Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Síða 6
34 HEIMILISBLAÐIÐ ókleifan varnarmúr frá suð- vestri lil norðausturs. Gefur sú sýn þegar nokkra hugmynd um hvílíkt furðuverk liér er um að ræða. Á leið minni að Almannagjá sé ég ýmsar minni gjár og sprungur í Þingvallahrauni og eru sumar þeirra æði djúpar og stórbrotnar. En ég gef þeim lítinn gaum, því að hugur minn er bundinn við Almanna- gjá eina og þangað hraða ég mér. / Ég kem nú að vegamótum og liggur annar vegurinn til norðausturs (í fyrstu) en liinn í gagnstæða átt. Sá, sem stefn- ir í norðaustur, mun vera svo- nefndur Kahladalsvegur, og þar eð hann liggur inn með Almamiagjá lield ég eftir lion- um dálítimi spöl, því að ég vil gjarnan sjá innri liluta gjár- innar. Mig ber nú hratt yfir og er ég bráðlega kominn all- langt inn með Almannagjá. Held ég þá eigi lengra í þessa átt, stíg af lijólinu og labba upp hallami að gjánni. Þetta er aðeins stuttur spölur og er ég brátt kominn á leiðarenda og sjálf gjáin opnast fyrir fót- um mér. Djúp þótti mér gjáin þarna, en þó eigi úr hófi fram. Vegg- ir liennar voru nálega lóðréttir beggja vegna og sá ég hana hvergi síðar jafn fagurlega mótaða sem á þessum stað. Upp úr botni gjárinnar teygð- ust kynlegir klettar, sem minntu á álfaborgir þjóðsagn- anna. Stóðu þeir einstakir, með stuttu millibili. — Eigi þarf lengi að virða gjárbákn þetta fyrir sér til þess að fá liug- boð um, að liún muni fáa eiga sína jafningja, enda er liún réttilega talin vera eitt af undrum íslenzkrar náttúru. Fátt ber jafn augljóst vitni um ægimátt náttúruaflanna sem hún. Saga hemiar og for- tíð er vissulega athyglisverð- ur kafli í jarðsögu landsins. Einliverntíma fyrruin, löngu fyrir árdaga sögu vorrar, liafa harðstorkin berglög hraunsins brotnað þarna sundur á löngu svæði, eða alla leið norðan frá Ármannsfelli suður í Þingvalla- vatn. Hefur það gerzt með þeim hætti, að geysimikil liraunspilda liefur sigið niður austanmegin gjárinnar. Eystri takmörk þessarar sigdældar eru Hrafnagjá — sem er ömi- ur mesta hraungjá á Þingvöll- um — og hallinn upp af aust- urbarmi liennar. Hrafnagjá blasir nú einnig við mér greinilega, eins og dökk lína yfir hraunið, með sömu stefnu og Almannagjá. Vestri barniur Almaimagjár er yfirleitt miklu liærri en sá eystri. Verður það skiljan- legt, þegar framangreind myndun hennar er « liöfð í huga. Af sönm ástæðu er þetta eölilega öfugt í Hrafnagjá. — I heild sinni eru báðar þessar hraungjár stórfengleg furðu- verk og verða ógleymanlegar öllum þeim, er séð liafa. Er ég hafði dvalið drjúgan tíma þarna við Almannagjá, og virt liana fyrir mér á ýmsa vegu, held ég til baka, að áð- urnefndum vegamótum. Held ég svo inn á veg þann, sem þaðan liggur til suðvesturs — um gjána — og nær alla leið til Reykjavíkur. Svo langt er þó för minni ekki lieitið, heldur ætla ég aðeins að bregða mér upp í Gjáliamar- inn vestanvert við Almanna- gjá, til þess að njóta útsýnis þaðan, sem er frábært. Þar sem vegurinn liggur eftir gjánni er vesturveggur lienn- ar geysihár og hvergi annars staðar er hún jafn ferleg á að líta. Af gjáhamrinum birtust mér Þingvellir og umliverfi þeirra í nýrri mynd. Allt hið víðáttu- mikla svæði innan fjallalirings- ins lá fyrir fótum mér að kalla. Hinir eyðilegu liraun- flákar, Þingvellir sjálfir og himinblátt vatnið, blöstu við mér í lieild. Og umhverfis allt þetta risu líguleg fjöll, blæ- fögur og lokkandi. Var sýn þessi svo mikilfengleg, að orð fá eigi lýst. Mikill hluti þessa yfirbragðs- mikla svæðis, sem blasti þarna svo fagurlega við mér, er raun- verulega afar mikil dæld, nefnilega Þingvalladældin svo- nefnda. Nær liún alla leið norðan frá Skjaldbreið að suðurjaðri Þingvallavatns og liggur vatnið þannig í syðsta hluta liennar. -—• Sigdæld sú, sem ég gat um hér að fram- an, og takmarkast af Almanna- gjá og Hrafnagjá, er aðeins nokkur hluti þessarar firna- miklu dældar. Eftir að hafa virt víðsýni þetta nokkuð fyrir mér held ég enn af stað og er nú ætl- un mín að skoða Öxarárfoss. Ég fer því, sem leið liggur, niður í Almannagjá aftur og síðan inn með henni, þar til ég kem að fossinum. Eins og kunnugt er, er öx-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.