Heimilisblaðið - 02.12.1935, Síða 12
194
HEIMILISBLAÐIÐ
»Nafarinn«, fór nú að tygg'ja og leii
hugsandi út.
»Ég heiti Birgitta,« sagði litla stúlkan.
»En hvað heitir þú?«
»Hm!« Hann hugsaði sig ofurlítið um.
»Ég heiti Níels,« sagði hann hikandi.
»Pað er nú ekkert sértaklega fallegt
nafn, en þú átt víst ekki neitt betra! Ertu
svo ekki bráðum búinn Níels? Pú hlýtur
nú að hafa borðað nóg!«
»Nú á ég aðeins einn bita eftir,« taut-
aði hann og tók tvo stóra munnbita í snatrí
og flýtti sér að gleypa þá, og stinga því
sem eftir var upp í sig.
»Svona,, nú er ég; búinn.«
»Komdu svo,« sagði hún og gekk á- und-
an honum. »Mundu að slökkva ljósið!«
Hún tók í hönd hans og leicldi hann
gegn um eldhúsið inn í herberei. sem auð-
sjáanlega. var ætlað börnum,
»Hvað eigum við é.ð leika okkur?« spurði
hún og horfði áhyggjufull á hann.
»Ja, ég veit svei mér ekki,« svaraði hann
hálf vandræðalega og klóraði sér í höfðinu.
»Þú verður nú að finna upp áeirhverju,«
sagði hún óánægjulega.
»Áttu enga n>yndabók?«
»Ö, jú, hérna eru margar, komdu, svo
setjumst við á g'ólfið, fyr:st þú, og svo sesí
ég í kjöltu þína, eins og hjá honum pabba.«
»Nafarinn« fann til einkennilegra til-
finninga og' hann fann þarna litlan barns-
líkama hajla sér upp að sér í fullu trausti.
»Átt þú enga myr.dabók? Þú mátt gjarna
eig;a þessa. bók. Ég fæ áreiðanlega nýja á
morgun,«
»Svo! Er afmælisdagurinn þinn
morgun?«
»Guð minn góður! Já, það er víst satt.«
»Hvar hefir þú jólatré? Heima hjá
pabba þínum og mömmu?«
Hann klappaði á kinn barnsins. »Nei,
litla stúlka, ég' á hvorki föður né móður,
og' engan sem hugsar um mig á aðfanga-
dagskvöld.«
»Veslings Níels! Ég skal hugsa um þig!
Þú skalt koma til okkar; við höfum það
svo skemtilegt. Fyrst förum við til fólks-
ins í bænum — þú veizt að pabbi á sveita-
bæ hérna rétt bak við — og þar er hafr
stórt jólatré, og pabbi heldur svo fallega
ræðu, og svo bjóðum við öllum »gleðileg
jól« og gefum þeim öllurn gjafir. — Hvers- ^
vegna átt þú enga móðir?« spurði hún alt
í einu.
»Hún er dáin, litla vina, fyrir löngu.«
»Veslings Níels!« Hún strauk hönd hans
með mjúkurn fingrum sínum. »Þá get ég
vel skilið, að þú vitir það ekki, að bjúgu
eiga að sneiðast þunt. — Átt þú ekki held-
ur pabba?«
Hann hristi höfuðið.
»Pabbi minn er svo góður, og á aðfanga-
dagskvöld talrr hann svo fallega. við okl:-
ur og svo dönsum við kring um jólatréð.-
Hún geispaði svolítið og þrýsti sér fastar
að i onum. »Svo talar pabbi um hvaða þýð
ingu jólin hafa fyrir okkur, cg svo biðui'
hann fvrir öllum sjúkum og fyrir föng-
u,m —.«
»Nafa.rinn« kiptist við ofurlítið.
Hún misskildi hreyfinguna. »Hann gerir
það vissulega,« sagði hún áköf. »Mamma *
sagði mér það sjálf í dag.«
»Það er vel gert af honum,« tautaði hann
lágt.
»Pabbi er altef góður,« sagð' hún ákveð-
in. Hún geispaði aftur og hélt svo áfrarn
hálf sifjuð: »Svo blessar pabbi yfir okkur
öll og segir: »Friður á jörðu og-------ég
er svo sifjuð.«
Rödd hennar smálækkaði, og litlu aug-
un hennar lokuðust,
»Nafarinn« sat grafkyr og þorði varla
að drag-a andann. Straumar af óþektum
tilfinningum streymdu um huga hans, þar
sem hann starði fram undan sér, og hugs-
aði um orð litlu stúlkunnar. »Friður á
jörðu!« Já, Guð gæfi að hann gæti
fundið frið. Hann leit á Birgittu litlu
sem hvíldi svo rótt við brjóst hans, og
innileg ástúð greip hann, er hann sveip-
aði snjáða jakkanum sínum utan um hana. 0
Alt- það, sem hafði dregið hann inn í þetta
<«