Heimilisblaðið - 01.10.1946, Qupperneq 29
HEIMILISBLAÐIÐ
201
eittlivað brysti innan í sjálfri sér, og blóðið suðaði fyrir
eyrum bennar. Hún æpti. Jafnvel mennimir fyrir neðan
hikuðu og fengu bjartslátt, ])ví að þetta konuóp í gilinu
skelfdi þáí
— Jobn Graham, ég skal drepa þig — drepa þig!
Og Mary Standish greip riffil mannsins, sem lá við
fætur hennar, til þess að hefna sín.
XXVII.
Hún beið. Hún var tryllt eins og móðir, sem ver af-
kvæmi sitt, og bún stundi af örvinglun og sorg. En hún
skaut samt ekki í óvissu. Hún vildi drepa. En það, sem
verst var, var að alltaf var sem þokuslæða legðist yfir
augu bennar. Hún reyndi að nudda hana burt, en hún
kom alltaf aftur. Hún grét, án þess að vita af því. Menn-
irnir sáust skjótast fram og aftur, en náf var Grabam
bvergi sjáanlegur. Mennirnir vom nú komnir að sand-
steininum og hyrjuðu að klifra upp í skútann. Hún reis
nú upp yfir brjóstvörnina, sem bafði skýlt henni, til
þess að reyna að koma auga á manninn, sem hún vildi
drepa. En henni fannst allir mennirnir líta eins út. Þeir
iðuðu eins og flugur, og allt í einu virtist henni þeir allir
saman vera Jolm Graliam, og nú yrði liún að drepa þá
alla saman. Hún byrjaði að skjóta, og þetta vömðust þeir
ekki. Hún var lieppin í fyrsta skotinu og einn maður hné
niður milli klettanna. Síðan liélt liún áfram að skjóta,
unz hún fann, að skotin voru þrotin. Hvellirnir og högg-
in í öxlina gerðu hugsun liennar skýrari. Hún sá menn-
ina færast nær og nær, og nú gat hún greint andlitsfall
þeirra. Þráin eftir að drepa John Graham blossaði enn
upp í henni.
Hún sneri sér við, og andartaki síðar féll hún á kné
við hlið Alans. Hún reif marghleypu hans úr beltinu og
spratt aftur upp. Hjarta liennar brann af hatri og
ótta.
Nú var enginn tími til þess að miða, því að mennirnir
voru nú komnir svo nærri henni. Hún skaut í sífellu,
unz hún liafði tæmt byssuna. Litlu marghleypuna sína
bafði hún misst einhvers staðar á blaupunum, og er liún
varð þess vís, að hún liafði skotið öllum skotum sínum,
beið bún, unz hún gat slegið í andlit þeirra, sem fyrstir
komu. En allt í einu stóð Graliam við hlið liennar, og
henni fannst liann rninna á ófreskju frá andaheimum.
Hún horfði snöggvast framan í hið grimmilega, sigur-
glaða andlit. Augu han6 loguðu af grimmd og hann
Eyðing
San Franciscoborgar
Frh. af bls. 174.
farir lil að koma honuin úr rúininu, og
cnginn ncma Bandaríkjaher gæti fcngið
hann til að vinna handartak“.
íhúar San Franciseo tóku því tjóni.
sein jarðskjálftinn olli, með stillingu. En
hið versta var ókomið: Eldur gaus upp
á víð og dreif, vegna þess, að gaspípur
rifnuðu, skammhlaup varð í rafleiðsl-
um og ofnar brotnuðu. Slökkviliðsmeun-
irnir, sem höfðu tengt slöngur sínar \ið
hrunapóstana, urðu að láta sér nægja
að Iiorfa á slöngurnar, því að eklcert
var vatnið. Jarðskjálftinn hafði eyðilagt
vatnsleiðslurnar. Níu af hverjuin tíu
húsum í borginni voru timburhús, og
þau fuðruðu upp eins og uppkveikju-
gpítur. Hinir dreifðu húsbrunar breiddu
úr sér, náðu sanian og mynduðu samfellt
eldhaf.
Unnið var að því sleitulaust að bjarga
særðum mönnum út úr rústunum, áður
en eldurinn næði þeint. Maður nokkur
var klemmdpr milli hjálka úr hrundu
liúsi og gat ekki losað sig. Hann sár-
hað þá, sem voru að reyna að bjarga
honum, að skjóta kúlu gegnum liöfuðið
á sér, enda sá hann, að eldurinn harsl
óðfluga að lionum frá öllum hliðum.
Björgunarmennirnir gáfust ekki upp
fyrr en þeir voru orðnrr skaðbrenndir
sjálfir, en þá urðu þeir við hón han6 og
réðu honum bana.
Eldurinn gjöreyddi öllu liinu þétthýla
hverfi fyrir sunnan gistihúsahverfið. —
Kínverska hverfið, þétthýlasta ICínverja-
hyggð í Ameríku, hrann til kaldra kola.
Ópíumknæpurnar voru ruddar í fyrsta
skipti um mörg ár. ítalirnir á Telegraph
Hill opnuðu víntunnur sínar og slökklu
í eldihröndunum, sem rigndi yfir þök
þeirra, með pokum, gegnvættum í víni.
Allan miðvikudaginn geystist eldur-
inn áfram, — alla fimmtudagsnóttina,
fimmtudaginn og fösludagsnóttina. A
föstudaginn var mestur hlutinn af
„gömlu“ San Francisco brunninn, og
ennþá var eldurinn óslökktur.
Stórt íbúðarhverfi í vesturhluta borg-
arinnar var ennþá óskemmt, og þar á-
kváðu hinir örmagna slökkviliðsnienn