Heimilisblaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 15
HEÍMÍLISBLAÐIÐ
n
stundu stokkinn upp í tré. Bar sat hann og
dró dár að manninum.
»Eg get ekki lýst því með orðum, hvað
þú hryggir mig með framferði þinu«, sagði
maðurinn.
»Hingað, í hina friðsælu náttúru, hefii eg
flúið, vegna ilsku og grimdar mannanna,
en þá hitti eg þig fyrir, þorparinn þinn. Þú
berð ekki hjarta í brjósti þínu, þar eð þér
þótti ekki vænt um litlu, saklausu sólskrikju-
ungana, sem voru nýkomnir í heiminn og
móðir þeirra var svo ákaflega hamingjusöm.
Þú hefir heldur enga sómatilfinningu — finst
þér það sæma gömlum, reyndum ketti, að
myrða þrjá ofurlitla fuglsunga?«
Hann tók stein og ætlaði að henda hon-
um í köttinn, en hitti hann ekki, þvi að
kötturinn stökk hærra upp í tréð.
»Hættu að kasta steinunum«, sagði köttur-
inn. »1>Ú getur, ef til vill, einhverntíma hitt
mig af klaufaskap. Settu þig heldur á garð-
inn og þá skal eg segja þér dálítið«.
»Getir þú sagt þér nokkuð til afsökunar,
þá gleður það mig«, sagði maðurinn.
»Eg ætla alls ekki að afsaka mig«, sagði
kötturinn. »Eg hefi ekki gert annað en það,
s^m eg hefi leyfi til að gera. En eg ætla að
skamma þig, hræsnarinn þinn«.
»Fyrir hvað?« sagði maðurinn og settist
á garðinn.
»Þú ert dáindisfélegur náungi«, sagði kött-
urinn. »í gær komstu heim til mín og sóttir
mig til að eta mýsnar í kjallaranum þínum.
Þér fanst eg vera ágætur köttur og alveg
eins og köttur ætti að vera. Þegar eg var
búinn að gera það, sem þú ætlaðir mér að
vinna, klappaðir þú mér og hrósaðir mér.
Þér datt þá ekki í hug að kalla mig þorp-
ara. En í dag kallar þú mig öllum illum
nöfnum, af því að eg át þrjá snoðna sól-
skríkjuungu«.
»Músin hafði etið svínslærið milt«, sagði
maðurinn.
»Heldur þú að þetta sé málsbót fyrir þig?«
sagði kötturinn. »Má eg spyrja þig — hvaða
hádegismat borðaðir þú í gær?«
»Eg borðaði hænuunga«, sagði maðurinn.
»Þá áztu«, sagði kötturinn. »Eg heyrði að
þú hefðir útvegað þá hjá bóndanum — Og
eg sá með mínum eigin augum að vinnu-
konan hjó af þeim höfuðið. Viltu nú ekki
vera svo vænn og segja mér, hvort þessir
ungar hafi etið frá þér syínslæri, eða á ein-
hvern annan hátt unnið þér mein?«
»Ne-e-ei«, sagði maðurinn.
Hann lét steininn, sem hann hafði ákveðið
að henda í köttinn, detta úr hendi sinni,
setti hann hönd undir kinn og hugsaði. En
kötturinn hélt áfram að storka honum:
»Má vera að þú viljir einnig vera svo góð-
ur að segja mér, af hvaða dýri lærið var,
sem þú ætlaðir að láta í magann á sjálfum
þér, en fór í músarmaga?«
»Það var af svíni«, sagði maðurinn.
»Það var það«, sagði kötturinn, »eg þekli
vel svínið — það átti heima í bænum fyrir
handan og hrein og át og gerði engum mein.
Má eg vera svo framur að spyrja — hvað
hafði svínið gert þér til bölvunar, svo að þú
skyldir vilja eta af því lærið?«
»Þetta er nú rétt«, sagði maðurinu.
»Svona ert þú«, sagði kötturinn. »Þú hrós-
ar mér, þegar eg et mýs, en skammar mig,
þegar eg et sólskríkjuunga. Sjálfur etur þú
með góðri samvizku bæði svín og hænuunga.
Og þó ertu maður og vilt vera hygnari en
allir aðrir«.
Maðurinn sá að hann gat ekki svarað
kettinum. Hann gekk því heim í litla húsið
og fór að hugsa um ástandið á jörðunni.
En leiður varð hann á þeirri hugsun.
(Niðurl. nwst).
taka,
Sólin bræðir bjarta mjöll,
blómum klæðir svartan völl,
sálna græðir sárin öll,
sefar mæðu-táraföll.
g. kr.