Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Side 3

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Side 3
HEIMILISBLAÐIÐ 40. árgangur, 3.—i. tölublað — Reykjavík,, marz—apríl 1951 Eyþór Erlendsson FERÐA8AGA pYRlR eg allmörgum árum var eitt sinn að vorlagi staddur á Þingvöllum. Var þá mJ°g drungalegt þar um að l'tast. Stórfellt regn dundi öðru hverju úr loftinu og svip- þungur þokumökkur byrgði nálega fyrir alla fjallasýn. Hvaðeina fékk á sig myrkan SVlp. Landið umhverfis virtist Itúa yfir einhverjum uggvæn- legum leyndardómum, sem tor- 'elt myndi að kanna til hlít- ar. Úfin hraun, gínandi gjár °g einstaka, skuggíegt fell, er stöku sinnum gægðist út úr þokufarginu, sem annars um- lukti það, var þó hið helzta, er augun fengu greint. — Slíkt tnnhverfi er eigi vel til þess bdlið að y]ja vegfarandanum °g fullnægja fegurðarþrá hans. En það hafði þó einhver lokk- Jndi áhrif á mig, svo að mig |ysti jafnan síðan að koma þ*ir öðru sinni og þá við betri skilyrði. þeirri ástæðu lagði ég l,PP í aðra Þingvallaför fyrsta ' í'" júlímánaðar síðastliðinn þ' e> 1950). Veðri var þá liátt- ® mjög á annan veg en í >rra skiptið. Að vísu voru skýjadrög um himinhvelið hér og þar og örlitlar skúraleið- ingar í suðri. En að öðru leyti var bjart yfir öllu, hvert sem litið var, og fjöll og grundir lauguðu sig í geislum sólar- innar. Um bádegisbil er ég staddur austanmegm Sogsins, drjúgan spöl fyrir neðan Ljósafoss, liinn mikla orkugjafa, sem knýr mestu rafstöð á landi líér. Ég sá orkuverið fram undan mér og nálgast það stöðugt, þótt ferðin sækist seint. Vegurinn liggur yfir mis- liæðótt land, sem auk þess hallar injög til suðurs, eða í gagnstæða átt við leið mína. Farartæki mitt, sem er reið- hjól, er því næsta hægfara þennan hluta leiðarinnar og verð ég að ganga margan spöl- inn, þar sem halli landsins er mestur, með það í eftirdragi. En ég hef nægan tíma til um- ráða og læt mig því þennan seinagang litlu skipta, enda er hugurinn bundinn við fegurð náttúrunnar, sem livarvetna gefur að líta. t fjarska rísa tígúleg fjöll á flesta vegu. En önnur nálægari fjöll eru þó meira áberandi. Hið næsta mér er Búrfell, lít- ið, einstakt fjall. Skammt frá í suðri blasir Ingólfsfjall við, með snarbröltum hlíðum og mikilúðlegum hamrabeltum. Er það einkar svipmikið og fagurlega mótað. Mörg önnur fjöll vekja athygli rnína, þótt eigi verði þeirra getið hér. Beggja vegna meðfram vegin- um er víða lágvaxinn trjágróð- xxr og ýmsar tegundir blóm- jurta breiða þar út blöð sín mót ylgeislum sólar og dýrð- arljóma. Er land þetta blóm- legt yfir að líta og loftið mett- að gróðurilmi, svo að ég get teygað bann lotulangt. Athygli mín tekur nú mjög að beinast að Soginu, sem streymir þarna til suðurs með miklum þunga. Dálítinn spöl fyrir neðan Ljósafoss og orku- verið þar sé ég móta fyrir

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.