Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 165 svo að hringlaði lítið eitt í silfurkögrinu hennar. »iÉg hefi sagt yður hina gömlu spá«, svaraoi hún, »en annars eru orð og gerðir sitt hvað. Fari Harmac, hinn illi djöfull, þá hugsa ég að Fungarnir fylgi honum. Hvers vegna ættu þeir annars að blóta jarðskjálftann, hinn illa guð, sem þeir ótt- ast mest? Og er jarðskjálfti gleypti fyrir fimm öldum nokkurn hluta af leyniborg í iðrum fjallsins, — eins cg ég mun sýna yður síðar; hvers vegna flýðu þeir þá frá Múr og tóku sér bólfestu niðri á sléttunni, til! varðveizlu goði sínu, eins og þeir orð- uðu það?« »Eg veit ekki«, svaraði Orme, »en ef bróðir vor, fangi Funganna, væri hingað kominn, þá gæti hann ef til vill gert grein fyrir þessu, þar sem hann er mjög fróður um allt, sem lýtur að skurðgoðadýrkun þessarar þjóðar«. »Æjá«, svaraði drottning, »svikara þeim, sem vér höfum dæmt, er það að kenna að hann er ekki hér; en verið gæti, að hann gæti ekki heldur gefið oss neina skýringu á þessu, Að minnsta kosti hljóðar spáin svona og hefir hljóðað í marga ættliðu. Og sökum þeirrar spár höfum vér Abatar þráð að geta brotið hjáguð þeirra. Funganna. Og því goði hefir mörgum af vorum kyn- stofni verið fórnað, með því að varpa þeim í gin hinna helgu ljóna. Nú spyr ég þig —« og nú hallaði hún sér fram og leit á Orme, »viltu gera þetta fyrir mig?« »Hvað að launum, segðu það, frænka«, mælti Jósúa, með þvælulegum rómi, er hann sá, að okkur varð óbrátt um svar. »Ég hefi heyrt, að þessir vestrænu heið- ingjar séu ágjarnir menn, sem lifi og deyi fyrir gullið, sem við metum að engu«. »Spyrjið hann, höfuðsmaður«, hrópaði Kvik, »hvort þeir meti líka lönd að engu. Ég komst að annari niðurstöðu með þá síðdegis í gær«. »Já«, sagði ég, því að ég kannast við, að athugasemd Jósúa gerði mér gramt í geði. »Spyrjið hann líka, hvort Gyðingar hafi ekki rænt gullskarti Egypta í fyrri daga, hvcrt Salómo, sem hann kveður hafa verið ættföður sinn, hafi ekki rekið verzl- un með gull í öfír, og loks, hvort hann viti ekki, að flestir af kynstofni hans, geri peningana að hjáguði sínum, hvar sem þeir eru á löndum«. Orme bar þessar spurningar upp fyrir Jósúa af meinfýsni sinni,, því að Jósúa féll honum verulega illa í geð. Sumir ráðherr- arnir, sem ekki voru í flokki prinsins, brostu, en aðrir skellihlóu. Og silfurkögrið á drottningu fór aftur að dingla, eins og hún hlæji líka bak við slæðuna. En samt áleit hún það ekki hyggilegt, að gefa Jósúa færi á að svara, ef hann þá annars, hefði getað það, því að nú tók hún sjálf til máls: »Hið sanna er, vinir mínir, að við hér metum gull lítils, af því að vér búum hér út af fyr}r oss og getum ekki rekið verzl- un við neina utan vors lands, það er oss því gagnslaust til annars en skarts. Væri ekki svo, myndum vér vafalaust meta það jafn mikils eins og gert er hvarvetna ann- ars staðar í heiminum, bæði meðal Gyð- inga og heiðingja. Og sennilega gerum við það, þegar við erum lausir úr hondum óvina vorra, sem hafa lokað oss hér inni. Því er það rangt hjá frænda að telja það dyggð hjá oss, sem við erum neydd til að gera. Einkum af því, að þjóð vor eins og þjónn þinn sagði, gerir sér landið gulli dýrra og leggur fúslega lífið í sölurnar til að ná því á sitt vald, jafnvel þó að þeir hafi nóg fyrir«. »Heiðingjarnir heimta þá eftir því eng- in laun fyrir greiðvikni sína?« sagði Jósúa háðslega. »Auðvitað gerum við það, prins«, sagði Orme, »vér sækjumst einmitt eftir gulli. Hversi vegna skyldum vér annars koma hingað og berjast fyrir yður móti höfðingja, sem er hálf-siðaður að vísu, en virðist að öðtu leyti vera góðum kostum búinn, svo sem: sómatilfinningu og hugprýði. Ef vér leggjum líf vort í hættu, og innum vort starf af hendi, þá erum vér ekki of stolltir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.