Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Síða 15

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Síða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 167 ur um. vorið, og' ekki hafði hún heim- sótt þau. Guðríður skildi ekkert. í þessu, því hún hafði frétt með fólki, sem fór frá Kárseyri snögga ferð suður, að hún væri frísk ag liti út fyrir að lifa »flott«. En móðir hennar kvaldist af kvíða og pvissu. ★ Það var aðfangadagskvöld jóla. Sólveig sat ein í herberg-i sínu. Hún hafði ekki kveikt. Hár hennar lá laust. um herðar henni, og kjóllinn var víður. Henni fannst hún komin heim í baðstofuna í Hlíð. Hún sá móður sína, sitja með lestrarbók fyrir framan sig, en það var þreytusvipur á henni. Hún sá föður sinn boginn og h.erða- lotinn. Lúalegu hendurnar hvíldu á knjám honum. Hún sá systkini sín öll þokkalega klædd. Hún sá kerti á hverjum rúmstuðli. En öll varu þau raunaleg og það var henn- ar sök, því hún hafði ekkert skrifað heim. Hvernig gat hún það? Eldheita ástin reynd- ist henni tál. Pilturinn, sem hún hafði gef- ið hjarta sitt og allt, lét ekkert frá sér h.eyra. Þó vissi hún, að hann lifði við góð kjör á Akureyri, en hún sat hér ein sorg- um hlaðin og svívirt; og hún grét með ekka. Þá heyrði hún að sungið var rétt undir glugganum. Hún gekk út að glugg- anuin og leit út. Þrjár konur og tveir karl- menn úr Sáluhjálparhernum höfðu stað- næmst undir húsinu á móti. Gatan var upplýst svo hún sá vel, að þau stemdu saman þrjá gítara og lyftu augum til him- ins og sungu með íögnuði: »ó, hvíllk dýrð og hátign! Guðs himinn ljóma.r blár, og englaraddir óma sem elfa.rni,ður hár. Nú er sá eini fæddur, er eilíft gefur líf. A helgum vonarvængjum að vöggu hans ég svxf«. Þau sungu þetta aftur og aftur, cg Sól- veig lærði erindið. Hún kraup á kné og beiddi í auðmýkt til litla barnsins, er fædd- ist í litlu jötunni i Betlehem. Þegar hún stóð á fætur hafði hún tekið ákvöroun. Daginn eftir skrifaði hún heim. Svarið var skeyti, sem hún fékk strax eftir jólin: »Komdu hið fyrsta, elsku barn. Mamma. Pabbi«. Sólveig varð önnur manneskja. En hvað hún hlakkaði til að koma heim. Móður- faðmurinn var sá griðastaður, er hún þráði. Sólveig fæddi dreng um vcrið og lét hann heita Jakob. Ekki talaði móðir henn- ar ávítunarorð til hennar, og ekki spurði hún neins. En Sólveig sagði henni þá, að barnið ætti ungur maður, sem hún elskaði. Fáránlegustu sögur gengu um sveitina. Barnið átti að vera sonur tugthússlims. Aðrir sögðu, að það væri sonur háttstand- andi manns í Reykjavík, en svo þögnuðu allar sögurnar, þegar Sólveig fór um haust- ið sem kennslukona til Guðrúnar vinkonu móður hennar, en skildi Jakob litla eftir hjá foreldrum sínum. Jón sagði við hana: »Vertu róleg, ég skal annast um uppeldi litla snáðans«. En móðir hennar vafði hana örmum og sagði: »Ég skal síma til þín, ef eitthvað kemur fyrir«. Aðeins eitt kom mæðgunum ekki saman um. Guðríður vildi skrifa Guðrúnu alla málavexti, en það af- tók Sólveig. »Ef h.ún er verð trausts míns, segi ég henni það sjálf; annars ekki«. Þetta varð að sitja. Annars sagðist Sólveig ráða sig einhversstaðar í vist með drenginn, en það vildi móðir hennar ekki. Svo varð það úr að Sólveig fór norður, og Guðrún tók henni sem bezta móðir. »Mér finnst við kunnugar, Sólveig mín«, sagði hún, er þær höfðu heilsast, »það ger- ir vinátta okkar móður yðar«. Frh. Meira en fjórði hluti a,lh-a sálma kristimia þjóða er ortur af Pjóðverjum. ★ 1 prentaraverkfalli I New York fyrir nokkr- um árum siðan, voru tíu blöð sameinuð I eitt blað, sem bar tiu blaðhausa. — Sannkallaður þurs. Amtsbókasafnið á Akureyri I I llllillll II 08 013 654

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.