Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 193 liræðzt hlutverk sitt. Svo sagði hann: •— Nú gefum við yður síðasta tækifærið, Holt. Verið nú ekki lieimskur. Tilboðið, sem ég gerði yður í dag, stendur enn. Ef þér takið því ekki nú, verður réttlætið að ná fram að ganga. — Réltlætið! Rómur Alans titraði af reiði. — Já, réttlætið. Við höfum lögin okkar megin. Við höfum fullan rétt til þess að taka rænda eiginkonu aft- ur með valdi. En við munum ekki leita aðstoðar lag- anna, fyrr cn við verðum neyddir til þess. Þér og gamli Eskimóinn yðar hafið drepið þrjá af mönnum okkar og sært aðra tvo. Það ætti að vera nægilegt, til þess að þér verðið hengdur, ef við náum yður lifandi. En við erum fúsir til að gleyma þessu, ef þér gangið að tilboði okkar. Hverju svarið þér? Alan var mállaus af undrun yfir því, livernig Gra- ham og Rossland liugsuðu sér að koma ráðagerð sinni fram. Og þegar liann svaraði engu, hélt Rossland áfram að reyna að sannfæra hann, því að hann áleit, að nú væri Alan að því kominn að gefast upp. En 'uppi við dimman þakgluggann liafði Solfwenna gamli heyrt þessar raddir eins og draugslegt hvískur. Hann lá þar í hnipri og helkuldinn læddist um hann. Honum fannst hann kannast við þessar raddir, hafa heyrt þær fyrir löngu síðan, og honum fann6t þær nú vera að kalla á sig, lirópa í eyrað á sér um að nú gæf- ist tækifæri til þess að liefna sín. Þetta voru kunnugar raddir, sem hann lieyrði. Þar voru konur, sem vein- uðu og börn, sem grétu. Það var eins og ósýnilegar liend- ur hjálpuðu honum, unz hann gat risið upp við glugg- ann. Hann neytti allrar orku til þess að lyfta rifflin- um, og bak við sig lieyrði hann fólkið sitt gleðjast. Hann miðaði á mannveruna, sem liann sá lireyfast í eldsbjarm- anum. Svo þrýsti hann með skjálfandi liendi á gikk- inn, og þar með þaut síðasta kúla Sokwenna gamla í mark sitt. Þegar Alan lieyrði skotið, leit liann út um gluggann. Rossland stóð andartak án þess að lireyfa sig. Svo rið- aði stöngin í höndum hans og féll, og hann sjálfur á eftir, án þess að gefa nokkurt liljóð frá sér. Það hafði sterk áhrif á Alan, live Rossland fór snögg- lega og hljóðalaust yfir í annan lieim. Sem snöggvast var hann svo undrandi, að hann gerði ekki annað en stara á þessa svörtu, hreyfingarlausu hrúgu á jörðinni og liugsaði ekki um öryggi sjálfs sín. Grafarþögn virt- ist ríkja fyrst eftir skotið. En svo var þögnin rofin, og svo virtist, sem einn maður hrópaði, en í rauninni voru Iro-no-ha-na trúði honum ein6 og nýju neti. Ilann spáði vel fyrir henni. Hann sagði, að skipið kæmi senn með unga sjómanninn, er hún þráði, og um tíma hafði dvalið í gistihúsi monsieur Savage. Kæmi með sjómanninn, sem brosti svo blítt til Iro-no-ha-na, að gula hjartað hennar hoppaði. Já, Hukusai vissi inargt, sem ljúft var að hlusta á. En hann lýsti einnig hinu illa og vörnum gegn því. Hann kvað ómissandi að hera verndar- grip. Iro-no-ha-na hafði augastað á vernd- argrip frá Pcre Renard. Ilann hafði ágæt smálíkneski. Þau vernduðu fyrir öllu illu. Ilún var fullviss um, að illir andar sætu urn hamingju hennar. Þeir gætu valdið því, að skipið, sem ástvinur hennar var á, færist. En Pére Renard seldi þessa verndar- gripi á 15 franka. Iro-no-ha-tia og Huku- sai voru hæði jafn peningalaus. Hún komst samt ekki hjá því að kaupa verndargrip. En að ná í 15 franka var þrautin þyngri. Þó varð það að gerast. Og smám saman stal Iro-no-ha-na einum og einum franka upp úr peningaskúff- unni, er Savage svaf. Svo keypti hún verndargrip og liar liann í flauelsbandi á brjóstinu. Hún danzaði af gleði, er hún var á heimleið frá því að kaupa hann. Nú var engin hætta á, að óham- ingja yfirbugaði hana. Þetta kvöld vænti hún skipsins með sjómanninn fagra, er hjarta hennar þráði. Að fáum kl'ukku- stundum liðnum mundi hann koma inn í veitingahús Savages, hrosa til henn- ar og — Hún söng af gleði. Er hún kom licim, var Savage búinn að komasl að þjófnaðinum og var snar- vitlaus. Hann mælti: „Fimmtán frönk- um hefur þú stolið, hölvuð skakkeygða skita. Fjandans afkvæmi, gula kvikindi! Þú skalt fá fyrir ferðina!“ Að svo mæltu hófst eltingaleikurinn. Savage hafði bar- efli í hendi. Hann ætlaði að hegna Iro-no-ha-na alvarlega. Hxin þaut út í garð, umhverfis húsið, upp á loft. Ilún treysti verndargripnum. Savage elti liana lafmóður. Iro-no-ha-na þóttist fullvis um það, að hún mundi ekkert finna til, þó Savage næði að berja hana. En þó liljóp hún og hljóp — flýði. Hún hafði gaman að þessuni hættu- lausa eltingarleik. Hún staðnæmdist við þakgluggann. Ælti hún að stökkva nið- ur af þakinu. Savage yrði hræddur. Lík-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.