Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 5

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 5
33 HEIMILISBL AÐIÐ þess. Er það sjónarsvið 8VO Veglegt, að fágætt mun annað sanibærilegt. Hinn glæsilegi fjallahringur, sem umlykur þetta víðáttumikla svæði, var mnvafinn sólarljóma og skart- aði í ólýsanlegum litbrigðum. Sjálft var vatnið spegilslétt að kalla og allt hið mikla yfir- korð þess sveipað mildum blánia. Meðfram Þingvallavatni er Vegurinn sléttur og greiðfær. Mér miðar því vel áfram, enda nem ég nú bvergi stað- ari svo teljandi sé, fyrr en eg er kominn alla leið norð- austur fyrir vatnið. Aðeins stanza ég örlítið tvívegis til þess að virða fyrir mér tvö einstök fell, sem eru þarna austanniegin vatnsins, þ. e. Miðfell og Arnarfell. Unahverfið hefur nú tekið allmiklum stakkaskiptum. Þingvallavatn breiðist nú út til suðvesturs frá mér. En ann- ars vegar eru geysi miklir hraunflákar, sem teygjast langt ét í fjarlæga víðáttu. Að baki þeirra mæna himingnæfandi ijöll og tindar, eins og útverð- lr þessa kynjalands. Meðal þessara fjalla er djásn eitt uiikið, sem vekur þegar á sér sérstaka atliygli. Þetta djásn er fjallið Skjaldbreiður. Fegurð og fjölbreytni fjall- anna umbverfis Þingvelli er undursamleg og ber þó Skjald- breiður af, sakir sinnar sér- Þennilegu formfegurðar. Eins °g fagurgerður „ógnaskjöldur“, eða stórko8tlegt bvolfþak, ber Þann við himin í norðri, með niikla fjallaarma til beggja Fliða. Skipar hann öndvegið 1 þessum víðfeðma fjallasal og skautar liáum fannafaldi mót heiðbláma liimindjúpsins. — Engu öðru fjalli um þessar slóðir líkist liann og fáa mun liann eiga ofjarla sína, meðal íslenzkra fjalla yfirleitt, sakir fegurðar og þess frægðarljóma, 6em af honum stafar. En frægð sína mun bann eigi sízt eiga liinu undurfagra kvæði Jón- asar Hallgrímssonar — „Fjall- ið Skjaldbreiður“ -— að þakka, enda mun fáum fjöllum hafa lilotnazt slíkur minnisvarði. Af þeim fjöllum öðrum, sem einkum setja svip sinn á um- liverfi Þingvalla, má tilnefna Tindaskaga, Hrafnabjörg og Kálfstinda í fjallaarminum, sem teygist frá Skjaldbreið að austan, til suðurs. En Ár- mannsfell og Botnssúlur í þeim vestari. Allt eru þetta tilkomu- mikil fjöll og sum þeirra býsna há og hrikaleg. — Fjöl- mörg önnur fell og gnípur eru einnig innan þess svæðis, sem við blasir af Þingvöllum, og eiga drjúgan þátt í því, að gera fjallasýn þaðan dásam- lega. Eftir að hafa virt útsýnið nokkuð fyrir mér reika ég dá- $ lítinn spöl inn milli trjárunn- anna, sem klæða hraunið þarna meðfram veginum. Á af- viknum stað leggst ég til hvíld- ar og læt fara vel um mig. Veður er eins fagurt og bezt verður á kosið. Himinninn uppi yfir er nálega alheiður og allt umhverfið vafið geisla- dýrð. Sterkur gróðurilmur fyll- ir loftið og margraddaður fuglakliður berst að eyrum mér. Náttúran er í hásumar- skrúða sínum og hvergi ber skugga á liina miklu friðar- sælu, sem yfir lienni ríkir. Það er yndislegt að hvíla við barm hennar eftir lýjandi ferð og njóta þeirra unaðstilfinninga, sem dásemdir hennar vekja innst í vitundinni. Sú hvíld á naumast sinn líka og endur- nærir líkama og sál á skammri stund. En ég vakna innan lítillar stundar til vitundar um það, að tíminn muni líða, og að ennþá eigi ég margt eftir að athuga áður en deginum lýk- ur. Dríf ég mig því enn af stað og tek nú stefnu á Al- mannagjá. Ég sé vesturvegg hennar greinilega, eins og

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.