Heimilisblaðið - 02.12.1935, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
187
Og orðið varð hold og fcann bjó
með oss, fullur náð.:r og sannleika;
og vér sáum dýrð hars, dýrð sem
eingetins Sonar frá Fuður. J6h. 1: 14.
Fyrir sjónum vor skammsýnna manna
liggur við, að fátæklegar ytri aðstæður
vilji skyggja á þá miklu dýrð jóla-viðburð-
anna, sem til vor stafa frá gripahúsinu og
jötunni í Betlehem. Og þetta virðist einnig
rð nokkru leyti eiga við um þá, sem komnir
eru til trúar á Jesúm Krist og þrá af
hjarta samfélag- við hann.
Pað munu varla vera til nokkur orð, er
varpi meiri dýrðarljóma yfir hina dásam-
legu Betlehems-atburði, en vitnisburður
Jóhannesar, er hann segir: »Orðið varð
hold — og hann bjó með oss<- Það er
kjarni jólabrðskaparins, sem vér scfnvms:
:» enn saman til að hugsa um og hlýða á.
ó, að Guð næði að gera þann boðskap lif-
andi í hjörtum vorum á þessari jólahátíð!
Biðjum hann að »úthella yfir oss anda
bænar og náðar«, sem geri oss hæf til að
halda jól - hæf til að veita viðtöku tár-
hreinum boðskap jclanna og sannri jóla-
gleði, þeirri hjartanlegu jólagleSi, sem er
jafn hrein og heilög, hvort sem hennai’
er notið á ríkmannlegu heimili eða í fá-
tæklegu hreysi.
Hugsum um þetta: »Orð'ð varð hold« óg
heimfærum það til Jesú. Minnumst svo
þess, sem sagt er á öðrum stað: »Guö
hefir talað til vor fyrir Soninn, þ. e. fyrir
munn sins elskaða Sonar«. Einmitt með
orðunum látum vér i ljósi hugsanir vorar,
tilfinningar og vilja,. Alveg eins er um
Krist, orðiö Guðs, sem iklæddist holdi. í
Kristi opinberast hugsanir Guðs og vilji
* hans, oss-til handa. Já, þar finnum vér
hjartalag Guðs til vor. Að sama skapi sem
Vér sjáum
dýrð hans
vér jiekkjum Jesú, þekkjum vér insta eðli
Guðs og hver hugur hans er til vor.
»Enginn hefir nokkurntíma séð Guð; en
Sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti
Föðursins, hefir veitt oss þekkingu ú
honum.«
Eins og Jesús segir: »ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið«, eins er hann líka
»Orðið«, hið eilífa Orð, Guðs eiginn Sonur,
kominn úr skauti Föðursins, til að opin-
bera oss Guð.
Það er hið mikla jóla-undur, sem var
r