Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 7
HEIMILISBLAÐIÐ
7
eí*nið getur sem sé ekki einu sinni flutt
þung-a sjálfs sín út í himingeiminn, hvaö
þá heldur borið fólk og skip með farangri
á herðunum.
Fljótt á litið virðist. þetta óleysanleg
þraut. En hvernig hafa þá þeir menn, sem
sleitu,'aust fásti við þessar fyjiræ lanir,
hugsað sér að knýja slík skip áLam?
Loftbelgir og flugvélar komast íurðulega
hátt í loft upp, en samt ekki nema hverf •
ancli lítinn bluta af þsirri le'ð, sem fyrir-
ætlun þessi gerir ráð fyrir að farin veið .
En er þá ekki hægt að komast hærra?
Jú, eitthvað hærra, að minsta kosti eins
l.angt og gufuhvolfið nær. Og þaö er fyrst
þar, sem, grí'uþvolfið endar að himnaför-
in byrjar fyrir alvöru. Og þar er ekkert
loft, sem loftbelgir geta svifið í éða hreyi 1-
ar flugvélanna ge;a riotað sem viðspyrnu
til að knýja þær áfram. Og hvað þá?
Það er aðe'ns til einn grur dvöllur, sem
för um þetta. tóma rúm getur bygst á, og
það er raketUigrundvöllurinn. Nútíma
menn hafa þegar býsna náin kynni af
rakett1 ,nni, sem ællað er að framkvæma
furðuverk framtíðarinnar: að fl.ytja okkur
yfir Atlan-shafið á einni klukkustund og
að lokurn að færa okku,r inn í instu, af-
ki,m,a útheimsins. Við vitum, að þetta á ad
gerast á. svipaðan hátt og þegar íiugeldur
þýtur í loft upp. Kraftmiklum bftstraumi
er beint, aftur á við, og þannig er flugeld-
Urinn eða farartækið knúið áfrarn. Við höf-
Um séð með okkar eigin augum, að þannig
gengur þetta'til. En á, hverju, byggjast svo
eiginlega ölL þessi áhrif?
* *
*
Rakettu-grundvöllinn má skýra á marg-
an hátt, eða réttara sagt: skýringuna má
bera fram á marga vegu. Það er til ein
skýring á því, sem byrjar fremur einkenni-
lega, en flytur okkur þó að lokum að tak-
uiarkinu. Hún hljóðar þannig: Þegar far-
artækið er komið út í himingeiminn, hefir
áhöfn þess engin áhrif á, hvernig þyngdar-
Punkturinn ,,í því öllu“ hreyfir sig. Ekkert
loft er í kringum það, svo að hreyflar og
stýri eru áhrifalaus. Hvergi er neitt ,fast“
til að halda sér í, ekkert, sem viðspyrnu
veitir. Þess vegna getur áhöfnin á skipinu
gert alt, sem hana lystir, þyngdarpunkt-
urinn heldur áfram för sinni án þess að
taka tillit til þess.
Sem upphaf að skýringu á því viðfangs-
efni, hvernig hægt sé að koma skipi út í
himingeiminn og stýra því að ákveðnu
takmarki, hljómar þetta fremur hjákát-
lega. Hvað eiga vesalings mennirnir að
g.era, þegar alt, sem þeir aðhafast, er
áhrifalaust fyrir hreyfingu þess, sem
mestu máli skiftir — þyngdarpunktsins ?
En hversu hjákátlega sem það kann að
hljóma, þá er það einmitt þessi staðreynd,
að þyngdarpunkturinn lætur ekki stjórna
sér né hafa áhrif á sig, sem allar fram-
kvæmdir í himingeimnum verða að byggj-
ast á.
Til þess að skilja þetta er nauðsynlegt
að skýra hugsanirnar og hugtökin. Þyngd-
arpunkturinn, sem hér er talað um, er
þyngdarpunktur'skipsins og alls þess, sem
í því er: manna, vista og brensluefnis. Það
síðastnefnda er þýðingarmest í þessu sam-
bandi, því úr brensluefninu er búin til loft-
tegund, sem þrýstist aftur úr skipinu sem
kraftmikill geisli. Já, en þá verður skipið
sjálft að fara áfram, því annars mundi
þyngdarpunkturinn flytjast aftur, eftir
því sem lofttegundin streymdi út. Og sem
byrjun á skýringunni var því slegið föstu,
að tiltektir mannsins hafa engin áhrif á
hreyfingu þyngdarpunktsins.
Maður getur stokkið lengra en venju-
lega, ef hann hefir nokkuð þunga hluti í
höndunum. Þegar hann er stokkinn af
stað, hreyfist þyngdarpunktur mannsins í
boga, sem stökkmaðurinn hefir ekkert
vald yfir. Þyngdarpunkturinn „stekkur"
því alveg ákveðna lengd, sem ákvarðast af
tilhlaupinu og uppstökkinu, en breytist
ekki af neinu þyí, sem maðurinn hefst að
í loftinu. (Hér er þó ekki talað um óveru-
legar breytingar á loftmótstöðunni, sem