Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 4
32 HEIMILISBLAÐIÐ Sogið. öSrum fossi, sem Irufoss nefn- ist. tíðinn upp af lionum er til að sjá eins og drifhvít, rjúkandi mjöll. Niður undan fossi þessum fellur áin í hávöð- um nokkurn spöl, þar til hún steypist fram af þrepi einu og myndar þriðja fossinn. Nefnist liann Kistufoss. Allir em þessir fossar rómaðir mjög sakir fegurðar. Þegar ég kem á móts við trufoss legg ég lykkju á leið mína og labba niður að ánni. Er ég brátt kominn að foss- inum, því mjög er stutt þang- að af veginum. Hinn hljóm- sterki niður hans verður nú algerlega yfirgnæfandi og bug- ar allar raddir aðrar með of- urmætti sínum. Fossinn er ná- lega tíu metra hár og forkunn- ar fagur. Fram úr honum miðjum skagar dálítil berg- snös, sem skiptir honum raun- vemlega í tvennt. Er vatns- magn árinnar svo mikið, að hvor fossálman um sig má telj- ast vatnsmikil, enda mun Sogið vera vatnsmest allra bergvatns- áa á landinu. Það er hvort tveggja í senn stórfengleg og ægifögur sjón að sjá þetta mikla, silfurtæra bergvatn steypast ofan frá fossbrún niður í gínandi hyl- inn fyrir neðan. Fallhraði vatnsins er æðislegur og mynd- ar freyðandi rastir og iðuköst út frá fossinum. — Er í öllu þessu fólgið eitthvert laðandi seiðmagn, eittlxvað, sem vekur unað og lotningu áhorfandans. Eftir skamma viðdvöl legg ég aftur af stað. Er nú aðeins spölkorn eftir að Ljósafossi, enda er ég kominn þangað að litlum tíma liðnum. Orkuverið við Ljósafoss er tvímælalaust eitt mesta mann- virki á landi liér. Auk þess er það stílfagurt svo að af ber. Sjálf aflstöðin stendur neðan við fossinn, austanmegin ár- innar. I því vélavirki verður raforkan til, fyrir tilstyrk Sogsvatnsins. Til þess að auka fallhæðina hefur verið steypt- ur stíflugarður á fossbrúninni yfir þvera ána. Við það mynd- ast lón ofan við stífluna, mikið og djúpt. Allt er mannvirki þetta margbrotið og glæsilegt. Ég held nú förimii áfram og hjóla, sem leið liggur, upp með Soginu. Kemur þá Úlf- ljótsvatn brátt í ljós, en svo nefnist vatn eitt allmikið, sem Sogið streymir í gegnum. Fyr- ir neðan fossana þrjá, sem get- ið er um hér að framan, er annað vatn, sem Sogið rennur einnig í gegnum, og nefnist það Álftavatn. — Olfljótsvatn er hvergi breitt, en langt nokkuð og liggur frá norðri til suðurs. Vegurinn meðfram því er hallalítill og því greið- fær, enda er ég brátt kominn norður fyrir það. Þar fellur Sogið í það úr þröngu gljúfri. Staldra ég þarna dálítið við og geng fram á gljúfurbarm- inn. Er æði hátt niður að líta og veggir gljúfursins eru nálega þverhníptir niður að yfirborði árvatnsins, sem óhn- ast þarna og byltir sér æðis- lega, með liávaða miklum og dynjandi gný. Fossar eru þ° engir þarna, heldur samfelld flúð. Meðan ég dvaldi þama við gljúfrið var hlýtt mjög í veðrn stillilogn og glaðasólskin. Slíkt veður mun henta vel mývarg- inum, sem Sogið er frægt fyrir- Enda var slík undrabýsn af kvikindum þessum þarna, að ég hef aldrei séð þvílíka mergð af þeim samankomna. JörðiO var blátt áfram morandi af flugnagrúa og loftið sömuleið- is. Varð ég brátt fyrir óþæg' indum af völdum þessara bit- varga og það svo mjög, að ég sá mitt ráð vænlegast að liypja mig burtu liið bráð- asta. — Átti ég nú skanind ófarið að Þingvallavatni, eJt þar eru upptök Sogsins, ei»? og kunnugt er. Opnaðist nú brátt útsyn yfir Þingvallavatn og umhverfi

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.