Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 2
2
fiEIMILISBLAÐÍÐ
Sagan af 36ni 6 Botni. Skrítlur.
Einu sinni var maður nokkur á Botni í Por-
geirsfirði. Hann var farinn að eldast, en var 6-
giftur og bj(5 með mðður sinni, sem var orðin
gömul. Jón var nú farinn að langa til að gift-
ast, svo að hann fer til sóknarprestsins cg ber
upp fyrir honum vandræði sín, en svo segir hann
presti, að hann vilji ekki aðra konu en þá, sem
iítið þurfi að borða. Prestur segir honum, að
hann skuli koma með sér til Flateyjar næsta
sunnudag, því hann ætli að messa þar.
Nú líður vikan og er Jón kominn snemma á
laugardag, og leggja þeir af stað. Nú segir prest-
ur við Jón: »f*ú skalt fara upp í útibæ, en ég
verð í Neðribæ. Bóndinn i útibæ á dóttur, sem
er vel að sér bæði til munns .og handa og er
gott búkonuefni. Þú skalt taka vel eftir henni,
og geðjist þér að henni, þá skal ég bera upp bón-
orðið fyrir þig«. Jóni þykir vænna um þetta en
frá verði sagt, og þegar þeir koma austur, fer
Jón upp í útibæ, eins og prestur hafði sagt hon-
um, og biður að lofa sér að vera, og var það auö-
sótt mál. Sér Jón nú slúlkuna og lízt prýöisvel
á hana.
En um kvöldið kemur prestur í útibæ, og meö-
al annars fer hann eitthvað að gaspra við st lk-
una og segir henni, að hún skuli ekki borða mik-
ið í kvöld. Eftir að prestur var íarinn, fer stúlk-
an að hugsa um, hvað hann hafi meint með þvi
að segja að hún skyldi ekki borða mikið, en þá
dettur henni Jón í hug, og hafði hún heyrt, að
hann væri að reyna að útvega sér konu, og hugs-
ar, að ef hann sé kominn i slíkum erindagjörð-
um til sin, þá skuli hún nú leika á hann.
'Nú líður að kvöldverði. Var þá skamtað í ösk-
um, eins og siður var í gamla daga, og ber stúlk-
an þá inn; kemur hún fyrst með 4 marka ask
og setur hann á pallskörina; og i hvert skipti,
sem hún kemur inn með ask, sýpur hún á ask-
inum, og þegar hún er búin að bera inn askana,
þá er hún búin úr askinum á pallskörinni.
Þegar farið er að borða, kemur stúlkan til móð-
ur sinnar og segist vera hálf svöng ennþá; móðir
hennar segir, að það geti varla verið, hún sé búin
að borða svo mikið. En sannleikurinn var nú sá,
að stúlkunni var orðið ilt af matarátinu, svo að
hún mátti leg'gjast fyrir.
Morguninn eftir kemur Jón snemma ofan x
Neðribæ til prests og biður hann I Guðs bænum
að hætta við kónorðið, þvl sér lítist ekki á, hvað
mikið hún þurfi að boiða, því hún hafi nú reynd-
ar lokið úr 4 marka aski i gærkvöldi og ekki
fengið nóg.
Hjón koma inn í eina af hinum notalegu veit-
ingakrám, senx eru við þjóðvegina. i hinum suð-
lægari ríkjum Anieriku. Bro;andi negraþjðnn
spurði auðmjúkur hvað þau óskuðu að fá að borða.
»Ég vil gjarnan fá tvö linsoðin egg«, sagði konan;
»og ég óska að fá það sama«, sagði maðurinn, en
bætti siðan við: »En þau verða að vera ný! -
»Okey«, svaraði negrinn, og um leið og har.n
stakk höfðinu inn i gat fram í eldhúsið kallaði
hann: »Fjögur linsoöin egg tvö af þeim eiga
að vera ný!«.
Konan: »Ég vildi óska þess, rð ég 'væri bók,
þá niyndir þú sinna mér meirá«.
Maðuiúnn: »Já, og ég vildi óska þess að þú
værir árbók, þá fengi ég nýja á hvei-ju ári«.
»Þér kallið mig þorpara og svikara —- það hefii
eflaust verið spaug- hjá yður«.
»Nei!«
»Nú, jæja, þaö er gott fyrir yður, því að slíki
spaUg hefði getað orðið yður dýrt«.
Ungur maður nam burt unnustu sína úr for-
eldrahúsuni:. Þau flýðu í bíl. Á leiðinni var ungfi
stúlkan að tala um það, hvað faðir hei nar yiði
nú aumur, þegar hann frétti, að hún væri strokin.
Þegar þau komu á ákvöiðunarstaðinn, segir ungi
maðurinn við bílstjórann.
»Hve mikið kost.ar nú þetta?«
»Ekkert svaraöi bilstjórinn. »Faðir st lkunnar
borgaði bílferðina fyriifram«.
Það er komið kvöld. Skemtigarðurinn er fð
tæmast. En í einu horninu er piltur og stúlka.
Hann líggur við fætur hennar og er að biðja
hennar sér fyrir konu, en hún er lengi að hugsa
sig um, hverju hún eigi að svara. Kemur þá
garðvörðurinn tit þeirra og segir: »Flýttu þér
að ákveða svarið, stúlka mín, þvi að nú ætla ég
að fara að loka garðinum!«
í skóla Ai-abanna: »Jæja Alí, hvað tók spámað-
urinn Múhameð með sér, þegar hann flúði frá
Mekka?«
Alí: »Aðeins hið allra nauðsynlegasta, hr. kenn-
ari, einn úlfalda og sex konur«.
En þegar prestur hitti stúlkuna næst, sagði
hann henni upp alla söguna, og þóttist hún góð
að hafa sloppið við að giftast Jóni.
En Jón inátti fara konulaus heim, og er þess
ekki getið, að hann færi I aðra biðilsför.
Giiðrún Stciiinsilóttir.