Heimilisblaðið - 01.03.1951, Síða 2
30
HEIMILISBLAÐIÐ
F r i t z R u z icka
ÉG KANN AÐ
UNGUR rnaður gekk um gólf "í
forsal vetrargistihússins. Hann
virti fyrir sér 'meiV sýnilegum áhuga
ungu konurnar, sem sátu við bar-
inn og úti við stóra gluggann.
Athygli hans hafði beinzt sérstak-
lega að einni konunni. Ef til vill
var hún þéirra elzt, en hún var
falleg — meira að segja mjög falleg
— og hún' var ákaflega tíguleg í
fasi. Auk þess var hún ein saman.
Hún hafði til að hera alla þá eigin-
Ieika, sem gátu freistað ungs manns
til að setjast við lilið hennar.
Þess vegna settist hann. Fáeinar
mínútur liðu. Þá gerði hann fyrstu
tilraunina og sagði, samkvæmt gam-
alli og þrautreyndri forskrift:
— Finnst yður veðrið ekki vera
yndislegt í dag? Það er ekki svo
kalt, að maður veigri sér við að
fara á skíði — giaða sólskin!
Konan brosti og sagði: — Já, það
er verulega gott veður í dag!
Múrinn var rofinn. Hann færði
sig nær henni og hélt áfram:
— Skelfileg snjókoma hefur þetta
annars verið síðustu dagana. Engin
leið að koma út fyrir dyr! En með-
al annarra orða — þér verðið sjálf-
sagt á dansleiknum í kvöld?
— Já, svaraði hún brosandi. Auð-
UeijfnilUblalií
Útgef. og ábm.: Jón Helgason.
Blaðið kemur út mánaðarlega,
um 180 blaðsiöur á ári. Verð
árgangsins er kr. 15.00. í lausa-
sölu kostar hvert hlað kr. 1.50.
— Gjalddagi er 14. apríl. —
Afgreiðslu annast Prentsmiðja
Jóns Helgasonar, Bergstaðastr.
27, sími 4200. Pósthólf 304.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
LESA I LÓFA
vitað! Ég iilakka ákaflega mikið
til kvöldsins.
Ungi maðuririn færði sig ennþá
nær hénni. Ilann var upptendraður
af lirifningu. Hann hafði ekki þor-
að að gera sér vonir um, að það
yrði svona auðvelt að kynnast þess-
ari töfrandi fögru konu.
— Kannske við sjáumst þá aftur
í kvöld?
Konan kinkaði kolli, og um
varir hennar lék hros, sem gaf
mikil fyrirheit. — Það er áreiðan-
legt!
— Ég hlakka til að hitta yður
aftur!
— Mín cr ánægjan! Hún leit allt
í einu alvarlegum augum á hann.
Ég vissi, að við inundum hittast í
kvöld, áður en þér sögðuð eitt ein-
asta orð við inig. Og ég vissi meira.
Ég vissi, áður en við hittumst, að
við mundum einhverntíma hittast —
einhvers staðar. Ég er nefnilega
forlagatrúar.
— Hvað eigið þér við — forlaga-
trúar?
Ungi maðurinn vissi ekki sitt
rjúkandi ráð og var í fyrstu orðlaus.
Að lokum jafnaði iiann sig aftur
eftir undrunina og hélt áfram sam-
ræðunum, sem nú liöfðu beinzt inn
á aðra braut en hann hafði órað
fyrir.
— Það var kynlegt — þetta sem
þér sögðuð. Þér eigið þá í raun
og veru við, að það hafi legið fyrir
okkur að hittast einhverntíma ? Þér
hljótið að vera yfirnáttúrlegum gáf-
um gædd — þér eruð þá skyggn!
Konan hrosti. Miklti meira en
það! Ég veit fieira en fólk yfirleitt.
Til dæmis kann ég líka að lesa í
lófa. Þér viljið kannske lofa inér
að líta í lófann á yður — ef þér
þorið það.
— Ef ég þori? Unga manninum
var ekki farið að standa á sania,
en það inátti hann auðvitað ekki
viðurkenna. Hann rak upp hlálur
og rétti henni hægri höndina.
Konan virti gaumgæfilega fyrir
sér línurnar í lófa hans. Hún hugs-
aði sig um rétt sem snöggvast. Svo
strauk húii hendinni yfir enni sér
og sagði hægt með hálflokuð augu:
— Ég sé, að þér eruð tutlugu og
níu ára gainall. Þér , eruö í góðri
stö'ðu, verkfræðingur í málmverk-
smiðju. Þér eruð ókvæntur og eigið
heima í Stokkhólmi.
Ungi maðurinn starði til skiptis
á konuna og iiöndina á sjálfuni
sér með opinn munninn. Það er rétt
— alveg rétt! En ...
— Bíðið þér við, ég sé miklu
fleira! Þér eigið þrjú systkini, eina
systur og tvo hræður. Faðir yðar
á verksmiðju í Kolding, og þér
eigið innan skainms að taka að
yður stjórn hennar .. .
— Já, já, stamaði ungi maðurinn.
Þetta er ótrúlegt — það er blátt
áfram óhugnanlegt! Hann studdi
hinni hendinni á hjartastað.
Konan lét engan hilbug á sér
finna, en hélt áfram: — Þér eruð
trúlofaður. Unnustan yðar heitir
Gerða, húh er átján ára gömul, ljós-
liærð og mjög lagleg. Þér kynntust
henni í Bostad í fyrra. Ilún var
þar á tenniskeppninni með föður
sinum. Þér hafið enn ekki hitt
móður hennar ...
Ungi maðurinn þurrkaði svitann
af enninu. Hann var mjög æstur.
— Fyrirgefið, sagði hann. Ég á
ekkert orð til. Þetta eru hreinustu
galdrar ... Hann reyndi að draga
til sín höndina.
— Augnablik! Ég er alveg að
verða liúin. Já — faðir unnustunn-
ar yðar á heima í Árósum. Hann
er skurðlæknir .. .
— Það er auðvitað rétt líka,
stundi ungi maðurinn. Þetta ev
hræðilegt! Þér vitið allt. Kannske
vitið þér einnig, hvar tengdamóðir
mín tilvonandi er núna?
— Já — hún er ekki í Árós-
UIIl .. .
UNGI maðurinn stökk ánægjulega
á fætur og dró andann léttar.
Skakkt! hrópaði hann. Guði sé lof<
þar skjátlaðist yður loksins! Mér var
hlátt áfram farið að líða illa. Það
var farinn að fara um mig hrollur-
Frh. á hls. 54.