betur svo margt og margt, sem þeirra fór á milli mæðgnanna heima fyrir. Eftir það er þau kyntust hjá sjúkdóms- beði Kömmu litlu, Lára og læknirinn, þá hafði hann einusinni sagt við hana: »ó, ungfrú Lára Jörgensen! Farið þér til honu, eða ungrar stúlku, sem liggja sjúkar °g syngið dálítið fyrir þær«. Og Lára fór að þeirri beiðni hans. Sérstaklega þótti Láru skemtilegt að koma hl ungu stúlkunnar sjúku. Og hún söng af hjartans gleði, meiri gleði en hún hafði öokkurntíma fundið hjá sér áður, En hve stúlkan var gagntekin af þakklátsemi, með- aa Lára var að syngja; hún gleymdi þreng- *ngu sinni, þjáningu og dauða; það var eins og Ijúfum blæ brygði yfir það alt á tneðan. Hún söng sálma úr dönsku kirkjusöngs- sálmabókinni, sem er svo auðug af indæl- Uni sálmum, og stundum ættjarðarsöngva ^Hjemlandstoner), og hún söng eitthvað Pað inn i hjarta ungu stúlkunnar og sitt eigið hjarta, sem kom því til vegar, að með þeim varð hin kærasta vinátta. Læknirinn fann þetta og gladdist af þvi. Oft varð herbergið til hliðar fult af ó- heyrendum, þegar fólk sá, að Lára var á ferðinni heim þangað. En þegar kom fram í desember, og vot- viðri gengu og stormar og vegirnir urðu hálfófærir, þá lá oft nærri að Láru féllist hugur og þegar svo myrkrið bættist ofan á, þá varð hún stundum hrædd um, að hún rataði ekki heim. Eitt kvöld var hún á leið heim frá ungu stúlkunni; þá var versta veður og fór allaf versnandi; þá nam hún staðar og hlustaði. Það var sem henni heyrðist vagn vera þar á ferðinni. Hún staldraði við; hún gat varla greint í myrkrinu, hver þar færi, en þó bað hún hann að lofa sér að sitja í vagn- inum. »Eruð það þér, ungfrú Jörgensen«, mælti læknirinn, »já, með ánægju, komið þér upp í vagninn — en þér eruð svo fáklædd, sko, hérna er kápan min, farið þér i hana«. Hún steig þegar upp í vagninn; en i káp- una vildi hún ekki fara fyrir nokkurn mun og þá sló í brýnu með þeim; en þá hnykti hesturinn alt i einu í, svo þau dutlu bæði ofan í vagninn og lágu þar innan um á- breiður og kápur og gátu enga grein gert á neinu. Hann gerði sig alvarlegan, en hún gerði fyrir sitt leyti það, sem hún gat til að koma vitinu fyrir hann og leikslokin urðu þau, að hann fór i kápuna sjálfur, en brá mötli yflr hana og lét hann falla að henni sem þéttast, og þvi næst héldu þau ferðinni áfram. Þeim varð svo skemt við þetta, að hvor- ugt þeirra tók eftir regni né stormi; en þau liugsuðu heldur ekki út í það, að fram hjá þeim óku menn, þeim óafvitandi, sem bæði sáu og heyrðu, þó að dimt væri.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.