Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Blaðsíða 4
4 HEIMILISBLAÐIÐ geiminn, er óhætt að fullyrða, að þeir fyrstu gera það löngu áður en það er örugt eða skynsamlegt. Og í raun og veru e r u til margir, sem hugsa um það í fullri alvöru, að slík ferð verði farin. Ekki samt svo að skilja, að ferðin verði hafin í dag eða á morgun, heldur er hér aðeins um fyrirætlun að ræða, sem fullgildar ástæður eru til að undirbúa, að hrundið verði í framkvæmd. Og það eru hreint ekki hálf- brjálaðir hugarvinglar, sem þannig hugsa. Það eru menn, sem skilja til hlítar tækni nútímans og þann vísindalega grundvöll, sem þetta alt verður að byggjast á. Þeir loka heldur ekki augunum fyrir þeim erfið- leikum, sem yfirstíga verður, áður en hægt verður að koma þessari æfintýralegu ráðagerð í framkvæmd. I hverju eru þá þessir erfiðleikar fólgn- ir? Jú, áður en við byrjnm ferðina um himingeiminn, verðum við að slíta okkur lausa frá jörðinni. Við erum öll bundin móðurhnetti okkar mjög sterkum böndum, ósýnilegum afltaugum, sem geisla út frá jörðinni og umlykja alt, sem á henni er. Það er þetta, sem nefnt er aðdráttarafl. Við þekkjum það öll, við vitum, hve fast það heldur í okkur. Jafnvel hinn léttasti íþróttamaður getur aðeins stokkið rúma tvo metra í loft upp, og þá fellur hann miskunnarlaust aftur til jarðar. Þegar himingeims-skip er smíðað, verð- ur það að geta yfirunnið aðdráttaraflið, ekki aðeins fáeina metra í loft upp, heldur upp í gegnum alt loftlagið, sem umlykur jörðina, og þúsundir bg aftur þúsundir kílómetra út fyrir það. Til þessa þarf óhemju mikla orku, og það segir sig sjálft, að það fyrsta, sem gera þarf, er að reikna út, hve mikil sú orka þarf að vera. Við fyrstu augsýn mætti svo virðast, að þessu orkumagni væru engin takmörk sett. að það væri svo að segja óendanlega mikið. Aðdráttaraflið verkar takmarkalaust, og togar því í skipið, hversu hátt sem það kemst. Ef nýrri orku væri ekki í sífellu ausið úr orkugeymunum, mundi skipið falla til jarðar. Við aðdráttaraflið losnum við aldrei. # * * Mörg hnjóðsyrði má segja um aðdrátt- araflið, sérstaklega þegar það er Þránd- ur í Götu ferðafyrirætlana mannsins. En það hefir samt sínar góðu hliðar. Ein af þeim er sú, að það minkar, því fjær sem dregur jörðinni. I þessu sambandi er sú staðreynd til mikils hugarléttis. Maður,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.