Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 14
HEÍMILÍSBLAÖÍÖ
§|o3i maSurinn.
Ævinlýri eftir Kaii.
Þaö var einusinni maður, sem var svo
ákaflega góður, að honum fanst sér vera ó-
mögulegt að lifa í veröldinni.
Hvert sem hann leit, sá hann ekki annað
en ófrið og illdeiiur manna á milli. Allir
hugsuðu einungis um sjálfa sig og reyndu
að afskifta nágranna sína. Það var stríð á
milli konunganna og það var stríð á milli
sætindasalanna á götuhorninu. Enginn hjálp-
aði öðrum og enginn fyrirgaf öðrum.
Loksins varð maðurinn svo leiður á þessu,
að hann afréð að flytja sig langt út í sveit
og hafa eins lítil afskifti af mönnum eins og
hann mögulega gæti.
Langt í burtu, í skógarlundi einum fram
á sjávarströndu, hitli hann fyrir sér lítið en
snoturt hús. Leigði hann það af bónda ein-
um, sem átti það, og settist þegar að í því.
Svo gekk hann og reykti úr pípunni sinni;
sat frammi á sjávarströndinni og horfði út á
hafið. Vonaðist hann nú eftir, að grimd og
ilska særði aldrei framar hjarta sitt.
Á meðal margra annara góðra hluta hafði
maðurinn flutt með sér ákaflega gott sykrað
svínslæri, sem hann lét niður í kjallarann,
svo að það skemdisl ekki. Einusinni langaði
hann í ofurlítinn bita af svínslærinu. En er
hann ætlaði að sækja það niður í kjallarann,
var það horfið.
Nei, það var ekki alveg horfið, beinið lá
kyrt, en ekki meira. Hann gægðist um allan
kjallarann og sá þá á músarhala, sem hvarf
inn í holu sina.
Þetta var ákaílega gremjulegt. Og til þess
að það skyldi ekki fara eins með næsta
svínslæri, fór hann að finna bóndann, sem
hafði leigt honum húsið.
Við garðhlið bóndans sat köttur og malaði-
Maðurinn heilsaði honum og sagði:
»Heyrðu, kötturl — Það er mús í kjallar-
anum mínum«.
»Nú er heima«, sagði kötturinn.
»Viltu eta hana fyrir mig?«
»Já«, sagði kötlurinn.
Gengu þeir svo maðurinn og kötturinn
heim að litla húsinu og leið ekki á löngu.
að kötturinn náði músinni og át hana.
BÞakka þér kærlega fyrir«, sagði maður*
inn.
»Gott er nú það«, sagði kötturinn.
Morguninn eftir gekk maðurinn sér til
skemtunar út í skóginn.
Fuglshreiður eitt var þar skamt frá, sem
hann ætlaði nú að heimsækja, yndislegir sól*
skríkjuungar áttu heima í því. Hafði hann
oft horft á þá, en varast að koma of nsern
þeim, svo að móðirin skyldi ekki verða
hrædd og fljúga i burtu.
Þegar hann kom til hreiðursins í þetta
skifti var það tómt.
Hann skildi undireins, að einhver ógsefa
hafði borið að höndum, því að ungarnir
voru alls ekki orðnir flugfærir, Sólskríkju-
móðirin sat uppi í grenitré og bar sig aum-
lega.
Um leið og maðurinn, hryggur í huga.
ætlaði að ganga burtu, kom hann auga ó
kött bóndans, sem sat á garðinum og malaðn
»Heyrðu, köttur«, sagði hann, »í gærvoru
þrír sólskríkjuungar í hreiðrinu«,
»Á«, sagði kötturinn.
»Þú hefir etið þá?«
»Já«, sagði kötturinn.
»Þér skal verða hegnt fyrir það«, sagði
maðurinn.
»Ekki nema það«, sagði kötturinn.
Maðurinn tók stein og henti á eftir honum,
en hitti hann ekki, því að hann var á svip*