Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 6
188 HEIMILISBLAÐIÐ «• JÓLAGLEÐI Vér f 'ógnum þér nú, þú frelsarinn góði, í lifandi trú. Þú komst til að vera oss kraftur og lif, þú komst til að gefa’ oss hið eilífa líf, því enginn fær gefið þá gjöf, nema þú. Ö, gleð þú oss nú! Ö. gef þú oss jól, þú Guðs lamb, þú eilífa miskunnarsól! Vér biðjum þig: Ver þíi vor líkn og vort líf. í lífi og dauða vor einasta hlíf. Já, gef oss í sannleika gleðileg jól, þú gœzkunnar sól. Vor f riður, vort lif, vor frelsari, vertu- vor kraftur og hlíf. Þú veizt, að vér getum ei verið án þín, vér villumst, ef Ijósið þitt eigi oss skín. ö, láttu nú anda þinn lifga oss nú með lifandi trú! B. J. Þetta er dýrðin mikla, sem birtist og engillinn boð'aði hirðunum: »Verið óhrædd ir! Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun lýðnum, því að yður er í dag Frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur, í borg- Davíðs«. Við fæðingu barnsins í jötunni í Betle- hem rann mannkyninu upp nýr dagur. Bænir hinna trúuðu áttu að ná sælli full- nægingu. Fyrirheit þeirra, sem gengu í myrkri og bjuggu í dauðans-skuggadal »Réttlætissólin með græðslu undir vængj- um sínum« rann upp yfir börn jarðar. Signuð skín réttlætissólin frá Israelsfjöllum, só’stafir kærleikans ljóma frá Betlehemsvöllum. Blessuð um jól börnunum Guðs þessi sól flytur ljós frelsisins öllum. Hér hverfur lítilmótleiki jötunnar og dýrðin ljómar í móti oss. Umhverfið breyt- ist og vér sjáum dýrð sem eingetins Sonai fr|á Föður. 1 þessu dýrðlega ljósi óskum vér og biðj- um, að öllum lesendum Heimilisblaðsins mætti auðnast að sjá undrið mikla í Betle- hems-jötunni á þessari jólahátíð. Þar hvílir hann, sem er ljómi dýrðar Guðs og ímynd veru hans, — liann, sem ber alt með orði máttar síns, — hann, sem með holdtekju sinni flutti oss fyllingu náðar og sannleika. ó, Guðs hinn sanni Son, sigur líf og von rís með þér og rætist, þú réttlætisins sól. Alt mitt angur bætist, þú ert mitt ljós og skjól. Ég held glaður jól! fyrirsagt af spámönnunum, boðað af engl- inum Gabríel og sungið af hersveitum engl- anna á Betlehemsvöllum. Þetta er hinn mikli leyndardómur guð- hræðslunnar: »Hann, sem opinberaðist í holdi, var réttlættur í anda, birtist engl- un>, boðaður með þjóðum, var trúað í heimi, hafinn upp í dýrð.« Þá fyrst blasir dýrðin við oss í fullri fegurð, er vér hugleiðum komu Sonarins í þennan heim. Jóhannes segir: »Vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins Sonar frá Föður« — og hann var fulliir náðar og sannleikaa. Á hæstri hátíð nú hjartafólgin trú honum fagni’ og hneigi, af himni er kominn er; sál og tunga segi með sælum englaher: Dýrð sé, Drottinn, þér! Gleðileg jól — í Jesú nafni! Á. Jóh, »Julottan«. n

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.