Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1946, Page 22

Heimilisblaðið - 01.10.1946, Page 22
194 þeir margir. Þetta var ögrun, sem Alan gat ekki mis- slcilið. Rosslancl hafði verið drepinn undir flagginu, sem átti að tákna vopnalilé, og það var ills viti. Nú gat hann ekki vænzt neinnar miskunnar — einskis ann- ars en hræðilegustu hefndar, og um leið og liann vék sér inn úr glugganum, álasaði hann Sokwenna í hugan- um, en gladdist þó um leið yfir því, að hann skyldi ekki vera dauður. Áður en nokkru skoti hafði verið hleypt af úti, var hann kominn upp í loftstigann, og á næsta andartaki beygði hann sig yfir gamla Eskimóann. — Komdu niður, sagði hann skipandi. — Við verð- um að vera reiðubúnir að flýja gegnum jarðgöngin. Hönd lians snerti andlit Sokwenna, snerti það hvað eftir annað í myrkrinu, og svo lagði liann liana á lijarta hans. Ekkert líf bærðist með gamla stríðsmanninum. Sökwenna var dáinn. Nú hófu menn Grahams skothríðina aftur. Hún dundi á húsinu og Alan hraðaði sér aflur niður stigann. Hann heyrði kúlurnar þjóta gegnum rifurnar milli bjálkanna og gegnum gluggana. Hann hraðaði sér að kjallaraopinu til þess að lilífa sér. En hann varð undrandi, þegar liann sá, að Mary Standish var komin aftur og beið hans þar. XXVI. Alan horfði á fölt andlitið og skeytti engu banvænni skotliríðinni, sem dundi á húsinu. Það, að hún liafði ekki farið með stúlkunum, lieldur var nú komin aftur til hans, gerði hann mjög óttasleginn. Nú var liinum dýrmætu mínútum til einskis eytt, og þeim tíma, sem liann hafði unnið með samtalinu við Rossland, var nú á glæ kastað. Hiin sá vonbrigði hans og skildi hættuna, sem hann var í. Hún stökk fram til þess að grípa hönd lians. — Auðvitað liélztu ekki, að ég mundi fara, sagði hún. Rómur liennar skalf ekki lengur og har ekki vott um hugaræsingu. — Þú vissir, að ég var ekki heigull. Ég á að vera hjá þér. Hann vissi ekki hverju hann átti að svara. Þegar liún horfði þannig á hann hinum fögru augum sínum, lilýn- aði honum um hjartaræturnar og kökkur kom í liálsinn. — Sokwenna er dáinn, og Rossland liggur þarna úti hann var skotinn undir vopnahlésmerkinu, sagði hann. — Okkur verður ekki lengi vært hér. HEIMILISBLAÐIÐ lega færi hann að gráta, og óttað'ist að hann hefði orðið valdur að dauða henn- ar. En hana mundi ekki saka hið minnsta. Hún liði mjúklega gegnum loft- ið og dytti eins og í dúnsæng án þess að finna til sársauka. Svo frétti hann — sjómaðurinn — um þetta sjaldgæfa ævin- týr. Iro-no-ha-na hraut gluggann. Glerbrot- in þyrluðust í allar áttir, og eftir þeim þeyttist gulur líkami. Gul, lítil stúlka sveif í loftinu litla stund, fáar sekúndur, og féll á götuna. — Dóttir sólarinnar lá brosandi, örend, á steinlögðu stræt- inu, með hendina kreista um verndar- gripinn, er hún trúði á í blindni — og hrást, eins og margt annað í lífinu, er mest liggur við. J. S. þýddi. Síma- 8krítlur Margir munu kannast við söguna af manninum, sem talaði frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Þegar símastúlkan seg- ir honum, að liðið sé eitt viðtalsbil, kvéður hann í snatri og spyr hvað kosti. Þegar hónum er sagt, að samtalið kosti 70 aura, spyr hann, hvernig því sé varið. „Viðtalsbilið kostar 50 aura og kvaðn- ingin 20 aura“, segir shnastúlkan. „Bet- ur að ég hefði aldrei kvatt hann, bölv- aðan!“ segir þá maðurinn. (Það er á símamáli kölluð kvaðning, þegar beðið er um ákveðinn mann, en ekki síma- númer). Fyrst þegar amerisku talsímatækin fluttust hingað, varð mörgum á að liafa hausavíxl á lieyrnartólinu og talfærinu, þau eru ekki samföst eins og á þeini talsíniatækjum, sem eru venjulega not- uð hér. Því varð einum góðum borgara þessa bæjar það á, þegar liann var að nota þessi tæki og talaði í heyrnar- tólið, en hlustaði með talfærinu, að liann sagði við mann, er stóð hjá hon- um: „Hvert þó í logandi, ég heyri allt mcð kjaftinum".

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.