Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Side 14

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Side 14
14 HEIMI LISBLAÐIÐ á löngU', þar til tveir varðmenn komu í Ijós, báðir með skammbyssu. Þeir voru ekki frínilegir á að líta. Tom Converse var viss um, að l>essir náungar ættu hægara með að láta byssuna tala en miunninn. Þeir sneru sínum freku og ruddalegu andlitum að honum og horfðu á hann gráðugu augna- ráði, eins og þeir vonuðust eftir, að hann væri einhver gómsætur biti handa þeim, sem ætti að setja í matarbúrio þeirra. Skýring sheriffans olli þeim auðsjáanlega vonbrigðum, þegar hann sagði, að þetta væri sveitungi sinn, sem, gjarnan vildi sjá stofnunina. Með þeim orðum lauk hann upp skúffu og tók upp feikna stóra lyklakippu, gekk svo á undan út og lauk upp þungri hurð, sem lá inn til fanganna. »Þessir tveir menn halda vörð,.« sagoi sheriffinn. »Þar að auki höfum við einn, sem. kemur alveg með sérstöku merki.« Tom gekk á eftir út um þessar dyr, sem lokuðust, svo að drundi í, og hann sá, að varðmennirnir fóru, á sinn stað sitt hvoru megin við dyrnar. Byssunum héldu þeir þannig, að við minstu ástæðu eða bend- ingU' gátu þeir skotið hann niður. Fyrirkomulag fangelsisins var gert af miklu hug-viti. Klefarnir voru ekki látnir snúa hver gegn öðrúm. Þegar komið var út úr einum þeirra, varð að ganga fyrir hann til þess að komast inn í þann næsta. Birtan og loftið komu niður um tvær lúg- ur hátt uppi i loftinu. Að brjótast út þá leiðina,, var ógjörningur. Með fram. út- veggnum *— allir klefarnir voru nefnilega í miðju húsinu — var gangur, tæp tvö fet á breidd, en tíu fetum hærri en gólfið. Á þessum gangi var einn varðmaður með samskonar byssu, og hinir, Hann varð a.ð ganga lítið eitt boginn, til þess að reka sig ekki upp í járnbitana, og vegna þess, hvað breiddin var takmörkuð, varð hann eins og að halla sér út á, hliðina. Sheriffinn benti stoltur á hann og sagði: »Á hverri mínútu sér þessi vörður inn í hvern einasta klefa. Hvað hann á óþægi- legt m.eð að ganga um, gerir það að verk- um, að hann er neyddur til að halda sér vel vakandi og halda jafnvæginu, til að detta ekki niður í klefana. Og fangarnir og varðmennirnir eru svo kærir vinir, að ef hann dytti niður, mætt.i það kallast hundaheppni, ef hann yrði ekki fleginn lif- andi.« Það tísti í sheriffanum af hlátri, og sá hlátur bergmálaði í vörðunum. við dyrnar. Tom Converse datt ósjálfrátt í hug blóð- hundar, sem hann hafði séð í hlekkjum. Því meir sem. ,hann sá af fangelsinu, því meir þraut hugrekkið. Þarna var hann kominn til þess að leika á þessa blóðþyrstu varðmenn. Ef það mishepnaðist, mundi hann sjálfur verða lokaður inni í þessu helvíti. Hann hlustaði lítdð eftir skýringum Joe Shriners um leið og þeir gengu um klefana. »Þetta er Blinky Davis, hann er hér fyrir tvö morð, sem hann framdi í Chicago. Við erum að reyna að kæla hann svolítið, áður en ha,nn verður sendur annað. Hann var nokkuð viltur, þegar hann kom, en við erum búnir að þjarma svo að honum, aó það er nóg að sýna honum vöndinn«. Sheriffinn hló á sama hátt og fyr, og bergmálið heyröist aftur við dyrnar. »Þarna er Denver Rathbone. Hann myrti kontujna sína og þar á eftir tengdaföður sinn, að því að sagt er. Það er mjög senni- legt, ef maður lítur í augu hans. Sjáðu bara«. »Það voru augu, sem maður sér ekki nem,a í svöngu villisvíni, gráðug, undirför- ul og dýrsleg. Þannig lýsti sherifinn hverjum fanga með fáum orðum. »Hér er loks hunangið. í grautnum. Við erum, allir hrifnir af honum«. Hann gekk einui skrefi nær og sló með lyklunum í járngrindurnar. Það heyrðist reiðilegt urr út úr búrinu, og Tom Con- ver.se sá mann rétta úr sér og gægjast út.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.