Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 14
196
HEIMILISBI, AÐlÐ
<
lengi bui'tu. Eftir nokkrar mínútur lyfci
»Nafarinn« liöfði og litaðist um. Petta var
skrautlegt herbergi með bókaskápum.
Hann stóð upp og gekk að þeim. Undir
glugganum stóð skrifborð, og áþvílábréfa-
pressa og undir henni tíukróna seðill!
Hann lyfti bréfapressunni varlega og
tók seðilinn upp. En í stað þess að stinga
honum á sig hélt hann á honum í hend-
inni. Honum varð litið á mynd er stóð á
skrifborðinu. Inni í rammanum brosti Bir-
gitta litla móti honum. Hann stóð ofurlitla
stund, og horfði á þetta vingjarnlega barns-
andlit, svo komu fastir drættir í andlit
hans. Hann lyfti bréfapressunni aftur, og
lagði seðilinn þar sem hann áður var,
Svo sneri hann sér við og mætti þá hin-
um alvarlegu augum prestsins.
»Eg ætla að hjálpa yður! Ég sá til yðar,«
Inni í borðstofunni stóð stór og þrek-
inn maður. »Þetta er bílstjóri minn,« sagði
prestur og sneri sér að honum og mælti:
»Hér er Níels Andersen er ég hefi tekið.
Þér verðið að muna að hann er alveg óvan-
ur sveitastörfum svo þér verðið að vera
þolinmóður við hann fyrst í stað. Það væri
máske réttast að hann byrjaði ekki að
vinna fyr en eftir jól, en þér sýnið honum
alt og skýrið fyrir honu,m hvað hann á að
gera. — Og svo sjáið þér um fötin sem
ég talaði um.«
»Já, herra prestur! Já, komið svo meó
mér, Andersen.«
»Góða nótt!« Presturinn kinkaði vin-
gjarnlega kolli til þeirra er þeir fylgdust
að út í myrkrið.
Það var komið aðfangadagskvöld. Úti
í bænum glóðu ljósin á geysistóru jólatré,
og alt vinnuflókið ásamt bústjóranum var
saman komið í stofunni. Við hlið hans stóð
Níels, áður »Nafarinn«, dálítið óframfær-
inn í þessum óvenjulegu kringumstæðum,
en með það á tilfinningunni að nú hefði
honum loks boðist tækifæri. Hann var
klæddur hlýjum, gráum fötum, er bústjór-
inn hafði keypt handa honum um daginn.
Og honum fanst, þar sem hann stóð rnd-
ir hátíðaski eyttu jólatrénu, að i m hann
streymdi löngun til að reyna af fremsta
megni, að vinna sig áfranr á heiðarlegan
hát-t. I
Presturinn gekk nú að trénu, en frúin
og Birgitta stóðu skamt frá. Hann talaði
fagurt og látlaust um jólin og þýðingu
þeirra. Það hafði djúp áhrif á Níels, sem
aldrei hafði heyrt það fyr, eða að minsta
’kosti aldrei skilið það fyr en nú.
Svo endaði presturinn með þessum
brðum:
»Og fram gegnum aldirnar lýsa þessi
orð, sem fremur öllu öðru heyra jólunum
til og sem fært hafa gleði og blessun inn
á miljónir og aftur miljónir heimila: »Frið-
ur á jörðu!« — Gleðileg jól öll!«
Þungt andvarp leið upp frá brjósti Ní-
elsar, eins og gömlu hlekkirnir væru að
springa, svo friðurinn gæti komist þar að.
Prestsfrúin tók nú gjafirnar og lét Bir-
gittu útbýta þeim. Þar var eitthvað handa
öllum, föt, pípur, tóbak og vindlingar og
loks tók presturinn lítinn böggul og hvísl-
aði einhverju að Birgittu, en hún hljóp aí
stað til Níelsar með hann, lagði hann .■
lófa, hans og hvíslaði: »Á morgun fáum
við bjúgu.«
I bögglinum var myndabókin er Birgitta
hafði lofað honum, Ijósmynd hennar er
staðið hafði á skrifborði prestsins og loks
tíukrónaseðill, og á pappírsblað hafði
presturinn skrifað:
»Það sem við vitum tveir einir, fá engir
aðrir að vita, — Heill og hamingju í fram-
tíðinni, Níels Andersen, og gleðileg jól!«
Þegar Níels lagðist til hvíldar þetta
kvöld í litla vinnumannaherberginu, skildi
hann hvað orðin: »Friður á jörðu«, höfðu
að þýða fyrir mannkynið. Myndin af Bir-
gittu litlu stóð á borðinu, og á það horfði
hann síðast, er hann slökti ljósið og lagð-
ist til svefns.
Þ. F. þýddi.
PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR
<1