Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 24
24
HEIMILISBLAÐIÐ
— En verð ég elskuð af manninum mín-
um? spurði Inga, sem ekki vildi fá áminn-
ingar, heldur bara heyra um forlög sín.
— Það er til margs konar ást. Það er
til ást, sem líkist loga í spónum, brakandi
skjótt. Það er líka til önnur ást. Hún er
líkari loganum í viðnum, björtum og hlýj-
um, sem vermir og brennur hægt út.
Inga var ekki hrifin af þessari sam-
líkingu. Hún óskaði einmitt eftir slíkri ást,
sem blossaði upp, en henni geðjaðist ekki
að því, að hún skyldi slokna fljótt.
— Hvernig á ég að fara að því að
verða elskuð?
— Til þess að verða elskuð með þeirri
ást, sem brennur hægt út, þarft þú að líkj-
ast viðnum: hafa það í þér, er nær ástinni.
Ingu fanst svarið ónákvæmt. En hún
skildi það samt betur en hún vildi láta
uppi. Þess vegna sneri hún talinu að öðru.
— Verð ég rík?
— Sú, er ekkert vill læra og sem finst
öll vinna vera leiðinleg, getur ekki aflað
sér auðæfa.
— En getur maðurinn minn ekki verið
ríkur?
— Auðæfi renna úr greipum letingja og
fljúga frá þeim, er elska óhóf og hégóma.
Ingu fanst, að svörin yrðu verri og
verri. Átti alt að ganga henni svo illa?
Það kom enn þá stærri ólundarstútur á
hana, heldur en venjulega, og augnaráð
hennar var í senn þrjóskufult og biðjandi.
— Þarf ég þá alt af að sitja heima og
vera höfð út undan.
— Heimili þitt getur þú auðvitað yfir-
gefið. En þér mun alt af finnast þú vera
höfð út undan, meðan þú krefst mikils af
öðrum.
— Það er alt svo slæmt og leiðinlegt,
sem þér segið mér, sagði Inga grátandi.
Hún þurkaði tárin úr augunum með
öðru handarbakinu. Hina höndina krepti
hún reiðilega á kjöltu sinni. Þessa knýttu
hönd tók nú gamla konan milli beggja
handa sinna og klappaði henni hægt, með-
an hún talaði.
— Það, sem ég hefi sagt þér um fram-
tíðina, er alls ekki óafturkallanlegt. Ég
hefi aðeins sagt það, er mér finst trú-
legast að verði, ef alt það, sem ég sé í
þessum blómhnapp fær að þroskast í friði.
En framtíðin getur orðið öll önnur. Þú
gleymir því, litla vina mín, að framtíðin
er ekki eitthvað, sem er laust við okkur.
Framtíðin verður að miklu leyti eins og
við erum sjálf.
— Hvernig á ég þá að vera, til þess að
ég geti orðið hamingjusöm í framtíðinni?
spurði Inga.
— Lifðu ekki í dreymdri framtíð, held-
ur í líðandi stund og vertu það í sál og
hjarta, sem þú ert enn þá að árum til og
skynsemi: barn.
— Barn! hrópaði Inga og snéri upp á
sig. Ég vil ekki vera barn lengur, ég vil
verða stór. Ég er líka þegar fullvaxin,
sautján ára.
— Stór verður enginn í andlegum skiln-
ingi, án þess að verða sem barn. Barns-
stundin er hin mesta auðlegð og bezta
trygging fyrir hamingju, því barnanna er
himnaríkið.
Inga þagði. Hún var undrandi yfir þeirri
stefnu, sem samtalið hafði tekið. Það hefði
henni aldrei dottið í hug, að spákona talaði
um himnaríkið.
Skyldi hún annars hafa farið á annan
stað en hún hafði ætlað sér. Hún leit í
kringum sig og sá, hvað alt var lítilfjör-
legt til að geta kallast bóndabær. Svo var
þetta hús líka ekki við f jallsendann heldur
fyrir neðan það.
— Er ekki annar bær lengra uppi í
fjallinu?
— Jú, tuttugu mínútna gang héðan.
— Þar býr spákonan, er það ekki?
spurði Inga með vaknandi áhuga. Þegar
hún las svarið í andliti gömlu konunnar,
stóð hún strax á fætur.
— Hvers vegna sögðuð þér mér það
ekki strax, að það voruð ekki þér, sem
kynnuð að spá. Það var ljótt að gabba
mig svona.