Heimilisblaðið - 01.01.1937, Page 9
HEIMI LISBLAÐIÐ
9
Sólh vörf.
Áramótavísur 1868.
Eftir PqI Ólafsson.
A þessum vegamótum mér
mál er við að standa,
umhverfis því augað sér
ekkert nema vanda.
Yfir liðna æfi menn
augum litið geta,
þó út í myrkrið allir senn
áfram hljóti að feta.
Þó er mesti munur á
myrkum lífsins vegi,
hvert menn stefna’ og lwar meunná
höfn að liðnum degi.
Ég get sagt um sjálfan mig —
suma daga' og alla
reikaði ég af réttum stig
raunarlaust að kalla.
Eg hefi fyrir stríðum straum
stundum flœkst til baka,
og eins og gengið oft í draum
þái átti ég helzt að vaka.
Mér hefir áfram miðað skamt,
í mörgu’ er ég orðinn breyttur;
við áraskiftin er ég samt
ótrúlega þreyttur.
Nökkva lífs á nýjan vog
nú skal hrinda úr sandi;
en engin veit, hve áratog
eru mörg að landi.
Að því landi er engir fái
aftur frá að snúa
heim, til þess að hugsá’ um þá,
sem hérna megin búa.
Ekki er lífsins gata greið,
það gerir oftast þetta,
að enginn greiðir öðrum leið
eða spor vill létta.
Hver vill annars eignum ná;
um einskilding og dalinn,
menn eru að þrœta og ýtast á,
unz þeir hnígá’ í valinn.
Kýs ég mér að komast hjá
kappi slíku og erjum;
nógum strandað ég get á
öðrum villiskerjum.
Ég skal forðast mest sem má
mig og aðra flœkja
í vandamál, og vondum hjá
vegfarendum krœkja.
Þá, sem trúá og treysta mér
og til mín ráða leita
liðsemd míá, er lítil er
langar mig að veita.
En það er lítið lið að mér
og langt um minni gleði,
þegar ég svona þreyttur er
og þungur líká í geði.
Ég hefi reynt að róa fast
og reyni það ekki lengur,
œ því meir hvert öldukast
yfir bátinn gengur.
Hugsá ég góðri liöfn að ná,
ef liugurinn bilar ekki,
láti ég skipið skríða lijá
skerjunum, sem ég þekki.
Fast ég treysti forsjón hans,
sem föðurlegá alt metur;
góðan vilja og máttinn manns
margfaldað hann getur.
(Skuld, 31. des. 1877).